Stígur Berg vann Vestfirðingabeltið

Stígur Berg Sophusson vann Vestfirðingabeltið í glímu sem keppt var um laugardaginn 15. maí. Munaði aðeins hálfum vinningi á Stíg og Sigurði Óla Rúnarssyni sem varð í 2. sæti. Brynjólfur Örn Rúnarsson varð í 3. sæti. Að lokinni keppni hófst minningarmót um Guðna Albert (Kóngabana) sem jafnframt var síðasta glímumót tímabilsins. Í opnum flokki sigraði Stígur Berg Sophusson, Brynjólfur Rúnarsson var í 2. sæti og Sigurður Óli Rúnarsson í 3. sæti. Þeir voru einnig í fyrstu þremur sætunum í +80 kg flokki en Birkir Örn Stefánsson sigraði í flokki -85 kg flokki. Sigurður Óli fékk einnig fegurðarverðlaunin í báðum mótunum. Forsvarsmenn glímudeildarinnar vilja koma á framfæri þökkum til Guðna Einarssonar á Suðureyri og fjölskyldu hans við stuðninginn við mótið. Þrastarmót glímudeildar Harðar fór fram í íþróttahúsinu á Torfnesi 14. maí en um er að ræða innanfélagsmót í yngri aldursflokkum. Þrastarmótið er kennt við Þröst Guðjónsson, gamla íþróttakempu úr Herði og núverandi formann Íþróttabandalags Akureyrar. Í flokki 11-12 ára drengja var Eggert Karvel Haraldsson í 1. sæti en Elfar Ari Stefánsson sigraði í flokki 13-14 ára. Margrét Rún Rúnarsdóttir varð í 1. sæti í flokki 13-14 ára stúlkna. og Sigurður Óli Rúnarsson sigraði í flokki 15-16 ára pilta.