Kristín Embla og Ásmundur Hálfdán sigruðu á Íslandsglímunni


Hundraðasta og áttunda Íslandsglíman fór fram í íþróttahúsinu Kennararaháskólans, 24 mars. Keppnin var afar jöfn og skemmtileg og áhorfendur urðu vitni að spennandi keppni frá upphafi til enda. Heiðursgestir mótsins voru Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands og Lilja Alfreðsdóttir Mennta- og menningamálaráðherra og sá þau um að afhenda keppendum verðlaun í mótslok.

Í glímunni um Grettisbeltið sigraði Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, UÍA og hlaut þar með sæmdarheitið glímukóngur Íslands í þriðja sinn. Í glímunni um Freyjumenið sigraði Kristín Embla Guðjónsdóttir og hlaut sæmdarheitið glímudrottning Íslands í fyrsta sinn.

Glímt um Grettisbeltið:
Nafn, Félag: Vinn.
1. Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, UÍA: 4
2. Einar Eyþórsson, HSÞ: 3
3. Stígur Berg Sophusson, Herði: 2
4. Jón Gunnþór Þorsteinsson, HSK: 1
5. Kári Ragúels Víðisson, Njarðvík: 0

Glímustjóri: Sabína Steinunn Halldórsdóttir
Ritari: Jóhanna Guðrún S. Magnúsdóttir
Tímavörður: Snær Seljan Þóroddsson
Yfirdómari: Sigurjón Leifsson
Meðdómarar: Ólafur Oddur Sigurðsson og Atli Már Sigmarsson

Glímt um Freyjumenið:
Nafn, Félag: Vinn
1. Kristín Embla Guðjónsdóttir, ÚÍA: 5,5
2. Jana Lind Ellertsdóttir, HSK: 4,5
3. Margrét Rún Rúnarsdóttir, Herði: 3,5+1
4. Marta Lovísa Kjartansdóttir, UÍA: 3,5+0
5. Fanney Ösp Guðjónsdóttir, ÚÍA: 2,5
6. Nikólína Bóel Ólafsdóttir, UÍA: 1,5
7. Heiðrún Fjóla Pálsdóttir, Njarðvík: 0,5
- Bylgja Rún Ólafsdóttir, ÚÍA* hætti keppni vegna meiðsla

Glímustjóri: Sabína Steinunn Halldórsdóttir
Ritari: Jóhanna Guðrún S. Magnúsdóttir
Tímavörður: Snær Seljan Þóroddsson
Yfirdómari: Kjartan Lárusson
Meðdómarar: Stefán Geirsson og Ólafur Oddur Sigurðsson

Meiri úrslit má sjá hér