Fanney Ösp og Gunnar Örn efnilegust árið 2018Gunnar Örn Guðmundsson UMFN, er 15 ára og er áhugasamur og öflugur glímumaður. Hann efldist mikið á árinu, var duglegur að mæta á mót og óhræddur við að keppa upp um flokk. Hann stóð sig einnig vel á erlendum mótum á árinu. Með þessum áhuga og þori mun Gunnar vera með bestu glímumönnum landsins eftir nokkur ár.Fanney Ösð Guðjónsdóttir ÚÍA, er 16 ára glímukona og stóð sig vel á árinu. Fanney hefur verið dugleg að mæta á glímumót og keppt við bestu glímukonur landins. Hún hefur safnað þannig reynslu og styrk sem mun nýtast henni í framtíðinni og verða til þess að hún verður ein af bestu glímukonum landsins.