Opið fyrir skráningar í 3. umferð í mótaröð GLÍ

3. umferð í mótaröð GLÍ fer fram 2. mars í Reykjavík í íþróttahúsi Kennaraháskólans. Mótið hefst kl. 12. Skráningar þurfa að berast á netfang GLÍ: gli@glima.is fyrir kl. 12 sunnudaginn 24. febrúar

Flokkar í mótaröð GLÍ samkvæmt reglugerð:
Flokkur unglinga 17 - 20 ára, -80 kg og +80 kg.
Karlaflokkar 21 árs og eldri, -80 kg , -90 kg, +90 kg og í opnum flokki.
Kvennaflokkar 17 ára og eldri, -65 kg., +65 kg og í opnum flokki.
Keppendum í Unglingaflokki er einnig leyfileg keppni í einum flokki í karlaflokki og er þá leyfilegt að keppa í sínum þyngdarflokki eða í opna flokknum.

Keppendum í karla- og kvennaflokki er leyfileg keppni í tveimur flokkum. Sé aðeins einn keppandi skráður í flokk má viðkomandi færa sig upp í þyngri flokk.

Hér má sjá stöðuna í mótaröðinni eftir tvö mót: http://www.glima.is/?p=2399