Hérna má sjá lista yfir fleiri þátttakendur á EM

Margir koma að svo stóru móti sem Evrópumeistaramótið er og hérna má sjá lista yfir marga sem að mótinu koma en eru ekki keppendur:

71 keppandi frá 10 löndum skráðir til keppni á EM í glímu

71 keppendur eru skráðir til keppni á Evrópumeistaramótinu í glímu og keltnesku fangi (backhold og gouren ) sem fram fer á Ármannsheimilinu 25.-27.apríl næstkomandi.

Hérna má sjá keppendalistann:

Íslandsglíman 2013 öll úrslit

Íslandsglíman
2013

Hundraðasta og þriðja Íslandsglíman fór fram í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi 23.mars 2013. Keppnin var skemmtileg og fjölmargir áhorfendur urðu vitni að spennandi keppni frá upphafi til enda. Heiðursgestur mótsins var Jóhannes Sigmundsson Heiðursformaður HSK og sá hann um að afhenda keppendum verðlaun í mótslok.
Í glímunni um Grettisbeltið sigraði Pétur Eyþórsson, Glímufélaginu Ármanni og hlaut þar með sæmdarheitið glímukóngur Íslands í áttunda sinn. Í glímunni um Freyjumenið sigraði Marín Laufey Davíðsdóttir, HSK og hlaut sæmdarheitið glímudrottning Íslands í þriðja sinn.

Mótsstjóri: Hugrún Geirsdóttir.
Glímustjóri og ritari: Hugrún Geirsdóttir
Tímavörður: Smári Þorsteinsson.
Eftirlitsdómari Hörður Gunnarsson.

Bikarglíma Íslands í sveitaglímu 16 ára og yngri 2013 úrslit

Bikarglíma Íslands í sveitaglímu
16 ára og yngri
2013

Bikarglíma Íslands í sveitaglímu fór fram 23.mars 2013 í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi. Keppnin gekk vel fyrir sig, fjölmargar sveitir mættu til leiks og var glímt af miklu fjöri lengi dags.

Úrslit í Grunnskólamót GLÍ 2013

Grunnskólamót Glímusambandsins fór fram á Selfossi laugardaginn 23.mars 2013 í íþróttahúsinu Iðu. Krakkarnir skemmtu sér vel og voru ánægð í mótslok. Glímt var á þremur völlum samtímis og gekk keppnin vel fyrir sig.
Hérn má sjá öll úrslit mótsins…

Pétur og Marín sigruðu í Íslandsglímunni!!!!!!!!!!

Íslandsglíman fór fram í dag í íþróttahúsi Iðu á Selfossi.
18 keppendur mættu til keppni 6 konur og 12 karlar.
Marín Laufey Davíðsdóttir HSK varði Freyjumenið og sigraði nú í 3. sinn í röð sem er glæsilegur árangur hjá þessari 18 ára stúlku og ber hún því tiltilinn ” Glímudrottning Íslands”. Marín lagði alla keppinauta sína í dag af miklu öryggi og tóku glímur hennar aðeins örfáar sekúndur.
Í karlaflokki sigraði Pétur Eyþórsson Glímufélaginu Ármanni nokkuð örugglega og fékk hann enga byltu. Þetta var í 8.sinn sem Pétur hlýtur Grettisbeltið og titilinn “Glímukóngur Íslands” og hefur aðeins einum manni tekist að sigra oftar í rúmlega 100 ára sögu um þennan merkis grip.

Góð skráning í grunnskólamót GLÍ

Góð skráning er í grunnskólamót GLÍ sem fer fram næstkomandi laugardag 23.mars í íþróttahúsi Iðu á Selfossi en keppni hefst kl 10:00.

Hérna má sjá skráninguna

18 skráðir í Íslandsglímuna

18 eru skráðir í Íslandsglímuna sem fer fram á Selfossi 23.mars næstkomandi í íþróttahúsi Iðu og hefst keppni kl 16:00.

12 Karlar eru skráðir til þátttöku og 6 konur og koma þessir keppendur frá 6 glímufélögum.

Hérna má svo sjá keppnisröðinna en dregið var í dag.

6 konur valdar í landslið Íslands í glímu

6 konur valdar í landslið Íslands í glímu

6 konur hafa verið valdar í landslið Íslands í glímu til þátttöku á Evrópumeistaramótinu í glímu og keltneskum fangbrögðum sem haldið verður í Reykjavík dagana 25.-27.apríl næstkomandi.

Þær konur sem valdar voru að þessu sinni koma frá fjórum glímufélögum og sýnir það þá miklu breidd sem er í kvennaglímunni í dag.

Landslið Íslands í kvennaflokki fyrir EM í glímu, back-hold og gouren 25. 26. og 27. apríl.

-50 kg Maya Staub Ármanni

-56 kg Guðrún Inga Helgadóttir HSK

-63 kg Eva Dögg Jóhannsdóttir UÍA

-70 kg Svana Hrönn Jóhannsdóttir GFD

-80 kg Marín Laufey Davíðsdóttir HSK

-90 kg Sólveig Rós Jóhanns

Silfur og brons í Frakklandi

Silfur og brons í Frakklandi

Um helgina fór fram franska meistaramótið í backhold og áttum við þrjá keppendur á mótinu.

Marín Laufey Davíðsdóttir varð í öðru sæti í +70 kg flokki kvenna eftir mjög jafna úrslita viðureign.

Eva Dögg Jóhannsdóttir varð í þriðja sæti í -63 kg flokki kvenna og Magnús Karl Ásmundsson endaði í ellefta sæti í -74 kg flokki karla en það var fjölmennasti flokkur mótsins. Óhætt er að seggja að þau hafi öll staðið sig frábærlega vel enda margir mjög sterkir fangbragðamenn á þessu móti.

Ólafur Oddur Sigurðsson sá svo um dómgæslu á mótinu.