Glímufólk ársins 2017

     Glímufólk ársins 2017                         Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, UÍA og Marín Laufey Davíðsdóttir, HSK voru valin glímufólk ársins 2017 en stjórn Glímusambandsins ákvað þetta á stjórnarfundi 3.desember 2017. Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, UÍA   Ásmundur Hálfdán er 23 ára gamall og hefur stundað glímu í um 15 ár. Ásmundur  var mjög sigursæll á árinu en helsta afrek hans var þegar hann  sigraði Íslandsglímuna og hlaut þar með  Grettisbeltið í annað sinn. Ásmundur sigraði öll glímumót sem hann tók þátt í á árinu,  einnig keppti hann á fjölmörgum alþjóðlegum mótum í keltneskum fangbrögðum  og stóð sig ávalt mjög vel.  Ásmundur hefur verið einn fremsti glímumaður Íslands undanfarin ár. Ásmundur glímir vel og er góð fyrirmynd jafnt innan vallar sem utan.   Marín Laufey Davíðsdóttir, HSK   Marín Laufey  er 22 ára gömul og átti góðu gengi að fagna á glímuvellinum árið 2017.  Marín sigraði öll glímumót sem hún tók þátt í á árinu 2017 en helsta afrek hennar var þegar hún sigraði Íslandsglímuna og hlaut þar með Freyjumenið í fimmta sinn.  Marín keppti einnig á fjölmörgum alþjóðlegum mótum í keltneskum fangbrögðum þar sem hún var ávalt í verðlaunasæti og varð meðal annars Evrópumeistari í backhold og rangglen í apríl.   Marín er fyrirmyndar íþróttakona jafnt innan vallar sem utan.                              Ásmundur og Marín