Ásmundur og Marín sigruðu

Íslandsglíman fór fram fyrr í dag og má segja að keppnin hafi verið sérstaklega spennandi þar sem glíma þurfti til úrslita bæði í karla- og kvennaflokki. Ásmundur Hálfdán Ásmundsson og Marín Laufey Davíðsdóttir stóðu uppi sem sigurvegarar eftir spennandi viðureignir en mörg glæsileg glímubrögð sáust á vellinum í dag. Karlaflokkur. 1 sæti - Ásmundur Hálfdán Ásmundsson ÚÍA 3+1 vinn 2 sæti - Pétur Þórir Gunnarsson Mývetningi 3+0 vinn 3 sæti - Snær Seljan Þóroddsson KR 2+1 vinn Kvennaflokkur 1 sæti - Marín Laufey Davíðsdóttir HSK 5+1 vinn 2 sæti - Margrét Rún Rúnarsdóttir Hörður 5+0 vinn 3 sæti - Jana Lind Ellertsdóttir HSK 4 vinn