Stjórn GLÍ óskar eftir umsóknum í ungmennaráð GLÍ

Glímusamband Íslands óskar eftir umsóknum í ungmennaráð, en ungmennaráð er fyrir 12-20 ára ungmenni í glímunni. Hlutverk ráðsins verður m.a. að vera rödd unga fólksins, koma með hugmyndir og að aðstoða stjórn GLÍ við undirbúning á viðburðum tengdum börnum og ungmennum.

Upplýsingar sem þurfa að koma fram á umsókninni:
Nafn
Fæðingardagur og ár
Félag
Stuttur texti um hvað þú myndir vilja gera sem meðlimur í ungmennaráði
Undirskrifað leyfi, til að starfa í ungmennaráði, frá foreldrum barna yngri en 18 ára.

Umsóknir skulu berast á netfang GLÍ: gli@glima.is fyrir 1. nóvember 2018.

Stjórn GLÍ mun svo skoða umsóknir með tilliti til umsóknar, búsetu, aldurs og kyns, en markmiðið er að ungmennaráðið verði með ólíka einstaklinga frá sem flestum félögum innan GLÍ.