Unglingalandsmót UMFÍ

Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið um verslunarmannahelgina í Borgarnesi. Glímukeppnin fer fram sunnudaginn 31. júlí og hefst kl 13. Ef verður leyfir, þá fer keppnin fram úti í Skallagrímsgarði, sem er rétt hjá sundlauginni og frjálsíþróttavellinum. Annars verður keppt í Hjálmakletti. Hægt er að skrá sig alveg fram að keppni (ingolfur@umfi.is).