Bændaglíma Suðurlands 2014

Bændaglíma Suðurlands 2014

Bændaglíma Suðurlands fór fram í 16. sinn í félagsheimilinu Þingborg í Flóahreppi laugardaginn 31. maí 2014. Glíman var liður í árlegri vorhátíð Flóamanna sem nefnast Fjör í Flóa og haldin var um þessa helgi. Til leiks mættu tvö lið glímukvenna úr HSK en bændur voru þær Marín Laufey Davíðsdóttir og Brynhildur Hrönn Sigurjónsdóttir. Bændurnir kusu sér lið úr hópnum en Marín vann hlutkesti og fékk að kjósa fyrr. Til leiks mættu níu stúlkur og voru því fimm í liði Marínar en fjórar í liði Brynhildar.

Yfirdómari og glímustjóri var Stefán Geirsson bóndi í Gerðum. Hann kynnti keppendur og skýrði fyrirkomulag glímunnar fyrir áhorfendum sem voru allmargir. Kristinn Guðnason bóndi á Þverlæk lýsti keppninni fyrir áhorfendum og kom víða við í lýsingum sínum. Ritari var Jón M. Ívarsson frá Vorsabæjarhóli.

Glíman gekk vel fyrir sig, glímt var snarplega og tekin falleg brögð. Bóndi sigurliðsins, Marín Laufey Davíðsdóttir veitti viðtöku Sigurðarbikarnum að glímu lokinni. Hann var gefinn árið 1987 af Ungmennafélagi Íslands í minningu Sigurðar Greipssonar glímukappa og skólastjóra í Haukadal.

Lið Marínar: Lið Brynhildar:

1. Marín L. Davíðsdóttir Samh. 1. Brynhildur H. Sigurjónsdóttir Bisk.

2. Guðrún Inga Helgadóttir Vöku 2. Sigríður Magnea Kjartansdóttir Bisk.

3. Hanna Kristín Ólafsdóttir Baldri 3. Annika Rut Arnarsdóttir Garpi

4. Sigurlín Arnarsdóttir Garpi 4. Dagný Rós Stefánsdóttir Garpi

5. Hildur Jónsdóttir Garpi

Úrslit:

Lið Marínar Lið Brynhildar Úrslitabragð

1. Hildur 1 Dagný 0 sniðglíma hægri

2. Sigurlín 0 Annika 1 sniðglíma vinstri

3. Hanna ½ Sigríður ½ jafnglími

4. Guðrún 1 Annika 0 sniðglíma hægri

5. Hildur 0 Sigríður 1 sniðglíma hægri

6. Hanna 0 Sigríður 1 hælkrókur hægri á hægri

7. Guðrún 1 Sigríður 0 hælkrókur hægri á hægri

8. Guðrún 0 Brynhildur 1 sniðglíma hægri

9. Marín 1 Brynhildur 0 hælkrókur utanfótar vinstri

Glæsilegur árangur á Evrópumeistaramótinu

Glæsilegur árangur á Evrópumeistaramótinu

Evrópumeistaramót unglinga og kvenna í keltneskum fangbrögðum fór fram um helgina og stóðu keppendur frá Íslandi sig frábærlega vel á mótinu. Hæst ber þó árangur Marínar Laufeyjar Davíðsdóttur sem sigraði bæði í backhold og gouren og náði svo öðru sæti í Lucha leonesa. Í lok móts var Marín svo kjörin besta fangbraðakona mótsins og einnig fékk hún verðlaun sem besta gourenkona mótsins. Þess má geta að þetta er í fyrsta sinn sem kona frá Íslandi verður Evrópumeistari í Keltnesku fangi. Ísland átti 6 aðra keppendur á mótinu sem allir stóðu sig með miklum sóma og náðu keppendur Íslands samtals í 15 verðlaun á mótinu.
Flokkur Nafn Backhold Gouren Lucha leonesa

-90 kg Marín Laufey Davíðsdóttir 1. 1. 2.

-70 kg Margrét Rún Rúnarsdóttir 3. 3. 2.

-63 kg Eva Dögg Jóhannsdóttir 3. 2. 3.

-56 kg Guðrún Inga Helgadóttir 3. 2. 2.

+90 kg Ásmundur H. Ásmundsson 3. 2. 2.

-90 kg Einar Eyþórsson 4. 4. 4.

-68 kg Hjörtur Elí Steindórsson 6. 5. 6.

Úrslit í Grunnskólamóti Íslands

Úrslit í Grunnskólamóti Íslands

Grunnskólamót GLÍ
2014
Grunnskólamót Glímusambandsins fór fram í íþróttahúsi Melaskóla laugardaginn 5.apríl 2014. Krakkarnir skemmtu sér vel og voru ánægð í mótslok. Glímt var á tveimur völlum samtímis og gekk keppnin vel fyrir sig. Hérna má sjá öll úrslit mótsins….

Úrslit í Íslandsglímunni

Úrslit í Íslandsglímunni

Íslandsglíman
2014
Hundraðasta og fjórða Íslandsglíman fór fram í íþróttahúsi Kennaraháskólans 5.apríl 2014. Keppnin var skemmtileg og fjölmargir áhorfendur urðu vitni að spennandi keppni frá upphafi til enda. Heiðursgestur mótsins var Lárus Blöndal forseti ÍSÍ og sá hann um að afhenda keppendum verðlaun í mótslok.
Í glímunni um Grettisbeltið sigraði Pétur Eyþórsson, Glímufélaginu Ármanni og hlaut þar með sæmdarheitið glímukóngur Íslands í níunda sinn. Í glímunni um Freyjumenið sigraði Sólveig Rós Jóhannsdóttir, GFD og hlaut sæmdarheitið glímudrottning Íslands í þriðja sinn.

