Glímukynning í HA

Framkvæmdastjóri hélt glímukynningu á mánudag og þriðjudag, fyrir nemendur í Háskólanum á Akureyri í kennarafræðum með íþróttir sem kjörsvið. Níu nemendur á þriðja ári fengu kennslu í glímureglum, -leikjum og -brögðum. Framtíðar íþróttakennarar hér á ferð, sem hafa núna öðlast grunnþekkingu um íslensku glímuna.Eitt af verkefnum GLÍ er að halda kynningar um íslensku glímuna og fara þær kynningar yfirleitt fram í skólum landsins eða á viðburðum. Næsta kynning er í Flataskóla í lok nóvember. Í Aðalnámskrá grunnskóla stendur: Við lok 7. bekkjar getur nemandi...tekið þátt í glímu og ýmsum leikjum.

Ef það er áhugi hjá þínum skóla að fá glimukynningu þá er hægt að senda fyrirspurn á gli@glima.is