Ferðir á vegum GLÍ sumarið 2018

Glímusamband Íslands skipulagði þrjár ferðir fyrir iðkendur í sumar.

14-18 ára - landsliðsferð til Englands
Fyrsta ferðin var ferð fyrir 14-18 ára ungmenni til Bretlands. Ferðast var frá 23.-29. júlí. Hópurinn sem fór voru Svana Hrönn Jóhannsdóttir farastjóri, Ketill Hallgrímsson bílstjóri, keppendur voru Marta Lovísa Kjartansdóttir, Fanney Ösp Guðjónsdóttir, Gunnar Örn Guðmundsson, Kjartan Mar Garski Ketilsson og Daníel Dagur Árnason. Hitabylgja gekk yfir England á þessum dögum, en hitinn var stundum um 30 gráður. Aðstaða til keppni og æfinga var til fyrirmyndar.
Hópurinn gisti og borðaði á Newton Rigg, en það gistu keppendur á Evrópumóti unglinga í apríl. Hópurinn byrjaði á æfingu á miðvikudagskvöldi með Alan Jones og Andrew Carlile í Carlisle. Fyrsta mót hópsins var á Ambleside. Gunnar Örn náði 3. sæti í 11 ½ steinum. Aðrir keppendur Íslands náðu ekki sæti í efstu fjórum sætunum.Næst var keppt í Langholm. Þar sigraði Kjartan 15 ára flokkinn, Gunnar varð í 2. sæti og Daníel í 5.-6. sæti. Marta varð í 2. sæti í opnum flokki kvenna og Fanney lenti í 4. sæti. Í flokknum 11 ½ steinum náði Gunnar Örð 2. sæti og Kjartan náði því 3. Kjartan og Guðmundur voru í 5.-6. sæti í 13 steinum.
Síðasta keppni hópsins var í Penrith. Kjartan sigraði yngri en 15 ára flokkinn og varð í 2. sæti í 11 ½ steinum. Marta var í 4. sæti í opnum flokki kvenna.
Sardinia
Ólafur Oddur Sigurðsson fór sem fararstjóri með Sigurð Óla Rúnarsson í ferð til Sardinu 7.-11. ágúst. Árni Steinarsson hitti Ólaf og Sigurð í Sardinu og keppti einnig. Sigurður Óli keppti í -100 kg flokki og náði þar 2. sæti, Árni keppti í +100 kg flokki og varð í 2. sæti . Sigurður Óli og Árni kynntu íslensku glímuna á keppniskvöldinu.
18 ára og eldri - landsliðsferð til Bretlands Þriðja ferð Glímusambandsins var farin í lok ágúst. Svana Hrönn Jóhannsdóttir fór sem fararstjóri og Ketill Hallgrímsson bílstjóri. Keppendur voru Einar Eyþórsson, Margrét Rún Rúnarsdóttir, Heiðrún Fjóla Pálsdóttir og Kári Ragúels Víðisson. Arnbjörg Hlín Áskelsdóttir var einnig með í ferðinni og sá um að taka myndir.
Flogið var til Edinborgar þriðjudaginn 21. ágúst. Dagurinn fór í hvíld og rölt um Edinborg. Á miðvikudeginum var haldið til Kendal, þar sem hópurinn hitti Alan Jones á æfingu. Farið var hratt yfir brögð og hitað upp fyrir keppnina daginn eftir. Fyrsta mótið var á Grayrigg, lítil hátíð rétt hjá Kendal. Flestir íslensku keppendurnir duttu út í fyrstu umferð en Heiðrún náði 2. sæti í opnum flokki kvenna og Kári varð í 3. sæti í 11,5 steinum.Á föstudeginum frídagur og keyrt norður til Glasgow og á laugardeginum var siglt til Dunnon það sem Cowal hálandaleikarnir fóru fram. Keppt var í blíðskapar veðri og árangurinn var góður hjá Íslendingunum:Opinn flokkur kvenna:
1. sæti Heiðrún Fjóla
2. sæti Margrét Rún
4. Sæti Jana Lind
Opinn flokkur karla:
2. sæti Einar Eyþórsson
4. Sæti Kári Ragúels
15 steinum
2. sæti Einar EyþórssonSíðasti keppnisdagurinn var á sunnudeginum. Þá var haldið aftur aftur suður til Englands og keppt á Grasmere. Meiðsli voru þá farin að hrjá íslensku keppendurna og dró Jana Lind sig úr keppni. Líklega hafa keppendur frá Íslandi sjaldan eða aldrei lent í jafn mikilli rigningu á ferðum sínum og þann daginn, en fyrir þau sem ekki þekkja til þá fer keppni í backholdi fram úti. Einar, Svana og Kári duttu öll út í fyrstu umferð. Heiðrún og Margrét féllu út í annari umferð í fjölmennum kvennaflokki. Kári keppti í búningakeppninni í glímubúningi HSÞ og lenti í 3. sæti.Skemmtilegt sumar að baki. Glímusambandið þakkar Lindu Scott og Frazer Hirsch sérstaklega fyrir aðstoð við skipulagningu ferðanna og Alan Jones og Andrew Carlile fyrir þjálfunina. Ljóst er að þessar ferðir eru mikilvægar fyrir iðkendur íslensku glímunnar og gott tækifæri til að auka fjölbreytni iðkenda með þessum landsliðsferðum.