Lokahóf glímudeildar Skipaskaga

Lokahóf glímudeildar Skipaskaga fór fram þann 26. maí sl. á Jaðarsbökkum. Jónas Árnason og Jófríður Ísdís Skaptadóttir fengu viðurkenningu fyrir frábæra mætingu á æfingar í vetur. Hinrik Freyr Baldvinsson fékk síðan viðurkenningu fyrir mestu framfarirnar. Jónas, Jófríður og Hinrik eru öll í 6. bekk og eru mjög efnileg í glímunni. Annars var góð stemning á hófinu og krakkarnir ánægðir með fyrsta veturinn hjá glímudeildinni. Skipaskagi eignaðist tvo Íslandsmeistara, tvo grunnskólameistara og fjóra Faxaflóameistara sem er frábær árangur. Framundan í glímunni er síðan Akranesglíman þann 17. júní og Unglingalandsmótið í Borgarnesi sem fram fer um Verslunarmannahelgina.