Glímuþing og bikarglíma færð til Reykjavíkur

Vegna ótryggs veðurs hefur verið ákveðið að færa Bikarglímu Íslands og ársþing Glímusambandsins sem fyrirhugað var að halda á Ísafirði 6.mars til Reykjavíkur. Er þetta gert í samráði við þá aðila er málið varðar. Bikarglíma Íslands mun fara fram 6.mars kl 12:00 í íþróttahúsi Hagaskóla Ársþing Glímusambands íslands mun fara fram 6.mars kl 15:00 í D sal íþróttamiðstöðvar Íslands í Laugardal