Viðbrögð við kynferðislegu áreiti eða ofbeldi

„Kynferðisleg áreitni er hvers kyns kynferðisleg hegðun sem er í óþökk þess sem fyrir henni verður.
-Það er upplifun þess sem verður fyrir hegðuninni, en ekki tilgangur gerandans, sem segir til um hvort um sé að ræða áreitni eða ekki.“ Stendur í fræðsluefni ÍSÍ.

Eins og flestir vita sem iðkað hafa íslensku glímuna, þá er hún náin íþrótt og iðkendur og þjálfarar æfa saman í mikilli nánd. Þjálfari þarf að vera varkár hvernig hann nálgast iðkendur sína, hvar hann snertir þá og hvernig. Ef snerta þarf viðkvæm svæði á að biðja um leyfi og segja tilganginn með snertingunni.

Frá heimasíðu ÍSÍ:
• Íþróttafélagið skal taka öllum tilkynningum alvarlega.
• Ef þolandi er lögráða skal sterklega hvetja viðkomanda til að kæra málið til lögreglu. Hringja í 112.
• Ef brotið hefur verið gegn ólögráða einstaklingi ber að tilkynna til Barnaverndar í síma 112.
• Ef grunur vaknar um að forráðamaður/-menn eiga sjálfir aðild að kynferðislegu ofbeldi gegn barni skal hafa samband beint við lögreglu eða barnaverndaryfirvöld í síma 112.
• Ef menn eru í vafa um hvernig eigi að bregðast við skal hafa samband við lögreglu, kynna málið og leita ráða í síma 112.
• Þolendur eiga kost á að leita sér stuðnings og aðstoðar hjá;
-Neyðarmóttaka fyrir þolendur kynferðisofbeldis, Landsspítali Fossvogi, slóð má finna hér.
-Barnavernd Reykjavíkur í síma 411-1111.
• Gerendur ofbeldis geta leitað til heimilsfridur.is eða í síma 555-3020.

Gott fræðsluefni um kynferðislegt áreiti og ofbeldi er inn á heimasíðu ÍSÍ, það er hægt að kynna sér á eftirfarandi vefslóð: http://isi.is/fraedsla/kynferdislegt-areiti-og-ofbeldi/