Félagaskipti

Hér má nálgast eyðublað fyrir félagaskipti: Félagaskipti

REGLUGERÐ UM FÉLAGASKIPTI OG KEPPNISRÉTT Í GLÍMU

1. grein
1.1 Keppnistímabil í glímu stendur frá 1. sept. til 31. ágúst næsta ár.
1.2 Hverjum glímumanni er einungis heimilt að keppa fyrir eitt félag á hverju keppnistímabili. Sbr. þó grein 2.3.
1.3 Heimilt er 2 héraðssamböndum að senda sameiginlegt lið í sveitaglímumót á vegum Glímusambands Íslands. Fyrirkomulagið gildir eitt keppnistímabil í senn og verða þá allar sveitir þessara liða að keppa undir sama nafni.

2. grein
2.1 Fyrir glímumenn undir 17 ára aldri gildir sú regla að fyrsta skráning þeirra undir nafni félags á keppnistímabilinu gildir út tímabilið án þess að til formlegra félagaskipta þurfi að koma.
2.2 Hafi glímumaður 17 ára og eldri einhverju sinni keppt fyrir ákveðið félag, getur hann ekki keppt fyrir annað félag nema lögleg félagaskipti fari fram.
2.3 Ef glímumaður undir 17 ára aldri kýs að skipta um félag á keppnistímabilinu er hann hlutgengur með nýja félaginu fjórum vikum eftir að hann hefur tilkynnt félagaskiptin til GLÍ. Á þessum fjórum vikum er hann óhlutgengur til glímukeppni.
2.4 Aðeins er hægt að skipta einu sinni um félag á hverju keppnistímabili.

3. grein 3.1 Glímumaður öðlast keppnisrétt með nýju félagi 4 vikum eftir að tilkynning um félagaskiptin hefur borist stjórn GLÍ.
3.2 Tilkynning um félagaskipti skal vera undirrituð af glímumanninum sjálfum og forsvarsmanni fyrra félags.
3.3 Það er á ábyrgð glímumannsins sjálfs að félagaskiptin fari löglega fram

4. grein
4.1 Erlendum ríkisborgurum má heimila keppni í glímu fyrir íslensk íþróttafélög á öðrum mótum en þeim sem veita íslenskan meistaratitil einstaklinga - svo sem Meistaramóti og Íslandsglímu.
4.2 Um félagaskipti þeirra og keppnisrétt gilda sömu reglur og fyrir íslenska ríkisborgara enda séu þeir búsettir hérlendis og GLÍ hafi upphaflega veitt þeim keppnisleyfi.
4.3 Í sveitaglímu má hver sveit aðeins hafa á að skipa einum erlendum ríkisborgara.

5. grein
5.1 Erlendum ríkisborgurum má heimila þátttöku fyrir erlent félag í þeim mótum er hvorki veita íslenskan lands- eða héraðsmeistaratitil.

6. grein
6.1 Komi upp ágreiningur um félagaskipti eða keppnisrétt skal Dómstóll ÍSÍ úrskurða í málinu.

Staðfest 3. október 1993 / Breytt 8. júlí 1997. / Breytt 18. maí 1998. Breytt 4. nóv. 2001. / Breytt 1. des 2010.