Bikarglíma kvenna 2010

Bikarglíma kvenna 2010 fer fram næstkomandi miðvikudagskvöld í íþróttahúsi Melaskóla og hefst keppni kl 19:00. Keppt verður í - 65 kg + 65 kg og opnum flokki. Mótið er einnig lokamótið í meistaramótaröð Glímusambandsins svo það verða bæði krýndir Íslands og Bikarmeistarar á miðvikudagskvöldið. Hvetjum við sem flesta til að mæta og hvetja stelpurnar áfram.