Veðlaunasæti í Silloth

25. ágúst var keppt í backhold í  Silloth í Englandi, Hjörtur Elí Steindórsson keppti í -72 kg og -78 kg og náði hann 3.sæti eftir mikla baráttu í -72 kg flokki og greinilegt að nú var reynsla undanfarina daga farin að segja til sín. Eva Dögg Jóhannsdóttir keppti í opnum flokki kvenna og náði hún öðru sæti eftir að hafa tekið andstæðinga sína á hverju glæsibragðinu á fætur öðru.  Atli Már Sigmarsson keppti nú í sinni fystu backhold keppni og stóð hann sig með miklum ágætum en féll þó úr keppni eftir tap við bretóna 2-1.  Ásmundur Hálfdán Ásmundsson keppti í opnum flokki karla og náði þar öðru sæti eftir tap fyrir Ryan Dolan í úrslitaviðureign 2-0.  Glæsilegur árangur hjá okkar fólki og var nú hugur í fólki að halda á næsta mót sem var aðeins eftir 2 klst en var næsti áfangastaður var  Keswick .  Í Keswik urðu úrslitin á svipuðum nótum. Hjörtur náði 3.sæti í -72 kg, Eva 2.sæti í opnum flokki kvenna og Ásmunndur og Ryan  kepptu til úrslita í opnum flokki karla þar sem Ryan hafði aftur betur 2-0 eftir spennandi viðureign.  Glæsilegur árangur hjá okkar fólki og allir ómeiddir eftir þessu miklu átök.