Þjálfaranámskeið í glímu.

Glímusambandið hefur nú í undirbúningi þjálfaranámskeið í glímu sem verður haldið 13.-15.nóvember næstkomandi.

Námskeiðið verður haldið í Reykjavík í tengslum við 2.umferð í meistaramótaröð Glímusambandsins.

Glímunámskeið í Stokkhólmi

Glímunámskeið í Stokkhólmi

Glímunámskeið í Stokkhólmi

David Lundhólm var með glímunámskeið í Stokkhólmi í júlí í sumar þar semtóku þátt þeir
Ben de Vries og Tharindu Weerasinghe. Ben er frá Hollandi en hefur æft glímu í Stokkhólmi í 2 ár með David Lundholm en Tharindu Weerasinghe kom alla leið frá Sir Lanka til þess að kynna sér glímu með það að markmiði að byrja með glímuæfingar í heimalandi sínu

Mótaskrá GLÍ 2015-2016

Mótaskrá GLÍ 2015-2016

Meistaramót 1.umferð 10. okt RVK og Þjálfaranámskeið GLÍ
Íþróttahús kennaraháskólans kl 12:00

MÍ 15 ára og yngri: 31.okt Njarðvík Kl 11:00

Meistaramót 2.umferð 14.nóv Reykjavík
Íþróttahús kennaraháskólans kl 12:00

RIG ( Mí 3.umferð ) 23. jan Skellur RVK kl 12:00 kl. 16:00 Íslandsmót í backhold

Bikarglíma Íslands 27.feb Reykjavík
Íþróttahús kennaraháskólans kl 12:00

Grunnskólamót Íslands og sveitaglíma 16 ára og yngri 19.mars Hvolsvelli
Kl. 11:00

Íslandsglíman: Reykjavík 2.apríl ( Frostaskjól ) Kl 13:00

EM í Frakklandi 18.-24.apríl Brezt

Ferðasaga úr Skotlandsferð

Skotland og England
Dagana 25.ágúst til 1.september 2015 héldu þau Ólafur Oddur Sigurðsson formaður Glímusambands Íslands, Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, Einar Eyþórsson, Hjörtur Elí Steindórsson, Marín Laufey Davíðsdóttir, Eva Dögg Jóhannsdóttir og Margrét Rún Rúnarsdóttir til Glasgow í Skotlandi þar sem til stóða að keppa í backhold á Hálandaleikum og nokkrum mótum í Englandi. Það var Frazer Hirsch sem sótti hópinn á flugvöllinn þaðan sem haldið var til Gary Nelson sem bauð hópnum heim til sín í mat áður en haldið var til Carlisle í Englandi þar sem gist var. Með í för voru 5 skotar og hópurinn því 12 manns.

Þann 26. Var svo haldið til keppni í Ennerdale. Þar sem stúlkurnar gerðu sér lítið fyrir og röðuðu sér í 3 efstu sætin í opna flokki kvenna. Marín í 1. sæti Eva í 2. sæti og Margrét í 3.sæti. Hjörtur varð í 4.sæti í -80 kg flokki karla og Ásmundur endaði í 2. Sæti í opna flokk karla eftir jafna viðureign við Frazer Hirch sem sigraði flokkinn. Einar féll út í fyrstu umferð í opna flokknum á móti afar sterkum Englending. Sannarlega vel gert og spennandi dagar framundan hjá hópnum.

27.ágúst var stór dagur tvö mót, fyrst Crosby Ravensworth og svo Grayrigg.

Á Crosby urðu Marín og Ásmundur önnur í opna flokknum en aðrir náðu ekki sæti, en í englandi er nánast alltaf keppt með útsláttarfyrirkomulagi og þá getur verið erfitt ef maður n mætir sterkasta keppandanum í fyrstu viðureign. Á Grayrigg Hafði Ásmundur titil að verja í opna flokk karla og ljóst að margir vildu hafa af honum þann titil. Eva stóð sig glæsilega og varð önnur í opna flokk kvenna, Einar átti sitt besta mót í ferðinni til þessa og varð þriðji í opna flokknum þar sem Ásmundur keppti til úrslita við afar stekan Englending sem hafði sigrað Ásmund fyrr um daginn í Crosby en nú tókst Ásmundi að snúa taflinu sér í hag og vinna glæsilegan sigur og verja þar með tiltilinn frá fyrra ári og verður hann því enn kallaður „hinn mikli meistari af Grayrigg“.

28. var frídagur og þá var keyrt aftur til Skotlands þar sem stefnt var á stærstu hálandaleika Skotlands ár hvert stærstu, The Cowal Gathering. Þangað var komið að morgni 29.ágúst og fór keppnin að mestu fram í úrhellis rigningu. Eva Dögg sigraði opna flokk kvenna og varð þar með skoskur meistari annað árið í röð. Marín varð í þriðja sæti í opnum flokki kvenna og Ásmundur varð í öðru sæti í opna flokk karla og Einar náði fjórða sæti í sama flokk. Hjörtur stóð sig mjög vel en rétt missti af því að komast í undanúrslit í -74 kg flokki. Margrét Rún átti einnig góðan dag en komst því miður ekki í undanúrslit. Mikla athyggli vakti árangur Marínar er hún keppti í -85 kg flokki karla þar sem skráðir voru 14 keppendur. Þar lagði Marín hvern kappan á fætur öðrum og tryggði sig inn í undanúrslit þar sem hún að lokum endaði í fjórða sæti en í riðlakeppninni lagði hún meðal annars sigurvegara flokksins 3-2. Glæsilegur árangur hjá öllum hópnum og mikilvæg reynsla inn í framtíðina.

