Afreksstefna Glímusambands Íslands 2013-2018

Afreksstefna Glímusambands Íslands (GLÍ) Stefna Glímusamband Íslands stefnir að því að leiða til leiks í Evrópumóti fangbragða fremstu glímumenn og glímukonur þjóðarinnar þannig að árangur náist í hverri viðureign. A landslið karla og kvenna taka þátt í Evrópumóti fangbragða á vegum IFCW þar sem takmarkið verður ævinlega að vera á meðal þriggja efstu.

Tímaáætlun

Að afreksstefna GLÍ verði endurskoðuð ár hvert  á glímuþingi.

Forsendur

Glímusamband Íslands þarf að reka skrifstofu fyrir glímuna í landinu þannig að grunnur sambandsins sé traustur. Það felst í traustri skipan mótamála í öllum aldursflokkum um allt land, fræðslustarfi og síðast en ekki síst rekstri landsliða og úrvalshóps. En hinn raunverulegi grunnur sambandsins eru þó aðildarfélögin sem reka uppbyggingar- og afreksstarf með þátttöku í keppni á innlendum vettvangi. GLÍ verður sífellt að leita leiða til að renna styrkari stoðum undir glímustarfið í aðildarfélögunum þannig að þau verði uppspretta afreksfólks í glímu. Um leið verður aðstaða til glímuiðkunar að batna og haldast í hendur við það sem best gerist í öðrum íþróttagreinum. Úrvalshópur GLÍ skapar nauðsynlegan grundvöll fyrir glímuefni til mótunar í keppni.

Umfang afreksstarfs GLÍ

A landslið karla           Þátttaka í Evrópumóti fangbragða og öðrum landsmeistaramótum í keltnesku fangi. Unglinga landslið        Þátttaka í Evrópumóti fangbragða og öðrum landsmeistaramótum í keltnesku fangi. A landslið kvenna       Þátttaka í Evrópumóti fangbragða og öðrum landsmeistaramótum í keltnesku fangi. Sýningarflokkur         Til sýninga heima og erlendis Hæfileikamótun         Æfingar úrvalshóps *Hæfileikamótun er áætlun GLÍ til að móta efnilegustu glímumenn Íslands sem eru á aldrinum 15 - 20 ára. Samþykkt af stjórn Glímusambands Íslands   27. Nóv 2013