REGLUGERÐ UM GLÍMUKEPPNI RIG LEIKANA

REGLUGERÐ UM GLÍMUKEPPNI RIG LEIKANA

1. grein
1.1 Rig leikarnir er glímukeppni sem GLÍ gengst fyrir.
2. grein
2.1 Keppt skal í flokki unglinga 17 – 20 ára, -80 kg og +80 kg.
2.2 Keppt skal í fjórum flokkum karla 21 árs og eldri, -80 kg , -90 kg, +90 kg og í opnum flokki.
2.3 Keppt skal í þrem flokkum kvenna 17 ára og eldri, -65 kg, +65 kg og í opnum flokki.
2.4 Keppendum í Unglingaflokki er einnig leyfileg keppni í einum flokki í
karlaflokki og er þá leyfilegt að keppa í sínum þyngdarflokki eða í opna flokknum.
2.5 Keppendum í karla- og kvennaflokki er leyfileg keppni í tveimur flokkum.
Sé aðeins einn keppandi skráður í flokk má viðkomandi færa sig upp í þyngri flokk.
2.6 Innan hvers flokks skal glímt skv. ákvæðum reglna um hópglímu.
3. grein
3.1 Séu keppendur 7 eða færri skal glímd hópglíma. Séu keppendur 8 eða fleiri skal skipta í riðla og er mótstjórn heimilt að raða glímumönnum í riðla eftir styrkleika. Séu tveir í flokki skal þó glímd tvöföld umferð hópglímu.
3.2 Stjórn GLÍ er heimilt að raða eftir styrkleika 2 – 4 mönnum í hverjum flokki eins og töflur í Reglugerð um glímukeppni sýna. Hafa skal hliðsjón af styrkleikalista GLÍ við þá röðun.
4. grein
4.1 Keppni þarf ekki að fara fram samtímis á sama stað í öllum flokkum.
5. grein
5.1 Þrír efstu menn hvers flokks hljóta verðlaun.
6. grein
6.1 Auglýsa skal RIG leikana samtímis öðrum landsmótum GLÍ með ekki minna en tveggja mánaða fyrirvara.
6.2 Þátttökutilkynningar skulu berast GLÍ, með þeim hætti sem auglýst er í mótaskrá hverju sinni.
7. grein
7.1 Stjórn GLÍ staðfestir tilnefningar dómara.

Staðfest 19.janúar 2016

Efnilegasta glímufólkið 2015

Efnilegasta glímufólkið 2015

Stjórn Glímusambands Íslands ákvað þann 6.desember að útnefna Jón Gunnþór Þorsteinsson HSK og Jönu Lind Ellertsdóttur HSK, efnilegasta glímufólkið fyrir árið 2015.

Jón Gunnþór Þorsteinsson, HSK

Jón Gunnþór er 17 ára og hefur verið duglegur að keppa á mótum Glímusambandsins undanfarin ár. Jón Gunnþór er jafnvígur á sókn og vörn í glímu og hefur gengið vel í keppni á undanförnum árum. Jón Gunnþór er mikill keppnismaður sem virðir gildi glímunnar og er til fyrirmyndar jafnt innan vallar sem utan.

Jana Lind Ellertsdóttir, HSK

Jana Lind hefur tekið þátt í flestöllum glímumótum sem GLÍ hefur staðið fyrir undanfarin ár og staðið sig með sóma. Jana Lind stundar glímuna samviskusamlega og hefur æft vel undanfarin ár og veit að það er vænlegast til árangurs. Jana Lind er til fyrirmyndar jafnt innan vallar sem utan.

52. Ársþing GLÍ fer fram laugardaginn, 27.febrúar 2016

52. Ársþing GLÍ fer fram laugardaginn, 27.febrúar 2016

Þingið fer fram í Íþróttamiðstöð Íslands í Reykjavík og hefst kl. 17:00.

Að þessu sinni eiga 34 fulltrúar atkvæðarétt á þinginu frá 9 héraðssamböndum eða íþróttabandalögum.

Fulltrúafjöldi skiptist þannig á milli aðildarfélaga
HSK 10 fulltrúar
UÍA 7 fulltrúar
HSV 3 fulltrúar
ÍBR 3 fulltrúar
UDN 2 fulltrúar
HSÞ 2 fulltrúar
ÍBA 1 fulltrúar
UMFN 5 fulltrúar
UMSS 1 fulltrúa

Fjórðungsglíma Austurlands – keppnin um Aðalsteinsbikarinn

Fjórðungsglíma Austurlands – keppnin um Aðalsteinsbikarinn

Fjórðungsglíma Austurlands – keppnin um Aðalsteinsbikarinn
fór fram í Íþróttahúsinu á Reyðarfirði 27. desember 2015.

