Glímusambandið komið á facebook

Glímusambandið er nú komið á facebook. Endilega skoðið síðuna og bjóðið vinum að líka hana.

Aðalfundur Glímudómarafélags Íslands

Aðalfundur Glímudómarafélags Íslands fer fram að Laugalandi í holtum 1. nóvember næstkomandi

Glímuæfingar hafnar hjá Ármanni

Æfingar hjá Ármanni eru hafnar og eru allir velkomnir.
Æfingar Fullorðinna eru á mánudögum og miðvikudögum,frá 20,00 til 22,00
Æfingar barna á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 16-17

Glímuæfingar ungmennafélaganna í Flóahreppi.

Glímuæfingar ungmennafélaganna í Flóahreppi.

Ungmennafélögin Samhygð, Vaka og Baldur í Flóahreppi verða með sameiginlegar glímuæfingar í vetur eins og undanfarin ár. Glímuæfingar yngri hópsins, þ.e. yngri en 14 ára, verða í Þjórsárveri á mánudögum frá kl. 14:00 til kl. 15:00. Fyrsta æfingin verður 15. september. Gert er ráð fyrir að halda úti æfingum út nóvember en taka frí í desember. Æfingar hefjast aftur í janúar og standa út marsmánuð.

Glímuæfingar fyrir 14 ára og eldri verða í Félagslundi á fimmtudagskvöldum frá kl. 20:00 til kl. 21:30. Æfingarnar hefjast 18. september. Þjalfari beggja hópanna er Stefán Geirsson og veitir hann frekari upplýsingar, stegeir@hotmail.com, s. 867-6907.

Ólafur og Eva meistarar á The Cowal Gathering

Ólafur og Eva meistarar á The Cowal Gathering

30. ágúst var keppt í backhold á stærstu hálandaleikum Skotlands ár hvert stærstu, The Cowal Gathering. Atli Már Sigmarsson var í dómaraliðinu og stóð sig með miklum sóma enda afburðadómari þar á ferð. Eva Dögg Jóhannsdóttir sér lítið fyrir og sigraði opna flokk kvenna og varð skoskur meistari, glæsilega gert það. Hjörtur Elí Steiindórsson stóð sig vel og náði 4.sæti í -72 kg flokki eftir harða keppni. Ásmundur Hálfdán Ásmundsson og Ólafur Oddur Sigurðsson kepptu svo í opna flokk karla þar sem voru 10 keppendur og fóru þeir báðir í undanúrslit. Ásmundur endaði í 3.sæti en Ólafur sigraði keppnina þriðja árið í röð og alla 6 andstæðinga sína 3-0 þennan dag.

Ásmundur Grayrigg meistari

28. ágúst kepptu ísllendingar á tveimur mótum í backhold, fyrst á Crosby Ravensworth og síðan á Grayrigg. Á Crosby urðu Ásmundur Hálfdán Ásmunddsson og Eva Dögg Jóhannsdóttir í 3.sæti, Hjörtur Elí Steindórsson , og Atli Már Sigmarrsson náðu ekki verðlaunasæti en vinur okkar Ryan Dolan sigraði opna flokk karla. Í Grayrigg Varð Eva í 5.sæti Hjörtur ogAtli náðu ekki sæti en Ásmundur gerði sér lítið fyrir og sigraði opna flokk karla með glæsibrag og var eftir það kallaður „hinn mikli meistari af Grayrigg“.

Eva sigrar í Ennerdale

27. ágúst fór fram backhold keppni í Ennerdale og gerði Eva Dögg Jóhannsdóttir sér lítið fyrir og sigraði opna flokk kvenna þar með miklum yfirburðum. Hjörtur Elí Steindórsson náði 3.sæti í -78 kg flokki en þeir Ásmundur Hálfdán Ásmundsson og Atli Már Sigmarsson duttu út í fyrstu umferð í opnaflokk karla þar sem Ryan Dolan stóð uppi sem sigurvegari.

