Glímukynningar

Glímusamband Íslands hefur staðið fyrir öflugu kynningarstarfi á glímuíþróttinni í skólum landsins frá árinu 1987. Farið hefur verið í flesta skóla landsins á þessu tímabili.

Stjórn GLÍ hefur nú markað sér þá stefnu að leggja mestu áhersluna á þau svæði þar sem glíma er stunduð til að styrkja stoðir íþróttarinnar enn frekar á þeim svæðum. GLÍ reynir þó að sinna öllum óskum sem berast um glímukynningar.

Frá árinu 1987 hefur GLÍ kynnt glímu fyrir 129.481 nemendum sem verður að teljast mjög góður árangur. Hér fyrir neðan má sjá hve margir nemendur hafa fengið kynningu á glímu á hverju ári síðan 1987.

2007 – 5.759
2006 – 4.495
2005 – 4.919
2004 – 2.817
2003 – 6.171
2002 – 6.285
2001 – 9.356
2000 – 9.710
1999 – 10.218
1998 – 5.491
1997 – 3.223
1996 – 2.359
1995 – 3.464
1994 – 7.485
1993 – 4.986
1992 – 10.388
1991 – 9.625
1990 – 10.048
1989 – 6.755
1988 – 927
1987 – 5.000