Tuttugu og tveir keppendur kepptu í tveimur flokkum karla og þremur flokkum kvenna. Mótið gekk vel fyrir sig og sjá mátti margar fjörugar glímur um hin veglegu verðlaun, Aðalsteinsbikarinn, sem gefinn er í minningu Aðalsteins Eiríkssonar glímukappa og glímufrömuðar á Reyðarfirði. Eftirtaldir keppendur stóðu uppi sem sigurvegarar og hömpuðu Aðalsteinsbikarnum árið 2015

Stelpur 10-12 ára – Álfheiður Ída Kjartansdóttir
Strákar 10- 12 ára – Kjartan Mar Garski Ketilsson
Meyjar 13-15 ára – Kristín Embla Guðjónsdóttir
Konur – Eva Dögg Jóhannsdóttir
Karlar – Ásmundur Hálfdán Ásmundsson

Kvennaflokkur
1. sæti Eva Dögg Jóhannsdóttir x 1 1 1 3
2. sæti Bylgja Rún Ólafsdóttir 0 x 1 1 2
3. sæti Kristín Embla Guðjónsdóttir 0 0 x 1 1
4. sæti Nikólína Bóel Ólafsdóttir 0 0 x 0 0

Karlaflokkur
1. sæti Ásmundur Hálfdán Ásmundsson x 1 1 2
2. sæti Hjörtur Elí Steindórsson 0 0 x 0

Glímustjóri Magnús Karl Ásmundsson
Ritari Guðjón Magnússon
Tímavörður Kjartan Glúmur Kjartansson

Yfirdómari Atli Már Sigmarsson
Meðdómarar Snær Seljan Þóroddsson
Þórður Vilberg Guðmundsson

Meyjaflokkur
1. sæti Kristín Embla Guðjónsdóttir x ½ 1 1 2 ½
2. sæti Nikólína Bóel Ólafsdóttir ½ x ½ 1 2
3. sæti Fanney Ösp Guðjónsdóttir 0 ½ x ½ 1
4. sæti Marta Lovísa Kjartansdóttir 0 0 ½ x ½

Stelpuflokkur
1. sæti Álfheiður Ída Kjartansdóttir x ½ 1 1 1 3 ½
2. sæti Stefanía Marin Fannarsdóttir ½ x 0 1 1 2 ½ + 1
3. sæti Bergdís Steinþórsdóttir 0 1 x ½ 1 2 ½ + 0
4. sæti Rakel Emma Beck 0 ½ ½ x 1 2
5. sæti Amelía Sól Jóhannsdóttir 0 0 0 0 x 0

Strákaflokkur 1 2 3 4 5 6 7 8 9
1. sæti Kjartan Mar Garski Ketilsson x 1 1 1 1 1 1 1 1 8
2. sæti Birkir Ingi Óskarsson 0 x ½ 1 1 1 1 1 1 6½ + 1
3. sæti Alexander Beck 0 ½ x 1 1 1 1 1 1 6½ + 0
4. sæti Þór Sigurjónsson 0 0 0 x 1 1 1 1 1 5
5. sæti Þórður Páll Ólafsson 0 0 0 0 x 1 1 1 1 4
6. sæti Jóel Máni Ástuson 0 0 0 0 0 x 1 1 1 3
7. sæti Elmar Blær Sigurjónsson 0 0 0 0 0 0 x 1 1 2
8. sæti Snjólfur Björgvinsson 0 0 0 0 0 0 0 x 1 1
9. sæti Sebastían Andri Kjartansson 0 0 0 0 0 0 0 0 x 0

Glímustjóri Magnús Karl Ásmundsson
Ritari Guðjón Magnússon
Tímavörður Snær Seljan Þóroddsson

Yfirdómari Eva Dögg Jóhannsdóttir
Meðdómarar Þórður Vilberg Guðmundsson
Atli Már Sigmarsson

