Fegurðarglímuverðlaun 2018

Einar og Jana með Lilju Alfreðsdóttur Mennta- og Menningamálaráðherra og Guðna Th. Jóhannessyni Forseta Íslands


Á Íslandsglímunni 2018 voru fegurðarverðlaun afhent í þrettánda sinn samkvæmt reglugerð Glímusambandsins. Fegurðarglímudómarar voru þrír að vanda. Kristinn Guðnason og Ingibergur Jón Sigurðsson en formaður dómnefndar var Jón M. Ívarsson og kunngerði hann úrslit. Fegurðarverðlaun kvenna, Rósina, hlaut Jana Lind Ellertsdóttir HSK en fegurðarverðlaun karla, Hjálmshornið, kom í hlut Einars Eyþórssonar HSÞ.

Konur:
nafn félag einkunn
1. Jana Lind Ellertsdóttir HSK 7,61
2. Margrét Rún Rúnarsdóttir Herði 7,50
3. Kristín Embla Guðjónsdóttir UÍA 6,94
4. Marta Lovísa Kjartansdóttir UÍA 6,00
5. Fanney Ösp Guðjónsdóttir UÍA 5,72
6. Heiðrún Fjóla Pálsdóttir Njarðvík 5,50
7. Nikólína Bóel Ólafsdóttir UÍA 5,11

Karlar:
nafn félag einkunn
1. Einar Eyþórsson HSÞ 7,66
2. Ásmundur Hálfdán Ásmundsson UÍA 7,41
3. Stígur Berg Sophusson Herði 6,58
4. Jón Gunnþór Þorsteinsson HSK 6,00
5. Kári Ragúels Víðisson Njarðvík 5,33