Mótaskrá fyrir keppnistímabilið 2016-2017

Mótaskrá fyrir keppnistímabilið 2016-2017 29. október Meistaramót Íslands 15 ára og yngri Hvolsvöllur kl 10:00 12. nóvember Haustmót GLÍ Unglingar og fullorðnir Reyðarfjörður kl 12:00 20.janúar Bikarglíma Íslands kl 19:00 Reykjavík 21.janúar Íslandsmeistaramót í Backhold Reykjavík kl 16:00 4.mars Landsflokkaglíman ( 16 ára og eldri ) Reykjavík kl 12:00 Glímuþing kl 17:00 18. mars Grunnskólamót Íslands Reykjavík kl 14:00 8.apríl Íslandsglíman Reykjavík kl. 13:00 Skotar ætla að senda keppendur á Meistaramót Íslands 15 ára og yngri og er fyrirhugað að vera með æfingabúðir með þeim að móti loknu og hugsanlega keppni í backhold til að kynna það fyrir íslensku krökkunum. Þeir koma á fimmtudagskvöldi og fara heim á sunnudegi. Í janúar er fyrirhugað að vera með fangbragðahelgi í tenglsum við Bikarglímuna og er von á keppendum frá Skotlandi, Svíðþjóð og Frakklandi. Gert er ráð fyrir að vera með æfingabúðir í tengslum við þetta frá fimmtudagskvöldi fram á sunnudag.