úrslit

Íslandsglíman 2016 Hundraðasta og sjötta Íslandsglíman fór fram í íþróttahúsinu í Frostaskjóli 2.apríl 2016. Keppnin var afar jöfn og skemmtileg og áhorfendur urðu vitni að spennandi keppni frá upphafi til enda. Heiðursgestir mótsins voru Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir sem situr í framkvæmdastjórn ÍSÍ og Gylfi Dalmann Aðalsteinsson formaður KR og sáu þau um að afhenda keppendum verðlaun í mótslok. Í glímunni um Grettisbeltið sigraði Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, UÍA og hlaut þar með sæmdarheitið glímukóngur Íslands í fyrsta sinn. Í glímunni um Freyjumenið sigraði Marín Laufey Davíðsdóttir og hlaut sæmdarheitið glímudrottning Íslands í fjórða sinn. Glímt um Grettisbeltið: Nafn Félag 1 2 3 4 5 Vinn. 1. Ásmundur Hálfdán Ásmundsson UÍA x 1 1 0 1 3+1 2. Pétur Þórir Gunnarsson Mývetningi 0 x 1 1 1 3+0 3. Snær Seljan Þóroddsson KR 0 0 x 1 1 2+1 4. Einar Eyþórsson Mývetningi 1 0 0 x 1 2+0 5. Hjörtur Elí Steindórsson UÍA 0 0 0 0 x 0 Glímustjóri: Þórður Vilberg Guðmundsson Ritari: Óttar Ottósson Tímavörður: Hjörleifur Pálsson Yfirdómari: Kjartan Lárusson Meðdómarar: Stefán Geirsson og Atli Már Sigmarsson Glímt um Freyjumenið: Nafn Félag 1 2 3 4 5 6 7 Vinn. 1. Marín Laufey Davíðsdóttir HSK x 1 0 1 1 1 1 5+1 2. Margrét Rún Rúnarsdóttir Herði 0 x 1 1 1 1 1 5+0 3. Jana Lind Ellertsdóttir HSK 1 0 x ½ 1 ½ 1 4 4. Kristín Embla Guðjónsdóttir UÍA 0 0 ½ x ½ ½ 1 2,5 5. Bylgja Rún Ólafsdóttir UÍA 0 0 0 ½ x 1 ½ 2 6. Bryndís Steinþórsdóttir UÍA 0 0 ½ 0 ½ x ½ 1,5 7. Nikólína Bóel Ólafsdóttir UÍA 0 0 0 0 ½ ½ x 1 Glímustjóri: Þórður Vilberg Guðmundsson Ritari: Óttar Ottósson Tímavörður: Hjörleifur Pálsson Yfirdómari: Atli Már Sigmarsson Meðdómarar: Rögnvaldur Ólafsson og Kjartan Lárusson