Góð skráning í grunnskólamót GLÍ

Góð skráning er í grunnskólamót GLÍ sem fer fram næstkomandi laugardag 23.mars í íþróttahúsi Iðu á Selfossi en keppni hefst kl 10:00.

Hérna má sjá skráninguna

18 skráðir í Íslandsglímuna

18 eru skráðir í Íslandsglímuna sem fer fram á Selfossi 23.mars næstkomandi í íþróttahúsi Iðu og hefst keppni kl 16:00.

12 Karlar eru skráðir til þátttöku og 6 konur og koma þessir keppendur frá 6 glímufélögum.

Hérna má svo sjá keppnisröðinna en dregið var í dag.

6 konur valdar í landslið Íslands í glímu

6 konur valdar í landslið Íslands í glímu

6 konur hafa verið valdar í landslið Íslands í glímu til þátttöku á Evrópumeistaramótinu í glímu og keltneskum fangbrögðum sem haldið verður í Reykjavík dagana 25.-27.apríl næstkomandi.

Þær konur sem valdar voru að þessu sinni koma frá fjórum glímufélögum og sýnir það þá miklu breidd sem er í kvennaglímunni í dag.

Landslið Íslands í kvennaflokki fyrir EM í glímu, back-hold og gouren 25. 26. og 27. apríl.

-50 kg Maya Staub Ármanni

-56 kg Guðrún Inga Helgadóttir HSK

-63 kg Eva Dögg Jóhannsdóttir UÍA

-70 kg Svana Hrönn Jóhannsdóttir GFD

-80 kg Marín Laufey Davíðsdóttir HSK

-90 kg Sólveig Rós Jóhanns

Silfur og brons í Frakklandi

Silfur og brons í Frakklandi

Um helgina fór fram franska meistaramótið í backhold og áttum við þrjá keppendur á mótinu.

Marín Laufey Davíðsdóttir varð í öðru sæti í +70 kg flokki kvenna eftir mjög jafna úrslita viðureign.

Eva Dögg Jóhannsdóttir varð í þriðja sæti í -63 kg flokki kvenna og Magnús Karl Ásmundsson endaði í ellefta sæti í -74 kg flokki karla en það var fjölmennasti flokkur mótsins. Óhætt er að seggja að þau hafi öll staðið sig frábærlega vel enda margir mjög sterkir fangbragðamenn á þessu móti.

Ólafur Oddur Sigurðsson sá svo um dómgæslu á mótinu.

Stefán, Marín og Magnús tvöfaldir Íslandsmeistarar

Stefán, Marín og Magnús tvöfaldir Íslandsmeistarar

Lokaumferð í Meistaramótaröð Glímusambandsins var glímd um helgina í íþróttahúsi Kennaraháskólans.

Helstu úrslit urðu þau að Stefán Geirsson HSK, Marín Laufey Davíðsdóttir HSK og Magnús Karl Ásmundsson UÍA urðu öll tvöfaldir Íslandsmeistarar.

Hérna má svo sjá lokastöðuna í mótinu.

3.umferð í Meistaramótaröð GLÍ, sú síðasta

3.umferð í Meistaramótaröð GLÍ og sú síðasta fer fram næstkomandi laugardag 16.febrúar í íþróttahúsi Kennaraháskólans og hefst keppni kl. 13:00

Staðan í meistaramóti Íslands eftir 2 umferðir

Hérna má sjá stöðuna í Íslandsmótinu fyrir síðustu umferðina sem fer fram 16.febrúar í íþróttahúsi Kennaraháskólans..

Bikarglíma Íslands 2013

Bikarglíma Íslands
2013

Fertugasta og fyrsta Bikarglíma Íslands fór fram 19.janúar 2013 í íþróttahúsi Kennaraháskólans í Reykjavík. Góð þátttaka var í mótinu og mikið um skemmtilegar glímur. Mótsstjóri var Ólafur Oddur Sigurðsson

Karlar opinn flokkur Félag 1 2 3 4 Vinn.
1. Pétur Eyþórsson Ármanni x 1 1 1 3
2. Pétur Þórir Gunnarsson Mývetningi 0 x 1 1 2
3. Bjarni Þór Gunnarsson Mývetningi 0 0 x 1 1
4. Einar Eyþórsson Mývetningi 0 0 0 x 0

Glímustjóri og ritari: Sindri Freyr Jónsson
Tímavörður: Adam Smári Ólafsson
Yfirdómari: Ólafur Oddur Sigurðsson
Meðdómarar: Kjartan Lárusson og Atli Már Sigmarsson

+90 kg karla Félag 1 1 2 2 Vinn.
1. Pétur Þórir Gunnarsson Mývetningi x x 1 1 2
2. Ásgeir Víglundsson KR 0 0 x x 0