Glímufólk ársins 2015

Glímufólk ársins 2015

Glímufólk ársins 2015
Sindri Freyr Jónsson, KR og Eva Dögg Jóhannsdóttir, UÍA voru valin glímufólk ársins 2015 en stjórn Glímusambandsins ákvað þetta á stjórnarfundi 6.desember 2015.
Sindri Freyr Jónsson, KR
Sindri er 25 ára gamall og hefur stundað glímu í um 15 ár. Sindri var mjög sigursæll á árinu en helsta afrek hans var þegar hann sigraði Íslandsglímuna og hlaut þar með Grettisbeltið í fyrsta sinn. Sindri var einnig eini glímumaður landsins sem tapaði ekki glímu á árinu. Sindri hefur verið einn fremsti glímumaður Íslands undanfarin ár. Hann glímir vel og er góð fyrirmynd jafnt innan vallar sem utan.
Eva Dögg Jóhannsdóttir, UÍA
Eva Dögg er 20 ára gömul og átti góðu gengi að fagna á glímuvellinum árið 2015. Eva tók þátt í nánast öllum glímumótum á árinu 2015 en helsta afrek hennar var þegar hún sigraði Íslandsglímuna og hlaut þar með Freyjumenið í fyrsta sinn. Eva keppti einnig á alþjóðlegum mótum í keltneskum fangbrögðum þar sem hún var ávalt í verðlaunasæti og varð meðal annars Skoskur meistari í backhold. Eva Dögg er fyrirmyndar íþróttakona jafnt innan vallar sem utan.
Glímufólk ársins 2015
Sindri Freyr Jónsson, KR og Eva Dögg Jóhannsdóttir, UÍA voru valin glímufólk ársins 2015 en stjórn Glímusambandsins ákvað þetta á stjórnarfundi 6.desember 2015.
Sindri Freyr Jónsson, KR
Sindri er 25 ára gamall og hefur stundað glímu í um 15 ár. Sindri var mjög sigursæll á árinu en helsta afrek hans var þegar hann sigraði Íslandsglímuna og hlaut þar með Grettisbeltið í fyrsta sinn. Sindri var einnig eini glímumaður landsins sem tapaði ekki glímu á árinu. Sindri hefur verið einn fremsti glímumaður Íslands undanfarin ár. Hann glímir vel og er góð fyrirmynd jafnt innan vallar sem utan.
Eva Dögg Jóhannsdóttir, UÍA
Eva Dögg er 20 ára gömul og átti góðu gengi að fagna á glímuvellinum árið 2015. Eva tók þátt í nánast öllum glímumótum á árinu 2015 en helsta afrek hennar var þegar hún sigraði Íslandsglímuna og hlaut þar með Freyjumenið í fyrsta sinn. Eva keppti einnig á alþjóðlegum mótum í keltneskum fangbrögðum þar sem hún var ávalt í verðlaunasæti og varð meðal annars Skoskur meistari í backhold. Eva Dögg er fyrirmyndar íþróttakona jafnt innan vallar sem utan.

Landslið í glímu

Glímusamband Íslands hefur valið landslið sem keppa mun á Evrópumeistaramótinu í keltneskum fangbrögðum í Brezt í Frakklandi dagana .18.-24.apríl 2016.
Enn er óljóst með 2-3 sæti í liðinu en það mun endanlega ráðast í lok janúar.

Konur:
-90 kg Marín Laufey Davíðsdóttir HSK
-80 kg Margrét Rún Rúnarsdóttir Herði
Konur 16-21 árs:
-70 kg Eva Dögg Jóhannsdóttir UÍA

Karlar:
+100 kg Ásmundur Hálfdán Ásmundsson UÍA
-81 kg Einar Eyþórsson Mývetningi
-74 kg Hjörtur Elí Steindórsson UÍA

Unglingar 16-21 árs:
-74 kg Bjarni Darri Sigfússon UMFN
-60 kg Ægir Már Baldvinsson UMFN

Þjálfari og fararstjóri: Guðmundur Stefán Gunnarsson
Dómari frá GLÍ Atli Már Sigmarsson

Mjótt á munum á nýjum styrkleikalista GLÍ

Styrkleikalisti glímumanna 31. desember 2015

Karlar
Nafn Félag Stuðull Fjöldi móta
1. Sindri Freyr Jónsson KR 84 5
2. Ásmundur Hálfdán Ásmundsson UÍA 72,5 8
3. Pétur Eyþórsson Ármanni 70 3
4. Einar Eyþórsson Mývetningi 58,6 7
5.-6. Snær Seljan Þóroddsson Ármann/KR 57,5 4
5.-6. Stígur Berg Sophusson Herði 57,5 4
7. Hjörtur Elí Steindórsson UÍA 51,1 9

8. Magnús Karl Ásmundsson KR 90 1
9. Stefán Geirsson HSK 70 1
10. Elvar Ari Stefánsson KR 60 2
11.-12. Bjarni Darri Sigfússon UMFN 50 1
11.-12. Jón Gunnþór Þorsteinsson HSK 50 1
13.-14. Ægir Már Baldvinsson UMFN 40 1
13.-14. Óttar Ottósson KR 40 1
15. Ásgeir Víglundsson KR 30 1

