Keppnis- og æfingaferð til Skotlands 31.júlí -4. ágúst 2014

Keppnis- og æfingaferð til Skotlands 31.júlí -4. ágúst  2014 Fimmtudaginn 31.júlí 2014 hélt 18 manna hópur, 13 ungmenni 3 fararstjórar og 2 dalamenn til Skotlands í þeim tilgangi að æfa backhold með innfæddum, kenna glímu og keppa á hálandaleikunum Bridge of Allan í backhold.  Við lendingu í Glasgow  beið Frazer Hirsh, varaforseti skoska backhold sambandsins eftir hópnum og  keyrði hann hópinn beint til Edinborgar þar sem flestir í hópnum fjárfestu sér í skotapilsi í tilefni ferðarinnar.  Þaðan var svo haldið til Dundee þar sem verslunarglaðir glímumenn og konur létu til sín taka í versluarmiðstöð þar í bæ.  Seinnipartinnn var svo haldið á áfangastaðinn Douglas Scout Center en þar gisti hópurinn allan tíman og fóru æfingarnar einnig fram þar bæði innan og untan dyra. Föstudaginn 1.ágúst hófust svo æfingar þar sem æft var backhold og glíma til skiptis en þar voru saman komin 30 ungmenni skosk og íslensk og fór vel á með þeim og voru allir duglegir að leiðbeina hvert öðru í fangbrögðunum.  Á laugardeginum héldu svo æfingarnar áfram en seinnipart laugardags var svo skipt í 3 manna blandaðar sveitir sem kepptu í backhold og glímu og var það hin mesta skemmtun fyrir alla sem tóku þátt.  Fyrirkomulagið var einfalt en fyrsta viðureign var glíma og svo sú næsta bachold og þannig hélt það áfram koll af kolli. Sunnudaginn 3.ágúst var svo haldið snemma af stað á hálandaleikana „Bridge of Allan“  en þar var keppt í backhold.  Óhætt er að segja að allir hafi staðið sig með miklum sóma og náðu Íslendingarnir að næla sé í þó nokkuð mörg verðlaunasæti sem verður að teljast frábær árangur. Mánudaginn 4.ágúst var svo haldið heim á leið og bar það helst til tíðinda á leiðinni heim að það sprakk frmadekk á rútunni okkar á leið á flugvöllinn í Glasgow og voru Íslendingarnir fljótir að redda því enda vanir menn þar á ferð í hópnum. Frábær ferð í alla staði og voru íslensku þátttakendurnir sjálfum sér og þjóð til mikils sóma. Yfirfarastjóri. Ólafur Oddur Sigurðsson. Aðstoðarfararstjórar. Jóhanna Margrét Árnadóttir og Guðmundur Stefán Gunnarsson. Jóhann Pálmason og Vilhjálmur Harðarson sem sóttu dómaranámskeið í backhold. Keppnedur. Eiður Helgi Benediktsson      HSK Annika Rut Arnarsdóttir        HSK Hanna Kristín Ólafsdóttir      HSK Jón Gunnþór Þorsteinsson     HSK Þorgils Kári Sigurðsson          HSK Guðrún Inga Helgadóttir       HSK Guðni Björnsson                    HSK Bylgja Rún Ólafsdóttir          UÍA Elvar Ari Stefánsson               Herði Samúel Þórir Grétarsson         Herði Bjarrni Darri Sigfússon                       UMFN Guðlaugur Týr Vilhjálmsson  GFD Sindri Geir Sigurðarson         GFD Úrslit 9st 7lbs 1.         David Blair                                        Dundee Wrestling Club 2.         Guðlaugur Týr Vilhjálmsson              Íslandi 3.         Sindri Sigurðsson                               Íslandi 4.         E McDermott                                     Red Road, Glasgow Heavyweight (Open) 1.         Ryan Dolan                                        Carnoustie Wrestling Club 2.         Frazer Hirsch                                      Carnoustie Wrestling Club 3.         Guðmundur S. Gunnarsson               Íslandi 4.         Rab Truesdale                                    Alloa Wrestling Club Konur 8st 7lbs Scottish Championship & Mari Cambeul Quaich 1.         Guðrún Inga Helgadóttir       Íslandi 2.         Francesca Todd                      Hamilton Wrestling Club 3.         Lily Hirsch                             Carnoustie Wrestling Club 4.         Emma McDermot                  Red Road, Glasgow Open 1.         Annika Rut Arnarssdóttir      Íslandi 2.         Hanna Kristín Ólafssdóttir    Íslandi 3.         Emma McDermot                  Red Road, Glasgow 4.         Bylgia Rún Ólafssdóttir         Íslandi Unglingar 10st 7lbs 1.         Aaron Melia                           Combat Ready, Edinburgh 2.         Ben Johnstone                                   Hamilton Wrestling Club 3.         Sindri Sigurðsson                   Íslandi Open 1.         Bjarni Darri Sigfússon           Íslandi 2.         Þorgils Kári Sigurðsson          Íslandi 3.         Eiður Helgi Benediksson       Íslandi Unglinagar konur 1.         Hanna Kristín Ólafsdóttir      Íslandi 2.         Annika Rut Arnarsdóttir        Íslandi 3.         Bylga Rún Ólafsdóttir                       Íslandi