Frá minjasafnsnefnd

Stjórn Glímusambands Íslands hefur falið undirrituðum að leiða starfsemi minjasafnsnefndar sambandsins á yfirstandandi starfsári. Aðrir í nefndinni eru Jón M. Ívarsson og Stefán Geirsson. Hlutverk nefndarinnar er skv. reglugerð að kappkosta að eignast fyrir hönd GLÍ gamlar og nýjar upptökur, kvikmyndir, bækur, blöð, myndir, heimildir og gripi sem tengjast glímu.
Á liðnum árum hefur GLÍ eignast talsvert af gripum, myndum og textum sem tengjast glímu en ástæða er til að ætla að ýmsir sem iðkað hafa glímu eða tengst glímustarfi eigi í fórum sínum gripi, myndir eða annað tengt glímu sem fengur væri að fyrir minjasafn GLÍ. Nefndin vill því beina þeim tilmælum til þeirra sem eiga eitthvað í fórum sínum sem gæti átt heima í minjasafninu og viðkomandi vill láta af hendi að hafa samband við undirritaðan eða annan nefndarmann. Síminn er 898-6476 og tölvupóstfang sigmundurstef@gmail.com.

Með kveðju,
F.h. minjasafnsnefndar GLÍ
Sigmundur Stefánsson