Veðlaunasæti í Silloth

25. ágúst var keppt í backhold í Silloth í Englandi, Hjörtur Elí Steindórsson keppti í -72 kg og -78 kg og náði hann 3.sæti eftir mikla baráttu í -72 kg flokki og greinilegt að nú var reynsla undanfarina daga farin að segja til sín. Eva Dögg Jóhannsdóttir keppti í opnum flokki kvenna og náði hún öðru sæti eftir að hafa tekið andstæðinga sína á hverju glæsibragðinu á fætur öðru. Atli Már Sigmarsson keppti nú í sinni fystu backhold keppni og stóð hann sig með miklum ágætum en féll þó úr keppni eftir tap við bretóna 2-1. Ásmundur Hálfdán Ásmundsson keppti í opnum flokki karla og náði þar öðru sæti eftir tap fyrir Ryan Dolan í úrslitaviðureign 2-0. Glæsilegur árangur hjá okkar fólki og var nú hugur í fólki að halda á næsta mót sem var aðeins eftir 2 klst en var næsti áfangastaður var Keswick . Í Keswik urðu úrslitin á svipuðum nótum. Hjörtur náði 3.sæti í -72 kg, Eva 2.sæti í opnum flokki kvenna og Ásmunndur og Ryan kepptu til úrslita í opnum flokki karla þar sem Ryan hafði aftur betur 2-0 eftir spennandi viðureign. Glæsilegur árangur hjá okkar fólki og allir ómeiddir eftir þessu miklu átök.

Ólafur Oddur sigrar á Grasmere

24. ágúst fór fram backhold keppni Grasmere sem er stærsta mót ársins í Englandi ár hvert. Heitt var í veðri þennan dag og skein sólin skært á okkar fólk. Hjörtur Elí Steidórsson keppti í -70 kg og -76 kg flokki en datt út í fyrstu umferð í báðum flokkum. Eva Dögg Jóohannsdóttir keppti í opnum flokki kvenna og náði 4.sæti eftir erfiða kepppni en sumir keppinautar hennar voru allt að 40 kg þyngri en hún. Ólafur Odur Sigruðsson og Ásmundur Hálfdán Ásmundsson kepptu í opnum flokki ( all wight ) og það ótrúlega gerðist að þeir drógust saman í fyrstu umferð og ljóst að aðeins annar þeirra kæmist áfram. Ólafur sigraði Ásmund að þessu sinni og komst áfram. Lagði hann í kjölfarið hvern kappann á fætur öðrum og komst alla leið í úrslitaviðureign gegn vini sínum og sigurvegara síðasta árs Ryan Dolan, skemmst er frá að segja að Ólafur sigraði örugglega 2-0 og var þetta í fyrsta sinn sem íslendingur sigrar opna flokk karla á Grasmere.

Glæstir sigrar á Bute Highland Games

Þann 23. ágúst kepptu 4 íslendingar á Bute Highland Games en þar keppti Hjörtur Elí Steindórsson í -72 kg og -78 kg flokki, Ólafur Oddu Sigrurðsson og Ásmundur Hálfdán Ásmundson í opnum flokki karla og Eva Dög Jóhannsdóttir Í opnum flokki kvenna og -72 kg og -78 kg flokki karla. Atli Már Sigmarsson gekk í dómaralið heimamanna og hafði í nógu að snúast. Hjörtur náði ekki að komast upp úr riðlunum í þetta sinn en góð reynsla sem átti eftir að hjálpa mikið næstu daga. Eva komst örugglega í úrslit í kvennaflokki og fór svo að hún sigraði með glæsibrag eftir skemmtilega viðureigna við stúlku frá Brittany ( frakklandi ). Ólafur og Ásmundur fóru nokkuð örugglega inn í undanúrslit og kepptu þar við Ryan Dolan og Frazer Hirsch. Fór svo að lokum að Ásmundur endaði í fjórða sæti en Ólafi tókst að sigra og verja titil sinn frá síðasta ári eftir tvísýna úrslitaviðureigna við Ryan Dolan sem hann sigraði 3:2