30. ágúst var svo aftur keppt í Englandi og var nú haldið á Grasmere sem er stærsta mót ársins í Englandi ár hvert. Heitt var í veðri þennan dag og skein sólin skært á okkar fólk. Hjörtur keppti í -76 kg og -84 kg flokki og stóði sig vel þrátt fyrir að vinna ekki til verðlauna. Marín keppti í opnum flokki kvenna og náði 4.sæti eftir erfiða keppni þar sem Margrét Rún stóð sig afar vel og náði fimmta sæti en Eva náði ekki í sæti að þessu sinni. Ásmundur og Einar kepptu í opnum flokki ( all wight ). Einar náði ekki sæti að þessu sinni en Ásmundur gerði sér lítið fyrir og sigraði og varð þar með annar íslendingurinn til þess að sigra opna flokkinn á Grasmere. Frábær dagur og allir keppendur að standa sig með miklum sóma.

31. ágúst var svo síðasti keppnisdagurinn í ferðinni og var nú haldið til Keswick. Hjörtur gerði sér lítið fyrir og náði 4. Sæti í -74 kg flokki karla. Einar keppti í opnum flokki karla en féll út í fyrstu umferð á móti afar stekum englending. Ásmundur endaði í 5. Sæti í opnum flokki karla, Marín gerði mjög vel og varð í öðru sæti í opna flokk kvenna en þær Margrét og Eva náði ekki sæti en eins og allur hópurinn þá stóðu þær sig mjög vel.

1.September var svo haldið heim á leið og löng og ströng ferð nú á enda runnin. Það er mikið álag að keppa á svona mörgum mótum á svo fáum dögum og mikil reynsla sem safnast saman á þeim stutta tíma. Keppendur Íslands þetta árið eru allt framtíðar glímufólk okkar enda aðeins 19-21 árs og sá árangur sem þau náðu er glæsilegur og gefur okkur góð fyrirheit um framtíðina.

Úrslit í glímu á Unglingalandsmóti UMFÍ

Úrslit í glímu á Unglingalandsmóti UMFÍ

Stelpur 11-12 ára A-riðill1. Elín Björg Símonardóttir ÍBH 3 vinningar2. Aldís Freyja Kristjánsdóttir HSK 2 vinningar 3-4. Berghildur Björt Egilsdóttir ÍBH 0,5 vinningar 3-4. Þóra Björk Yngvadóttir HSK 0,5 vinningar Elín Björg og Aldís Freyja komast í úrslit
B-riðill 1-2. Natalía Sól Jóhannsdóttir HSÞ 1,5 vinningar 1-2. Erla Sól Vigfúsdóttir ÍBH 1,5 vinningar 3. Indíana Elísabet Guðvarðardóttir ÍBH 0 vinningar 4. Hólmfríður Tania Steingrímsdóttir UDN Hætti keppni v. Meiðsla Natalía Sól og Erla Sól komast í úrslit
Úrslit 1. Elín Björg Símonardóttir ÍBH 2,5 vinningar 2. Aldís Freyja Kristjánsdóttir HSK 1,5 vinningar 3. Natalía Sól Jóhannsdóttir HSÞ 1+1 vinningur 4. Erla Sól Vigfúsdóttir ÍBH 1+0 vinningar

Stelpur 13-14 ára
1-2. Fanney Ösp Guðjónsdóttir UÍA 1,5 vinningar 1-2. Marta Lovísa Kjartansdóttir UÍA 1,5 vinningar
Stelpur 15 ára 1. Sigríður Magnea Kjartansdóttir HSK 2 vinningar 2. Laufey Ósk Jónsdóttir HSK 1 vinningur 3. Þórhildur Lilja Þórarinsdóttir HSK 0 vinningar
Stelpur 16 ára
1. Rakel Ósk Jóhannsdóttir HSK 2 vinningar 2. Þórunn Ösp Jónasdóttir HSK 1 vinningur 3. Stella Björt HSK 0 vinningar
Stelpur 17 ára
1. Katla Björg Ómarsdóttir USVS 1 vinningur (keppti með 16 ára)

