Glímufólk ársins 2013

Glímufólk ársins 2013 Pétur Eyþórsson, Glímufélaginu Ármanni og Marín Laufey Davíðsdóttir, Héraðssambandinu Skarphéðni voru valin glímufólk ársins 2013 en stjórn Glímusambandsins ákvað þetta á stjórnarfundi 27. nóvember 2013. Pétur Eyþórsson, Glímufélaginu Ármanni Pétur er 35 ára gamall og hefur stundað glímu í yfir tuttugu ár. Pétur varð Evrópumeistari í glímu í -81 kg flokki sigraði tvöfalt í Bikarglímu Íslands og svo vann svo Grettisbeltinu í áttunda sinn  sem gerir hann að einum sigursælasta glímukappa Íslands frá upphafi. Pétur hefur ótvírætt verið fremsti glímumaður Íslands undanfarin ár. Hann glímir vel og er góð fyrirmynd jafnt innan vallar sem utan. Marín Laufey Davíðsdóttir, HSK Marín Laufey er 18 ára gömul og átti frábæru gengi að fagna á glímuvellinum árið 2013. Marín varð Evrópumeistari í glímu í -90 kg flokki, sigraði tvöfalt í Bikarglímu Íslands varð töfaldur Íslandsmeistari og sigraði í Íslandsglímunni og hlaut þar með Freyjumenið í þriðja sinn. Marín er fyrirmyndar íþróttakona jafnt innan vallar sem utan.