Bjarni Þór Gunnarsson íþróttamaður HSÞ 2009!

Umsögn Glímuráðs HSÞ. Bjarni, sem er fæddur 1992, hefur frá unga aldri stundað glímu og gengið vel, Hann er í dag 7 á styrkleikalista GLÍ þó aldurinn sé ekki hár. Bjarni tók þátt í öllum glímumótum á árinu og varð Heimsmeistari í glímu í - 90 kg sem haldinn var að Geysi í Haukadal 22 -23 ágúst 2009. Bjarni náði að komast þrisvar í 1 sæti á árinu ,fjórum sinnum í 2 sæti og tvisvar í það 3 sæti . Bjarni er kurteis og lipur á glímuvelli og er vel að því kominn að vera Glímumaður HSÞ 2009 og Íþróttamaður HSÞ 2009.