Konur
Nafn Félag Stuðull Fjöldi móta
1. Eva Dögg Jóhannsdóttir UÍA 74,2 7
2. Marín Laufey Davíðsdóttir HSK 68,8 8
3. Jana Lind Ellertsdóttir HSK 62,5 4
4. Margrét Rún Rúnarsdóttir Herði 57,5 4
5. Bylgja Rún Ólafsdóttir UÍA 54,3 7
6. Guðrún Inga Helgadóttir HSK 53,5 7
7. Kristín Embla Guðjónsdóttir UÍA 41 5

8. Brynhildur Hrönn Sigurjónsdóttir HSK 80 1
9. Rebekka Rut Svansdóttir UÍA 60 1
10. Bryndís Steinþórsdóttir UÍA 57,5 2
11. Hanna Kristín Ólafsdóttir HSK 47,5 1

Unglingar
Nafn Félag Stuðull Fjöldi móta
1. Bjarni Darri Sigfússon UMFN 21,3 3
2. Guðni Elvar Björnsson HSK 17,2 5

3. Jón Gunnþór Þorsteinsson HSK 24 2
4. Elvar Ari Stefánsson KR 22 2
5.-6. Halldór Ingvarsson UMFN 20 1
5.-6. Ægir Már Baldvinsson UMFN 20 1
7. Sindri Geir Sigurðarson GFD 14 2

Skráning í 2.umferð meistaramóts GLÍ

Skráning í 2.umferð meistaramóts GLÍ

Unglingar Félag Stig
Bjarni Darri Sigfússon UMFN
Ægir Már Baldvinson UMFN
Halldór Ingvarsson UMFN
Guðni Elvar Björnsson HSK

Konur-65 kg
1.Jana Lind Ellertsdóttir HSK 6
2.Guðrún Inga Helgadóttir HSK 5
3.Rebekka Rut Svansdóttir UÍA

Konur+65 kg
1.Marín Laufey Davíðsdóttir HSK 6
2.Eva Dögg Jóhannsdóttir UÍA 5
3.Margrét Rún Rúnarsdóttir Herði 4
4.Bylgja Rún Ólafsdóttir UÍA 3
5.Kristín Embla Guðjónsdóttir UÍA 2
6.Bryndís Steinþórsdóttir UÍA

Konur opinn flokkur
1.Marín Laufey Davíðsdóttir HSK 6
2.Eva Dögg Jóhannsdóttir UÍA 5
3.Margrét Rún Rúnarsdóttir Herði 4
4.Bylgja Rún Ólafsdóttir UÍA 3
5.Guðrún Inga Helgadóttir HSK 2
6.Kristín Embla Guðjónsdóttir UÍA 1
7.Bryndís Steinþórsdóttir UÍA
8.Rebekka Rut Svansdóttir UÍA

karlar-80 kg
1.Hjörtur Elí Steindórsson UÍA
Bjarni Darri Sigfússon UMFN
Ægir Már Baldvinson UMFN
karlar-90 kg
1.Pétur Eyþórsson Ármanni 6
2.Snær Seljan Þóroddsson KR 4
3.Einar Eyþórsson Mývetningi

Karlar+90 kg
1.Ásmundur Hálfdán Ásmundsson UÍA
2.Stígur Berg Sophusson Herði
karlar opinn flokkur
1.Ásmundur Hálfdán Ásmundsson UÍA 6
2.Pétur Eyþórsson Ármanni 5
3.Snær Seljan Þóroddsson KR 4
4.Hjörtur Elí Steindórsson UÍA 3
5.Stígur Berg Sophusson Herði
6.Einar Eyþórsson Mývetningi

Íslandsmeistaramót 15 ára og yngri

Íslandsmeistaramót 15 ára og yngri
Íslandsmeistaramót 15 ára og yngri fór fram í Njarðvík 24.október 2015. Ágæt þátttaka var í mótinu og skemmtu krakkarnir sér vel í glímunni. Mótsstjóri var Ólafur Oddur Sigurðsson.

Hérna má svo sjá öll úrslit

Nákvæm staðsetning á mótinu á morgun er Iðavellir 12 Reykjanesbæ

Nákvæm staðsetning á mótinu á morgun er Iðavellir 12 Reykjanesbæ ( við hliðina á kask )

Glímt verður á einum velli og verður byrjað á yngstu krökkunum og svo koll af kolli uppúr. Gert er ráð fyrir að keppnin taki c.a. 2 tíma og svo verður boðið upp á æfingabúðir í framhaldinu til kl 15:00 ca

Sjáumst hress á morgun