Heiðrún Fjóla Pálsdóttir Evrópumeistari í Backholdi


Evrópumótið í keltneskum fangbrögðum fór fram um síðustu helgi í Penrith á Englandi. 7 keppendur kepptu fyrir Ísland. Keppt var í backholdi og gouren.

Hér má sjá árangur keppenda:

Backhold:
Jana Lind Ellertsdóttir varð í 4. sæti í -60 kg
Kristí Embla Guðjónsdóttir varð í 3. sæti í -70 kg
Marta Lovísa Kjartansdóttir varð í 4. sæti í +70 kg
Heiðrún Fjóla Pálsdóttir varð í 1. sæti í +70 kg
Einar Torfi Torfason varð í 3. sæti í -62 kg
Bjarni Darri Sigfússon var í 2. sæti í -74 kg
Kári Ragúels Víðisson varð í 5.-6. sæti í -81 kg

Gouren:
Jana Lind Ellertsdóttir varð í 5. sæti í -60 kg
Kristin Embla Guðjónsdóttir varð í 2. sæti í -70 kg
Marta Lovísa Kjartansdóttir varð í 4. sæti í +70 kg
Heiðrún Fjóla Pálsdóttir varð í 2. sæti í +70 kg flokki
Einar Torfi Torfason varð í 2. sæti í -62 kg
Bjarni Darri Sigfússon var í 5. sæti í -74 kg
Kári Ragúels Víðisson varð í 5. sæti í -81 kg