Langar þig að vinna við glímu í sumar á góðum launum?

IGA leitar nú að þátttakendum í glímusýningarflokk sem á að fara til Þýskalands, Danmerkur, Svíþjóðar og Hollands 25.júní -18.júlí nú í sumar.  IGA hefur fengið styrk úr menningarsjóði evrópu til þess að kynna glímuna sem menningararfleið og er hér um samstarfsverkefni þessara þjóða að ræða. Gert er ráð fyrir að 6 sýnendum auk farastjóra og þjálfara og munu allir þátttakendur fá greidd laun á meðan ferðinni stendur að upphæð 3000 EUR. Mikilvægt er að þátttakendur séu af báðum kynjum og hvetjum við alla sem áhuga hafa að sækja um sem fyrst með því að senda tölvupóst á netfangið gli@isisport.is.