Góð skráning á Bikarglímu Íslands

Bikarglíma Íslands fer fram um næstu helgi í íþróttahúsi Kennaraháskólans og hefst keppni kl 12:00

Bikarglíma Íslands

Skráning:

Landslið valið til Frakklandsferðar

Á síðasta stjórnarfundi GLÍ sem fram fór í desember voru valdir 3 einstaklingar til að keppa fyrir Íslands hönd á Franska meistaramótinu í Back-hold 22.-25.febrúar næstkomandi.

Nokkrir einstaklingar höfðu líst áhuga sínum á þessari ferð og var valið úr þeim hópi.

Ákveðið var að velja tvær konur og einn karl til að keppa á þessu móti en auk þess verður allur hópurinn að sjá um glímukennslu fyrir Franska landsliðið sem keppir hér á landi í lok apríl.

Stjórnin ákvað að velja Þær Marínu Laufeyu Davíðsdóttur HSK og Evu Dögg Jóhannsdóttur UÍA en þær hafa báðar verið afar duglegar að æfa og keppa á mótum Glímusambandsins. Einnig var valinn Magnús Karl Ásmundsson UÍA en hann hefur náð mjög góðum árangri nú í haust á mótum GLÍ og mun hann keppa í -74 kg flokki. Magnús hefur einnig verið að sjá um þjálfun yngri flokka hjá Val Reyðarfirði.

Með þessu vali vildi stjórnin styðja vel við kvennaglímuna sem hefur verið í mikilli sókn undanfarin ár og einnig reyna að gefa fólki tækifæri sem ekki hefur verið valið til keppni erlendis á undanförnum árum.

Þetta eru þeir fyrstu sem valdir eru í landsliðið sem mun keppa fyrir Íslands hönd á Evrópumeistaramótinu sem fer fram 25.-28. apríl næstkomandi en annars verður endanlegt landslið tilkynnt í byrjun febrúar.

Fjórðungsglíma Austurlands Aðalsteinsbikarinn 2012

Fjórðungsglíma Austurlands  Aðalsteinsbikarinn 2012

Fjórðungsglíma Austurlands – keppnin um Aðalsteinsbikarinn

fór fram í Íþróttahúsinu á Reyðarfirði 27. desember 2012.

Fimmtán keppendur kepptu í tveimur flokkum karla og tveimur flokkum kvenna, en þar sem keppendur voru heldur færri en undanfarin ár voru 13-15 ára flokkar sameinaðir karla og kvennaflokkum. Mótið gekk vel fyrir sig og sjá mátti margar fjörugar glímur um hin veglegu verðlaun, Aðalsteinsbikarinn, sem gefinn er í minningu Aðalsteins Eiríkssonar glímukappa og glímufrömuðar á Reyðarfirði. Eftir margar skemmtilegar glímur stóðu eftirtaldir uppi sem sigurvegarar og hömpuðu því Aðalsteinsbikarnum árið 2012

Skjaldarglíma Ármanns 2012

Skjaldarglíma Ármanns 2012

100. Skjaldarglíma Ármanns fór fram sunnudaginn 16. desember 2012 í Skelli, íþróttahúsi Ármanns. Hr. Ólafur Ragnar Grímson flutti ávarp en það var Snorri Þorvaldsson, formaður Ármanns, sem setti mótið.

Efnilegasta glímufólkið 2012

Efnilegasta glímufólkið 2012

Stjórn Glímusambands Íslands ákvað þann 24. nóvember 2012 að útnefna Birkir Örn Stefánsson, Herði og Margréti Rún Rúnarsdóttur, Herði efnilegasta glímufólkið fyrir árið 2012……

Bikarglíma Ungmennafélags Biskupstungna 2012

Bikarglíma Umf. Bisk. fór fram í Íþróttamiðstöðinni í Reykholti 17. desember 2012. Keppendur voru þrettán en keppt var í þrem flokkum. Dómari var Jón M. Ívarsson sem jafnframt afhenti verðlaun. Helgi Kjartansson var glímustjóri, ritari og tímavörður.

Jólamót Harðar 2012

Jólamót Harðar fór fram föstudaginn 14. desember 2012 í íþróttahúsinu við Austurveg á Ísafirði. Keppt var í fjórum flokkum og mættu 12 glímukappar til keppni. Allir keppendur fengu þátttökuverðlaun þ.e. jólasokk með jólasælgæti. Keppendur fengu einnig verðlaun samkvæmt aldri og kyni. Verðlaunin voru Harðarmerkið með jólasveinahúfu og númeri verðlaunasætis. Í lokin var síðan pizzupartý fyrir alla viðstadda.

Skjaldarglíma Ármanns á sunnudaginn

Skjaldarglíma Ármanns fer fram á sunnudaginn 16.desember í Ármannsheimilinu (Skell ) og hefst keppnin kl 12:30.

Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta og fylgjast með spennandi keppni.

Styrkleikalisti glímumanna fyrir árið 2012

Styrkleikalisti glímumanna fyrir árið 2012 liggur fyrir og eru það Pétur Eyþórsson, Ármanni og Marín Laufey Davíðsdóttir, HSK sem eru í efstu sætum karla og kvenna.

Glímufólk ársins 2012

Glímufólk ársins 2012

Pétur Eyþórsson, Glímufélaginu Ármanni og Marín Laufey Davíðsdóttir, Héraðssambandinu Skarphéðni voru valin glímufólk ársins 2012 en stjórn Glímusambandsins ákvað þetta á stjórnarfundi 24. nóvember 2012.

Pétur Eyþórsson, Glímufélaginu Ármanni

Pétur er 34 ára gamall og hefur stundað glímu í yfir tuttugu ár. Pétur hampaði Grettisbeltinu í sjöunda sinn árið 2012 sem gerir hann að einum sigursælasta glímukappa Íslands frá upphafi. Pétur hefur ótvírætt verið fremsti glímumaður Íslands undanfarin ár. Hann glímir vel og er góð fyrirmynd jafnt innan vallar sem utan.

Marín Laufey Davíðsdóttir, HSK

Marín Laufey er 17 ára gömul og átti frábæru gengi að fagna á glímuvellinum árið 2012. Marín sigraði í Íslandsglímunni 2012 og hlaut þar með Freyjumenið í annað sinn. Marín er fyrirmyndar íþróttakona jafnt innan vallar sem utan.