Glæsilegur árangur í Skotlandi og Englandi

Skotland og England Dagana 21.-31. ágúst 2014 héldu þau Ólafur Oddur Sigurðsson, HSK og Ásmundur Hálfdán  Ásmundsson, Atli Már Sigmarsson, Hjörtur Elí Steindórsson og Eva Dögg Jóhannsdóttir, UÍA, til Edinborgar í Skotlandi  þar sem til stóða að keppa í backhold  á tvennum Hálandaleikum og nokkrum mótum í Englandi.  Það var Frazer Hirsch formaður skoska backholdsambandsins sem sótti þau á flugvöllinn og gistu þau fyrstu tvær næturnar í Dundee. Allt ferðalagið í Englandi ferðaðist Ryan Dolan með hópnum, en báðir komu þeir félagar til Íslands í janúar og tóku þar þátt í Bikarglímu Íslands. Alla þessa daga ferðuðust vinir okkar frá Brittany í námunda við íslenska hópin og tóku þau þátt í sömu mótum og Íslendingarnir og mynduðust einnig góð tengsl á milli þessarra þjóða.