Fegurðarglímuúrslit
Fegurðarverðlaun karla og kvenna voru veitt í fjórtánda sinn á Íslandsglímunni 2019 sem fram fór í Hafnarfirði 23. mars. Yfirdómari í fegurðarglímu var Jón M. Ívarsson en meðdómarar Kristinn Guðnason og Sigmundur Stefánsson. Fegurðarglímuverðlaun kvenna, Rósina, hlaut Marín Laufey Davíðsdóttir HSK í sjötta sinn en hún hefur keppt sex sinnum í Íslandsglímu kvenna og alltaf hlotið fegurðarverðlaun. Fegurðarverðlaun karla, Hjálmshornið, hlaut Hjörtur Elí Steindórsson í fyrsta sinn.

Konur:
nr. nafn félag einkunn
1. Marín Laufey Davíðsdóttir HSK 8,08
2. Jana Lind Ellertsdóttir HSK 7,50
3. Marta Lovísa Kjartansdóttir UÍA 6,75
4. Kristín Embla Guðjónsdóttir UÍA 6,08
5. Fanney Ösp Guðjónsdóttir UÍA 5,75

Karlar:
nr. nafn félag einkunn
1. Hjörtur Elí Steindórsson UÍA 7,75
2. Ásmundur Hálfdán Ásmundsson UÍA 7,66
3. Sigurður Óli Rúnarsson Herði 7,50
4. Bjarni Darri Sigfússon Umf.N 6,58
5. Ísleifur Kári Helgason Gf.R 4,75