Skarphéðinsmenn heiðraðir

20.febrúar síðastliðinn voru þrír Skarphéðinsmenn heiðraðir með gull, silfur og bronz merkjum Glímusambandsins. Gullmerki Glímusambands Íslands hlaut Sigmundur Stefánsson. Sigmundur hefur setið í stjórn GLÍ í á annan áratug og lengst af setið sem gjaldkjeri GLÍ. Sigmundur hefur verið glímustarfinu afar mikilvægur bæði sem stjórnarmaður og einnig hefur hann verið mjög iðinn við að starfa á flest öllum mótum sem glímusambandið stendur fyrir.  Silfurmerki Glímusambands Íslands hlaut Helgi Kjartansson. Helgi hefur stundað glímu í tæp þrjátíu ár hann var framkvæmdastjóri Glí í fjögur ár og undanfarin ár hefur hann haldið utan um glímustarfið hjá ungmennafélagi Biskupstungna. Helgi var einnig landsliðþjálfari Íslands á fyrsta heimsmeistaramótinu í glímu og einnig hefur hann þjálfað glímulið HSK fyrir hin ýmsu tækifæri. Bronzmerki Glímusambands Íslands hlaut Stefán Geirsson. Stefán hefur stundað glímu í tæpa tvo áratugi, hann hefur verið duglegur að sækja glímumótin bæði sem keppandi, þjálfari og dómari. Stefán hefur verið stjórnarmaður í glímuráði HSK í nokkur ár og einnig séð um þjálfun hjá ungmennafélaginu Samhygð.