Grunnskólamót HSK


Glímuráð HSK vill minna á grunnskólamót HSK í glímu sem verður haldið í íþróttahúsinu á Hvolsvelli miðvikudaginn 6. febrúar næstkomandi og hefst kl. 11:00.
Þátttökuréttur
Keppnisrétt eiga allir grunnskólar í Árnes- og Rangárvallasýslu. Hver skóli má senda fjóra keppendur í hvern keppnisflokk. Keppendur geta því mest orðið átta í hverjum bekk, þ.e. 4 strákar og 4 stelpur.
Aldursflokkar
5. bekkur drengja og stúlkna
6. bekkur drengja og stúlkna
7. bekkur drengja og stúlkna
8. bekkur drengja og stúlkna
9. bekkur drengja og stúlkna
10. bekkur drengja og stúlkna

Verðlaun og stigakeppni
Þrír efstu í hverjum bekk fá verlaunapening. Stigakeppni er milli skólana um fjóra veglega farandgripi. Bekkjunum er skipt í tvennt í stigakeppninni 5.-7. bekkur saman og 8.-10. bekkur saman, stúlkur annars vegar og drengir hinsvegar.
Stigaútreikningur er sem hér segir: Sigurvegari fær 6 stig, annað sætið gefur 5 stig, osfr. Þátttökutilkynningar fyrir hádegi mánudaginn 5. febrúar
Þátttökutilkynningar þurfa að berast til Stefáns Geirssonar formanns Glímuráðs HSK á nefangið stegeir@hotmail.com í síðasta lagi mánudaginn 4. febrúar nk. Mæting á Hvolsvöll kl. 10:40

Þátttökulið eiga að mæta í Íþróttahúsið á Hvolsvelli kl. 10:40, eða 20 mín. áður en keppni hefst. Fararstjórar þurfa að staðfesta skráningu og láta vita um forföll og nafnabreytingar. Í lok móts verður verðlaunaafhending. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu HSK í síma 482 1189.
Það er okkar von að allir sem áhuga hafa á glímu fái tækifæri til að koma á mótið með stuðningi ykkar.