Glímt um Grettisbeltið:

Nafn Félag 1 2 3 4 5 6 Vinn.

1. Pétur Eyþórsson Ármanni x 1 0 1 1 1 4+2,5

2. Hjalti Þórarinn Ásmundsson UÍA 0 x 1 1 1 1 4+2

3. Sindri Freyr Jónsson UÍA 1 0 x 1 1 1 4+1,5

4. Einar Eyþórsson Mývetningi 0 0 0 x 1 1 2

5. Ásmundur Hálfdán Ásmundsson UÍA 0 0 0 0 x 1 1

6. Hjörtur Elí Steindórsson UÍA 0 0 0 0 0 x 0

Hjalti fékk gult spjald fyrir níð í aukaglímu á móti Pétri.

Glímt um Freyjumenið:

Nafn Félag 1 2 3 4 5 6 Vinn.

1. Sólveig Rós Jóhannsdóttir GFD x ½ 1 1 1 1 4,5+1

2. Eva Dögg Jóhannsdóttir UÍA ½ x 1 1 1 1 4,5+0

3. Brynhildur Hrönn Sigurjónsdóttir HSK 0 0 x ½ 1 1 2,5

4.-5. Guðrún Inga Helgadóttir HSK 0 0 ½ x ½ ½ 1,5

4.-5.Bylgja Rún Ólafsdóttir UÍA 0 0 0 ½ x 1 1,5

6. Margrét Rún Rúnarsdóttir Herði 0 0 0 ½ 0 x 0,5

Eva og Sólveig fengu gult spjald fyrir rangan stíganda.

Glímustjóri og ritari: Sigmundur Stefánsson

Tímavörður: Hjörleifur Pálsson

Eftirlitsdómari Hörður Gunnarsson

Yfirdómari: Kjartan Lárusson

Meðdómarar: Rögnvaldur Ólafsson og Atli Már Sigmarsson

Breytt staðsetning á Grunnskólamótinu

Grunnskólamót Íslands í glímu sem fer fram þann 5. apríl næstkomandi hefur verið fært úr íþróttahúsi kennaraháskólans í íþróttahús Melaskóla.Keppni hefst sem fyrr kl 10.00

Keppendur í Íslandsglímunni 2014

Það eru 5 konur og 7 karlar sem munu keppa í Íslandsglímuni 5.apríl næstkomandi.

Eftirtaldir eru skráðir til keppni:

Konur

Sólveig Rós Jóhannsdóttir GFD

Eva Dögg Jóhannsdóttir UÍA

Brynhildur H. Sigurjónsdóttir HSK

Guðrún Inga Helgadóttir HSK

Margrét Rún Rúnarsdóttir Herði

Karlar:

Ásmundur Hálfdán Ásmundsson UÍA

Hjalti Þórarinn Ásmundsson UÍA

Hjörtur Elí Steindórsson UÍA

Sindri Freyr Jónsson UÍA

Pétur Eyþórsson Ármanni

Einar Eyþórsson Mývetningi

Stígur Berg Sophusson Herði

Stefán og Marín Sigruðu í Skajldarglímunni

Stefán Geirsson sigraði í Skjaldarglímu Skarphéðins sem frram fór í gæri í íþrottahúsinu að Laugalandi. Var þetta í 10. skipti sem Stefán sigrar í glímunni. Marín Laufey Davíðsdóttir hampaði fimmta sigrinum í glímunni um Bergþóruskjöldinn en hún hefur unnið keppnina allar götur síðan 2010 þegar hún vann í fyrsta sinn.

Héraðsglíma HSK í dag

Héraðsglíma HSK verður haldin á Laugalandi í dag, fimmtudag og hefst kl. 17:00. Flokkaskipting er svohljóðandi: Drengir og stúlkur 11, 12, 13, 14, 15 og 16 ára, unglingaflokkur drengja 17 – 20 ára og fullorðinsflokkar karla og kvenna.

Úrslit í Landsfokkaglímunni

Landsflokkaglíman 2014

Landsflokkaglíman fór fram í íþróttahúsi Kennaraháskólans 1. mars. Mótsstjóri var Ólafur Oddur Sigurðsson og eftirlitsdómari Hörður Gunnarsson. Hérna má sjá úrslit mótsins.

Ársþing GLÍ

Glímuþing 2014
50. ársþing Glímusambands Íslands var haldið laugardaginn 1.mars 2014 í Íþróttamiðstöð Íslands í Laugardal. Ársþingið gekk vel fyrir sig og var mæting ágæt en um 25 manns sóttu þingið. Þingforseti var Sigmunndur Stefánsson og þingritari var Jón M. Ívarsson. Ólafur Oddur Sigurðsson var endurkjörinn formaður Glímusambandsins og ný inn í stjórn voru kjörin þau Sindri Freyr Jónsson og Eva Dögg Jóhannsdóttir en Hugrún Geirsdóttir gaf ekki lengur kost á sér í stjórn GLÍ. Atli Már Sigmarsson gekk niður í varastjórn. Friðrik Einarsson sem situr í framkvæmdastjórn ÍSÍ og Helga Guðrún Guðjónsdóttir formaður UMFÍ voru gestir þingsins og fluttu þau glímumönnum góðar kveðjur. Umræður á þinginu voru góðar og mikill hugur í glímufólki fyrir komandi verkefnum.