4 Evrópumeistaratitlar í Austurríki

Landslið Íslands er nú nýkomið heim frá Austurríki þar sem það tók þátt í Evrópumeistaramótinu í keltneskum fangbrögðum.  Keppt var í rangglen, fangi heimamanna og svo backhold og gouren. Glæsilegur árangur náðist á mótinu en lið Íslands vann til fjölda verðlauna á mótinu. Jana Lind Ellertsdóttir og Marín Laufey Davíðsdóttir sigruðu báðar urðu Evrópumeistarar í rangglen og backhold. Jana Lind var svo kjörin besta fangbragðakonan í Rangglen og backhold í mótslok. Ísland vann  einnig til fjölda silfur og bronsverðlauna og verða öll úrslit frá mótinu birt fljótlega hérna á heimasíðunni.     JanaMarínÍslandÍsland 1