Strákar 11 ára
1. Sigurbjörn Ágúst Kjartansson HSH 2 vinningar 2. Bergur Már Sigurjónsson HSH 1 vinningur 3. Viktor Darri Magnússon UMSS 0 vinningar
Strákar 12 ára
1. Ólafur Magni Jónsson HSK 3 vinningar 2. Kjartan Mar Garski Ketilsson UÍA 2 vinningar 3. Víðir Tristan Víðisson Aðrir keppendur 1 vinningur 4. Jónas Þórir Þrastarson UÍA 0 vinningar
Strákar 13 ára
1-2. Finnur Þór Guðmundsson HSK 2,5+0,5 vinningar 1-2. Hilmar Jón Ásgeirsson UDN 2,5+0,5 vinningar 3. Heiðar Óli Guðmundsson HSK 1 vinningur 4. Björn Ástvar Sigurjónsson HSH 0 vinningar
Strákar 14 ára
1. Gísli Ölversson UMSK 2 vinningar 2. Þorfinnur Freyr Þórarinsson HSK 0 vinningar
Strákar 15 ára
1. Gústaf Sæland HSK 3 vinningar 2. Anton Breki Viktorsson HSK 2 vinningar 3. Egill Hermannsson HSK 1 vinningur 4. Sindri Steinn Sigurðsson HSK 0 vinningar
Strákar 17 ára
1. Sigurkarl Róbert Jóhannesson ÍBR 2 vinningar 2. Sindri Geir Sigurðsson UDN 0 vinningar
Strákar 18 ára
1. Stefán Ásgeir Arnarsson ÍBR 1+1 vinningar 2. Þorsteinn Helgi Sigurðarson HSK 1+0 vinningar

Keppnisferð til Skotlands og Englands 25.ágúst – 1.september 2015

Keppnisferð til Skotlands og Englands
25.ágúst – 1.september 2015
Glímusamband Íslands hefur valið 6 keppendur í landslið Íslands í glímu sem heldur til Skotlands og Englands nú í sumar 25.ágúst til 1.september og keppir í Skotlandi á Cowall hálandaleikunum og fimm mótum í Englandi . Þessi ferð er í samstarfi við Skoska Back-hold sambandið og verður ferðast með þeim á milli móta.
25. flug út til Glasgow
26 (Wed) Ennerdale
27 (Thu) Crosby Ravensworth, Grayrigg
29 (Sat) Cowall
30 (Sun) Grasmere
31 (Mon) Keswick All Weights Ch’ship
1. Sept flug heim frá Glasgow
Keppendur:
Ásmundur Hálfdán Ásmundsson
Einar Eyþórsson
Hjörtur Elí Steindórsson
Eva Dögg Jóhannsdóttir
Marín Laufey Davíðsdóttir
Margrét Rún Rúnarsdóttir
Fararstjóri:
Ólafur Oddur Sigurðsson

Glímusamband Íslands fer í æfinga- og keppnisferð til Skotlands með unglingalandslið Íslands

Glímusamband Íslands fer í æfinga- og keppnisferð til Skotlands með unglingalandslið Íslands 30.júlí til 3.ágúst. Þessi ferð er í samstarfi við Skoska Back-hold sambandið og verður haldin landskeppni milli þjóðanna þar sem Frakkar og Englendingar bætast í hópinn.
Flogið verður út til Glasgow snemma morguns fimmtudagsins 30.júlí og verða æfingabúðir í glímu, backhold og gouren á föstudegi og laugardegi.
Á sunnudeginum verður svo farið á hálandaleika þar sem keppt verður í back-hold og einnig munu íslensku ungmennin sýna glímu þar. Það er mikil upplifun að fara á hálandaleika í Skotlandi og verður það einstakt fyrir þau að fá þarna tækifæri til þess.
Á mánudagsmorgni verður svo farið snemma af stað til Glasgow og flogið heim um miðjan dag.
Þeir sem keppa fyrir Íslands hönd eru:
Nafn Fæðingarár
Guðrún Inga Helgadóttir 1997
Bylgja Rún Ólafsdóttir 1998
Guðni Björnsson 1998
Hanna Kristín Ólafsdóttir 1998
Bjarrni Darri Sigfússon 1999
Ægir Már Baldvinsson 1999
Catarina Chainho Costa 2000
Halldór Matthías Ingvarsson 2000
Jana Lind Ellertsdóttir 2000
Kristín Embla Guðjónsdóttir 2000
Rebekka Rut Svansdóttir 2000
Fararstjórar:
Ólafur Oddur Sigurðsson
Jóhanna Margrét Árnadóttir
Guðmundur Stefán Gunnarsson

Íslandsglíman komin á YouTube

Nú er Íslandsglíman komin inn á YouTube.
Hér er slóðin á karlaglímuna
https://youtu.be/HHBkusuCETY
og hér er slóð á kvennaglímuna:
https://youtu.be/kurHmZiLYCY

Glímusýning á Hótel Örk

Glímusýning á Hótel Örk

Fimmtudagskvöldið 30. apríl 2015 sýndi þau Guðrún Inga Helgadóttir, Hanna Kristín Ólafsdóttir, Guðni Elvar Björnsson og Jón Gunnþór Þorsteinsson glímu fyrir rúmlega 70 manna hóp skandinavískra eldri borgara á Hótel Örk í Hveragerði. Stefán Geirsson stýrði sýningunni og Gunnar Þorláksson flutti erindi um glímuíþróttina á dönsku auk þess að skýra atburðarás sýningarinnar fyrir áhorfendum.

Úrslit Íslandsglímunnar

Úrslit úr öllum viðureignum í Íslandsglímunni…..