Glímusamband Íslands fer í æfinga- og keppnisferð til Skotlands með unglingalandslið Íslands

Glímusamband Íslands fer í æfinga- og keppnisferð til Skotlands með unglingalandslið Íslands 30.júlí til 3.ágúst. Þessi ferð er í samstarfi við Skoska Back-hold sambandið og verður haldin landskeppni milli þjóðanna þar sem Frakkar og Englendingar bætast í hópinn.
Flogið verður út til Glasgow snemma morguns fimmtudagsins 30.júlí og verða æfingabúðir í glímu, backhold og gouren á föstudegi og laugardegi.
Á sunnudeginum verður svo farið á hálandaleika þar sem keppt verður í back-hold og einnig munu íslensku ungmennin sýna glímu þar. Það er mikil upplifun að fara á hálandaleika í Skotlandi og verður það einstakt fyrir þau að fá þarna tækifæri til þess.
Á mánudagsmorgni verður svo farið snemma af stað til Glasgow og flogið heim um miðjan dag.
Þeir sem keppa fyrir Íslands hönd eru:
Nafn Fæðingarár
Guðrún Inga Helgadóttir 1997
Bylgja Rún Ólafsdóttir 1998
Guðni Björnsson 1998
Hanna Kristín Ólafsdóttir 1998
Bjarrni Darri Sigfússon 1999
Ægir Már Baldvinsson 1999
Catarina Chainho Costa 2000
Halldór Matthías Ingvarsson 2000
Jana Lind Ellertsdóttir 2000
Kristín Embla Guðjónsdóttir 2000
Rebekka Rut Svansdóttir 2000
Fararstjórar:
Ólafur Oddur Sigurðsson
Jóhanna Margrét Árnadóttir
Guðmundur Stefán Gunnarsson

Íslandsglíman komin á YouTube

Nú er Íslandsglíman komin inn á YouTube.
Hér er slóðin á karlaglímuna
https://youtu.be/HHBkusuCETY
og hér er slóð á kvennaglímuna:
https://youtu.be/kurHmZiLYCY

Glímusýning á Hótel Örk

Glímusýning á Hótel Örk

Fimmtudagskvöldið 30. apríl 2015 sýndi þau Guðrún Inga Helgadóttir, Hanna Kristín Ólafsdóttir, Guðni Elvar Björnsson og Jón Gunnþór Þorsteinsson glímu fyrir rúmlega 70 manna hóp skandinavískra eldri borgara á Hótel Örk í Hveragerði. Stefán Geirsson stýrði sýningunni og Gunnar Þorláksson flutti erindi um glímuíþróttina á dönsku auk þess að skýra atburðarás sýningarinnar fyrir áhorfendum.

Úrslit Íslandsglímunnar

Úrslit úr öllum viðureignum í Íslandsglímunni…..

Úrslit síðustu helgar

Öll úrslit frá Grunnskólamóti og sveitaglímu…..

Úrslit í Grunnskólamóti GLÍ

Grunnskólamót Íslands í glímu 2015

Grunnskólamót Íslands fór fram í íþróttahúsinu á Reyðarfirði 11.apríl 2015 að viðstöddu fjölmenni sem komið var til að fylgjast með mótinu og hvetja krakkana áfram.
Hérna má sjá öll úrslit…..

Íslandsglíman 2015

Íslandsglíman 2015

Íslandsglíman 2015

Íslandsglíman 2015 fór fram laugardaginn 11.apríl í íþróttahúsinu á Reyðarfirði að viðstöddu fjölmenni.

Í karlaflokki sigraði Sindri Freyr Jónsson, KR eftir gríðarlega jafna og spennandi keppni þar sem úrslit réðust í síðustu glímu þegar honum tókst að sigra Reyðfirðinginn Ásmund Hálfdán Ásmundsson en þeir voru báðir ósigraðir þegar kom að síðustu glímu þeirra og ljóst að sigurvegarinn í þeirri glímu færi heim með Grettisbeltið fræga og titilinn „Glímukóngur Íslands 2015“. Í kvenna flokki var einnig afar spennandi keppni en þar var það Reyðfirðingurinn Eva Dögg Jóhannsdóttir sem fór með sigur af hólmi og fór heim með Freyjumenið og titilinn „Glímudrottning Íslands 2015“. Sindri Freyr og Eva Dögg voru að sigra Íslandsglímuna í fyrsta sinn en þau hafa bæði verið að glíma afar vel á þessu keppnistímabili og því vel að sigrinum komin.

Úrslit:

Karlar:

Nafn Félag Vinningar

1. Sindri Freyr Jónsson KR 5

2. Ásmundur Hálfdán Ásmundsson UÍA 4

3. Magnús Karl Ásmundsson KR 2,5

4. Einar Eyþórsson Mývetningi 2

5. Stefán Geirsson HSK 1,5

6. Hjörtur Elí Steindórsson UÍA 0

Konur:

Nafn Félag Vinningar

Konur:

1. Eva Dögg Jóhannsdóttir UÍA 4,5

2. Bylgja Rún Ólafsdóttir UÍA 3

3. Bryndís Steinþórsdóttir UÍA 2,5+1

4. Brynhildur Hrönn Sigurjónsdóttir HSK 2,5+0

5. Kristín Embla Guðjónsdóttir UÍA 1,5

6. Rebekka Rut Svansdóttir UÍA 1

Íslandsglíman fer fram á morgun

Íslandsglíman fer fram á morgun í íþróttahúsinu á Reyðarfirði og hefst keppni kl 16:00

Grunnskólamót GLÍ

Grunnskólamót GLÍ fer fram á morgun í íþróttahúsinu á Reyðarfirði og hefst keppni kl 10:00

Ný nöfn á Freyjumenið og Grettisbeltið!

Ný nöfn á Freyjumenið og Grettisbeltið!

Nú er ljóst að ný nöfn verða skráð á Freyjumenið og Grettisbeltið í næstu Íslandsglímu þar sem engum af þeim keppendum sem skráðir eru til keppni hefur tekist að sigra í Íslandsglímunni. Sigurvegararnir frá því í fyrra þauPétur Eyþórsson og Sólveig Rós Jóhannsdóttir verða hvorugt með að þessu sinni.

Hérna má svo sjá röð keppenda en dregið var í morgun.
Karlar
1 Ásmundur Hálfdán Ásmundsson UÍA
2 Hjörtur Elí Steindórsson UÍA
3 Einar Eyþórsson Mývetningi
4 Elvar Ari Stefánsson KR
5 Sindri Freyr Jónsson KR
6 Stefán Geirsson HSK
7 Stígur Berg Sophusson Herði
8 Magnús Karl Ásmundsson KR

Konur:
1 Brynhildur Hrönn Sigurjónsdóttir HSK
2 Bryndís Steinþórsdóttir UÍA
3 Eva Dögg Jóhannsdóttir UÍA
4 Jana Lind Ellertsdóttir HSK
5 Hanna Kristín Ólafsdóttir HSK
6 Bylgja Rún Ólafsdóttir UÍA
7 Kristín Embla Guðjónsdóttir UÍA
8 Guðrún Inga Helgadóttir HSK
9 Rebekka Rut Svansdóttir UÍA