Glæstir sigrar á Bute Highland Games

Þann 23. ágúst kepptu 4 íslendingar á Bute Highland Games en þar keppti Hjörtur Elí  Steindórsson í -72 kg og -78 kg flokki,  Ólafur Oddu Sigrurðsson og Ásmundur Hálfdán Ásmundson  í opnum flokki karla og Eva Dög Jóhannsdóttir Í opnum flokki kvenna og -72 kg og -78 kg flokki karla. Atli Már Sigmarsson gekk í dómaralið heimamanna og hafði í nógu að snúast.  Hjörtur náði ekki að komast upp úr riðlunum í þetta sinn en góð reynsla sem átti eftir að hjálpa mikið næstu daga. Eva komst örugglega í úrslit í kvennaflokki og fór svo að hún sigraði með glæsibrag eftir skemmtilega viðureigna við stúlku frá Brittany ( frakklandi ). Ólafur og Ásmundur fóru nokkuð örugglega inn í undanúrslit og kepptu þar við  Ryan Dolan og Frazer Hirsch. Fór svo að lokum að Ásmundur endaði í fjórða sæti en Ólafi tókst að sigra og verja titil sinn frá síðasta ári eftir tvísýna úrslitaviðureigna við Ryan Dolan sem hann sigraði  3:2