Glímustjóri og ritari: Sigmundur Stefánsson
Tímavörður: Hjörleifur Pálsson
Yfirdómari: Rögnvaldur Ólafsson
Meðdómarar: Hörður Gunnarsson og Þorvaldur Þorsteinsson

-90 kg karla Félag 1 2 3 4 Vinn.
1. Pétur Eyþórsson Ármanni x 1 1 1 3
2. Bjarni Þór Gunnarsson Mývetningi 0 x 1 1 2
3. Snær Seljan Þóroddsson Ármanni 0 0 x 1 1
4. Birkir Örn Stefánsson Herði 0 0 0 x 0

Glímustjóri og ritari: Sindri Freyr Jónsson
Tímavörður: Adam Smári Ólafsson
Yfirdómari: Ólafur Oddur Sigurðsson
Meðdómarar: Kjartan Lárusson og Atli Már Sigmarsson

-80 kg karla Félag 1 2 3 4 5 6 Vinn.
1. Snær Seljan Þóroddsson Ármanni x ½ 1 1 1 1 4,5+1
2. Magnús Karl Ásmundsson UÍA ½ x 1 1 1 1 4,5+0
3. Samúel Þórir Grétarsson Herði 0 0 x 1 1 1 3
4. Elvar Ari Stefánsson Herði 0 0 0 x 1 1 2
5. Óttar Ottósson KR 0 0 0 0 x 1 1
6. Hjörtur Elí Steindórsson UÍA 0 0 0 0 0 x 0

Glímustjóri og ritari: Sindri Freyr Jónsson
Tímavörður: Adam Smári Ólafsson
Yfirdómari: Kjartan Lárusson
Meðdómarar: Ólafur Oddur Sigurðsson og Atli Már Sigmarsson

Unglingaflokkur –80kg Félag 1 2 3 4 Vinn.
1. Hjörtur Elí Steindórsson UÍA x ½ ½ 1 2
2. Samúel Þórir Grétarsson Herði ½ x 0 1 1,5+1
3. Elvar Ari Stefánsson Herði ½ 1 x 0 1,5+0
4. Guðbjartur Rúnar Magnússon GFD 0 0 1 x 1

Glímustjóri og ritari: Sindri Freyr Jónsson
Tímavörður: Adam Smári Ólafsson
Yfirdómari: Atli Már Sigmarsson
Meðdómarar: Ólafur Oddur Sigurðsson og Kjartan Lárusson

Unglingaflokkur +80kg Félag 1 1 2 2 Vinn.
1. Einar Eyþórsson Mývetningi x x 1 1 2
2. Birkir Örn Stefánsson Herði 0 0 x x 0

Konur opinn flokkur Félag 1 2 3 4 5 6 Vinn.
1. Marín Laufey Davíðsdóttir HSK x 1 1 1 1 1 5
2. Eva Dögg Jóhannsdóttir UÍA 0 x ½ 1 ½ 1 3
3. Sólveig Rós Jóhannsdóttir GFD 0 ½ x 1 1 0 2,5
4. Katrín Björnsdóttir Herði 0 0 0 x 1 1 2
5. Guðrún Inga Helgadóttir HSK 0 ½ 0 0 x 1 1,5
6. Margrét Rún Rúnarsdóttir Herði 0 0 1 0 0 x 1
• Marín fékk gult spjald á móti Sólveigu fyrir að sleppa tökum.

Konur +65 kg Félag 1 2 3 4 5 Vinn.
1. Marín Laufey Davíðsdóttir HSK x 1 1 1 1 4
2. Sólveig Rós Jóhannsdóttir GFD 0 x 1 1 1 3
3. Katrín Björnsdóttir Herði 0 0 x 1 1 2
4. -5. Hanna Kristín Ólafsdóttir HSK 0 0 0 x ½ 0,5
4.- 5. Margrét Rún Rúnarsdóttir Herði 0 0 0 ½ x 0,5
• Katrí n fékk gult spjald fyrir að sleppa tökum á móti Sólveigu.

Konur – 65 kg Félag 1 1 2 2 Vinn.
1. Eva Dögg Jóhannsdóttir UÍA x x 1 1 2
2. Guðrún Inga Helgadóttir HSK 0 0 x x 0

Glímustjóri og ritari: Sigmundur Stefánsson
Tímavörður: Hjörleifur Pálsson
Yfirdómari: Rögnvaldur Ólafsson
Meðdómarar: Hörður Gunnarsson og Þorvaldur Þorsteinsson

Glímukynning í Melaskóla

Glímukynning fór fram í Melaskóla 8. janúar síðastliðinn og fengu um 250 krakkar í 5.-7.bekk kynningu að þessu sinni.

Áhuginn var góður og almenn ánægja með kynninguna.

Góð skráning á Bikarglímu Íslands

Bikarglíma Íslands fer fram um næstu helgi í íþróttahúsi Kennaraháskólans og hefst keppni kl 12:00

Bikarglíma Íslands

Skráning: