Jólamót Harðar 2012

Jólamót Harðar fór fram föstudaginn 14. desember 2012 í íþróttahúsinu við Austurveg á Ísafirði. Keppt var í fjórum flokkum og mættu 12 glímukappar til keppni. Allir keppendur fengu þátttökuverðlaun þ.e. jólasokk með jólasælgæti. Keppendur fengu einnig verðlaun samkvæmt aldri og kyni. Verðlaunin voru Harðarmerkið með jólasveinahúfu og númeri verðlaunasætis. Í lokin var síðan pizzupartý fyrir alla viðstadda.

Skjaldarglíma Ármanns á sunnudaginn

Skjaldarglíma Ármanns fer fram á sunnudaginn 16.desember í Ármannsheimilinu (Skell ) og hefst keppnin kl 12:30.

Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta og fylgjast með spennandi keppni.

Styrkleikalisti glímumanna fyrir árið 2012

Styrkleikalisti glímumanna fyrir árið 2012 liggur fyrir og eru það Pétur Eyþórsson, Ármanni og Marín Laufey Davíðsdóttir, HSK sem eru í efstu sætum karla og kvenna.

Glímufólk ársins 2012

Glímufólk ársins 2012

Pétur Eyþórsson, Glímufélaginu Ármanni og Marín Laufey Davíðsdóttir, Héraðssambandinu Skarphéðni voru valin glímufólk ársins 2012 en stjórn Glímusambandsins ákvað þetta á stjórnarfundi 24. nóvember 2012.

Pétur Eyþórsson, Glímufélaginu Ármanni

Pétur er 34 ára gamall og hefur stundað glímu í yfir tuttugu ár. Pétur hampaði Grettisbeltinu í sjöunda sinn árið 2012 sem gerir hann að einum sigursælasta glímukappa Íslands frá upphafi. Pétur hefur ótvírætt verið fremsti glímumaður Íslands undanfarin ár. Hann glímir vel og er góð fyrirmynd jafnt innan vallar sem utan.

Marín Laufey Davíðsdóttir, HSK

Marín Laufey er 17 ára gömul og átti frábæru gengi að fagna á glímuvellinum árið 2012. Marín sigraði í Íslandsglímunni 2012 og hlaut þar með Freyjumenið í annað sinn. Marín er fyrirmyndar íþróttakona jafnt innan vallar sem utan.

Ármann J. Lárusson látinn.

Ármann J. Lárusson  látinn.

Ármann J. Lárusson lést miðvikudaginn 14.nóvember síðastliðinn.

Ármann varð glímukóngur Íslands fimmtán sinnum og sigraðði fjöldan allan af mótum og tók þátt í fjölmörgum glímusýningum á glæstum glímuferli sínum.

Ármann verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni Kefas Fagraþingi 2a við Vatnsendaveg, mánudaginn 26.nóvember kl 13:00.

Að ósk hins látna eru blóm og kransar vinsamleggast afþakkaðir en þeim sem vilja minast hans er bent á reikning barnastarfs Fríkirkjunnar Kefas, 0536-26-5598, kt. 6403392-2239

Stefán og Marín sigruðu aftur tvöfalt

Önnur umferð í meistaramótaröð GLÍ fór fram í gær í Dalabúð í Búðardal.

Hérna má sjá úrslit mótsins.

Góð þátttaka í 2.umferð Meistaramótsins

Góð þátttaka er í 2.umferð Meistaramótsins sem fer fram í Búðardal um næstu helgi. Keppni fer fram í Dalabúð og hefst kl 13:00

Hérna má sjá skráninguna .

Meistaramót Íslands 16 ára og eldri 2.umferð

Glímusýning 4. október 2012

Sunnudaginn 4. október 2012 sýndu ísfirsku glímumennirnir Stígur Berg Sophusson og Auðunn Jóhann Elvarsson glímu fyrir norsku sjónvarpsstöðina TV Norge max sem var að taka upp þátt um glímu í samstarfi við þýsku sjónvarpsstöðina ProSieben. Þátturinn mun bera nafnið: „Folk som slåss“ og er liður í þáttagerð um þjóðlegt fang um víða veröld. Sýningin fór fram utan dyra fyrir sunnan Perluna í frábæru veðri með útsýni yfir Álftanes. Jón M. Ívarsson stjórnaði glímunni og sagði frá þúsund ára þróun og sögu glímunnar í íslensku þjóðlífi.

Sveitaglíma Íslands 15 ára og yngri úrslit

Sveitaglíma Íslands 15 ára og yngri

Sveitaglíma Íslands 15 ára og yngri fór fram í íþróttahúsinu á Reyðarfirði 27.október 2012. Mótsstjóri var Þóroddur Helgason og var þátttaka góð og keppnin spennandi.

Íslandsmeistarar:

Telpur 12-13 ára HSK

Meyjar 14-15 ára HSK – A

Strákar 10-11 ára HSK – A

Sveinar 12-13 ára UÍA

Drengir 14-15 ára UÍA

HSK Íslandsmeistari félaga í 15 ára og yngri

Stigakeppni félaga:

1. HSK 84,5 stig

2. Hörður 39,5 stig

3. UÍA 25 stig

4. Ármann 5 stig