Úrslit í Íslandsmeistaramóti 15 ára og yngri

Íslandsmeistaramót 15 ára og yngri

Íslandsmeistaramót 15 ára og yngri fór fram í íþróttahúsinu á Reyðarfirði 27. október 2012. Ágæt þátttaka var í mótinu og skemmtu krakkarnir sér vel í glímunni. Hérna má svo sjá öll úrslit mótsins…

Stefán og Marín sigruðu tvöfalt

Fyrsta umferð í meistaramótaröð Glímusambandsins fór fram á Reyðarfirði í dag og voru helstu úrslit þau að Stefán Geirsson og Marín Laufey Davíðsdóttir sigruðu tvöfalt í karla og kvennaflokkum en þau keppa bæði fyrir HSK.

Hérna má svo sjá öll úrslitin…

Ármenninga vantaði í skráninguna

Ármenninga vantaði í skráninguna sem birt var hér á síðunni í gær. Tveir Ármennigar eru skráðir til keppni og eru nöfn þeirra nú hérna á listanum

Hérna má sjá rétta skráninguna á glímumótunum sem fara fram á Reyðarfirði um næstu helgi.

Meistaramót 15 ára og yngri

2012

27.október haldið á Reyðarfirði

Mikið framundan og landsliðshópur

Það er mikið framundan í glímunni á næstunni.

Meistaramót Íslands 1.umferð á Reyðarfirði 27.okt næstkomandi . Keppnin byrjar kl 12:00 hjá 16 ára og eldri og svo í framhaldinu meistarmót Íslands 15 ára og yngri og sveitaglíma hjá þeim einnig.

Þeir sem hafa áhuga á að keppa á Evrópumeistaramótinu í glímu og keltnesku fangi ( backhold og gouren 25.-27.apríl næstkomandi eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við Glímusambandið á netfangið gli@isisport.is .

Glímukynning í Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit.

Síðastliðinn fimmtudag fór fram glímukynning í Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit. um 50 krakkar í 5.-10.bekk fengu kynningu að þessu sinni og voru þau afar áhugasöm og glímdu af miklum áhuga.

Haustfundur Glímuráðs HSK í kvöld.

Haustfundur Glímuráðs HSK í kvöld

Nú er glímutímabilið að rúlla af stað og ekki seinna vænna en að glímufólk á HSK svæðinu fari að hittast og ræða hvernig skuli hátta málum í vetur og taka í belti.

Af því tilefni boðar stjórn Glímuráðs til Haustfunds og glímuæfingar í Félagslund í kvöld, fimmtudagskvöldið 27. september kl. 19:30. Kvöldið hefst á æfingu fyrir þá stefna á þátttöku í fullorðinsflokki í vetur.

Glímuæfingar eru hafnar hjá Ármenningum

Glímuæfingar eru hafnar að nýju eftir sumarfrí. Þar sem Snær
Seljan er sestur á skólabekk í Háskóla Íslands, þá sá hann sér ekki
fært að geta þjálfað yngri flokkana á þessari önn vegna mikilla anna við
námið. Við þjálfuninni hefur tekið Hugrún Geirsdóttir, reynd glímukona frá
Héraðssambandi Skarphéðins (HSK). Hugrún er 26 ára gömul og hefur
stundað glímu frá 10 ára aldri. Hugrún hefur verið meðal fremstu
glímukvenna undanfarin ár og unnið til all nokkurra Íslands- og
bikarmeistaratitla fyrir HSK. Hugrún er ekki alveg ókunnug starfinu hjá
Glímudeild Ármanns því hún hefur æft glímu hjá meistarflokki félagsins
veturinn 2010-2011.

Öll úrslit glímukeppninnar á Unglingalandsmótinu

Unglingalandsmót UMFÍ

2012
Unglingalandsmót Ungmennafélags Íslands var haldið á Selfossi 3. til 5. ágúst 2012. Glímukeppni landsmótsins fór fram á laugardeginum 4. júlí og hófst kl. 15. Keppt var á tveimur völlum og var glímt á grasi á frjálsíþróttarvellinum. Veður var mjög gott, sól og 29 stiga hiti. 36 keppendur mættu til leiks og fjöldi áhorfenda fylgdist með keppninni og skemmti sér hið besta. Sérgreinastjóri glímunnar var Kjartan Lárusson.

Góður árangur í Skotlandi og Englandi

Góður árangur í Skotlandi og Englandi

Dagana 23.ágúst til 4. September hélt Ólafur Oddur Sigurðsson til Skotlands til Þess að keppa í backhold á hálandaleikum í þar í landi og einnig til þess að funda með William Baxter forseta FILC um komandi Evrópumeistaramót í glímu og keltnsku fangi 24.-28.apríl 2013.

Það má með sanni segja að formaður Glímusambandsins hafi komið stekur til keppni á Skosku hálandaleikunum því Ólafur sigraði opna flokkinn á stærstu hálandaleikum Skotlands þetta árið ( Cowal highland gathering ) en keppnin fór fram þann 25.ágúst.

Mótadagskrá GLÍ fyrir keppnistímabilið 2012-2013 liggur fyrir.

Mótadagskrá fyrir komandi keppnistímabil liggur nú fyrir og má lesa allt um það hérna.