Jóhann Pálmason sæmdur gullmerki GLÍ

Jóhann Pálmason sæmdur gullmerki Glímusambands Íslands  3.mars 2012 Jóhann hefur komið ötullega að glímustarfi í dölunum í hart nær tvo áratugi.  Árið 1999 stofnaði hann Glímufélag Dalamanna og hefur hann haldið utan um það síðan þá.  Jóhann hefur hefur verið óþreytandi við að koma með keppendur á mót. Komið með þá á sínum fjallabíl landshorna á milli, staðið yfir þeim á öllum mótum og tekið öll þeirra mót upp á myndbönd. Stöðugt til staðar, hávaðalaus, tryggur og traustur. Það hefur ekki lítið að segja fyrir krakkana í hans liði.