Glímukynning í Fjölbrautaskóla Suðurnesja

"Þann 28. apríl var haldin glímukynning í Fjölbrautaskóla Suðurnesja fyrir nemendur á Starfsbraut. Þau Marín Laufey Davíðsdóttir og Ásmundur Hálfdán Ásmundsson fóru yfir helstu undirstöðuatriði íþróttarinnar og svöruðu spurningum nemenda og kennara. Í lokin fengu þeir sem höfðu áhuga að máta belti og spreyta sig í glímu. Kynningin gekk vel og voru margir áhugasamir um íþróttina. Alls voru 28 sem sátu kynninguna."