Ólafur Oddur sigrar á Grasmere

24. ágúst fór fram backhold keppni Grasmere sem er stærsta mót ársins í Englandi ár hvert.  Heitt var í veðri þennan dag og skein sólin skært á okkar fólk. Hjörtur Elí Steidórsson keppti í -70 kg og -76 kg flokki en datt út í fyrstu umferð í báðum flokkum. Eva Dögg Jóohannsdóttir keppti í opnum flokki kvenna og náði 4.sæti eftir erfiða kepppni en sumir keppinautar hennar voru allt að 40 kg þyngri en hún. Ólafur Odur Sigruðsson  og Ásmundur Hálfdán Ásmundsson kepptu  í opnum flokki ( all wight ) og það ótrúlega gerðist að þeir drógust saman í fyrstu umferð og ljóst að aðeins annar þeirra kæmist áfram. Ólafur sigraði Ásmund að þessu sinni og komst áfram.  Lagði hann í kjölfarið hvern kappann á fætur öðrum og komst alla leið í úrslitaviðureign gegn vini sínum og  sigurvegara síðasta árs Ryan Dolan, skemmst er frá að segja að Ólafur sigraði örugglega 2-0  og var þetta í fyrsta sinn sem íslendingur sigrar opna flokk karla á Grasmere.