Keppnis- og æfingaferð til Skotlands 4.-8. ágúst 2016

Keppnis- og æfingaferð til Skotlands 4.-8. ágúst 2016 Fimmtudaginn 4.ágúst 2016 hélt 16 manna hópur, 11 ungmenni, 2 þjálfara, 2 fararstjórar og einn afi til Skotlands í þeim tilgangi að æfa backhold og gouren með innfæddum og bretónum, kenna glímu og keppa á hálandaleikunum Bridge of Allan í backhold. Við lendingu í Glasgow beið Frazer Hirsh yfirþjálfari og skipuleggjandi eftir hópnum og keyrði hann hópinn beint til Edinborgar þar sem flestir í hópnum fjárfestu sér í skotapilsi í tilefni ferðarinnar. Þaðan var svo haldið til Dundee þar sem verslunarglaðir glímumenn og konur létu til sín taka í versluarmiðstöð þar í bæ. Seinnipartinnn var svo haldið á áfangastaðinn Douglas Scout Center en þar gisti hópurinn allan tíman og fóru æfingarnar einnig fram þar bæði innan og untan dyra. Föstudaginn 1.ágúst hófust svo æfingar þar sem æft var backhold, glíma og gouren til skiptis en þar voru saman komin um 35 ungmenni, skosk, bretónsk og íslensk og fór vel á með þeim og voru allir duglegir að leiðbeina hvert öðru í fangbrögðunum. Á laugardeginum héldu svo æfingarnar áfram með sama fyrirkomulagi og óhætt að segja að allir hafi staðið sig með prýði og lagt sig mikið fram um að læra grunnatriðin í þessum skemmtilegu fangbrögðum. Sunnudaginn 2.ágúst var svo haldið snemma af stað á hálandaleikana „Bridge of Allan“ en þar var keppt í backhold. Óhætt er að segja að allir hafi staðið sig með miklum sóma og náðu Íslendingarnir að næla sé í þó nokkuð mörg verðlaunasæti sem verður að teljast frábær árangur. Mánudaginn 8.ágúst var svo haldið heim á leið með rútunni okkar á flugvöllinn í Glasgow og er óhætt að segja að þetta hafi verið frábær ferð í alla staði og voru íslensku þátttakendurnir sjálfum sér og þjóð til mikils sóma. Yfirfarastjóri. Ólafur Oddur Sigurðsson Aðstoðarfararstjóri. Guðmundur Stefán Gunnarsson Þjálfarar. Ásmundur Hálfdán Ásmundsson Marín Laufey Davíðsdóttir Afi. Gunnar Örn Guðmundsson Keppendur. Jana Lind Ellertsdóttir HSK Bylgja Rún Ólafsdóttir UÍA Krstín Embla Guðjónsdóttir UÍA Rebekka Rut Svansdóttir UÍA Bryndís Steinþórsdóttir UÍA Nikólína Bóel Ólafsdóttir UÍA Bjarni Darri Sigfússon UMFN Ægir Már Baldvinsson UMFN Halldór Ingvarsson UMFN Heiðrún Fjóla Pálsdóttir UMFN Gunnar Örn Guðmundsson UMFN Úrslit -60 kg ( bæði kyn ) 4.sæti Jana Lind Íslandi Opinn flokkur karla British Championship 1.sæti Ásmundur Hálfdán Ásmundsson Íslandi 2.sæti Guðmundur Stefán Gunnarsson Íslandi 3.sæti Halldór Matthías Ingvarsson Íslandi Opinn flokkur kvenna 1.sæti MarínLaufey Davíðsdóttir Íslandi 4.sæti Jana Lind Ellertsdóttir Íslandi Undir 17 ára -54 kg 3.sæti Gunnar Örn Guðmundsson Íslandi Opinn flokkur unglinga 1.sæti Halldór Matthías Ingvarsson Íslandi Stúlkur léttvigt 1.sæti Jana Lind Ellertsdóttir Íslandi Stúlkur 2.sæti Bryndís Steinþórsdóttir Íslandi 4.sæti Nikólína Bóel Ólafsdóttir Íslandi