Ársþing GLÍ

Glímuþing 2014 50. ársþing Glímusambands Íslands var haldið laugardaginn 1.mars 2014 í Íþróttamiðstöð Íslands í Laugardal. Ársþingið gekk vel fyrir sig og var mæting ágæt en um 25 manns sóttu þingið. Þingforseti var Sigmunndur Stefánsson og þingritari var Jón M. Ívarsson. Ólafur Oddur Sigurðsson var endurkjörinn formaður Glímusambandsins og ný inn í stjórn voru kjörin þau Sindri Freyr Jónsson og Eva Dögg Jóhannsdóttir en Hugrún Geirsdóttir gaf ekki lengur kost á sér í stjórn GLÍ.  Atli Már Sigmarsson gekk niður í varastjórn.  Friðrik Einarsson sem situr í framkvæmdastjórn ÍSÍ  og Helga Guðrún Guðjónsdóttir formaður UMFÍ voru gestir þingsins og fluttu þau glímumönnum góðar  kveðjur.  Umræður á þinginu voru góðar og mikill hugur í glímufólki fyrir komandi verkefnum.