Landsflokkaglíma Íslands

Landsflokkaglíman fer fram í dag í íþróttahúsi kennaraháskólans í dag og hefst keppni kl 12:00

Grunnskólamót HSK 2014

Grunnskólamót HSK í glímu fór fram í íþróttahúsinu í Reykholti miðvikudaginn 5. febrúar 2014. Keppni hófst kl. 11:00 og stóð til 12:30. Verðlaunaaafhending fór fram að keppni lokinni. Alls sendu fjórir grunnskólar af sambandssvæði HSK 83 keppendur til leiks. Glímt var á fjórum dýnulögðum völlum samtímis. Mótsstjóri var Engilbert Olgeirsson framkvæmdastjóri HSK og dómarar og annað starfsfólk mótsins komu úr röðum HSK.

Bikarglíma Íslands, skráningar

Hérna má sjá þær skráningar sem borist hafa í Bikarglímu Íslands sem fer fram í íþróttahúsi Kennaraháskólans 25. janúar kl 12:00

Bikarglíma Íslands framundan

Nú styttist í Bikarglímu Íslands en hún fer fram í íþróttahúsi Kennaraháskólans 25.janúar og hefst keppni klukkan 12:00

Fjórðungsglíma Austurlands – keppnin um Aðalsteinsbikarinn

Fjórðungsglíma Austurlands – keppnin um Aðalsteinsbikarinn

fór fram í Íþróttahúsinu á Reyðarfirði 27. desember 2013.

Tuttugu og tveir keppendur kepptu í tveimur flokkum karla og þremur flokkum kvenna. Mótið gekk vel fyrir sig og sjá mátti margar fjörugar glímur um hin veglegu verðlaun, Aðalsteinsbikarinn, sem gefinn er í minningu Aðalsteins Eiríkssonar glímukappa og glímufrömuðar á Reyðarfirði. Eftir margar skemmtilegar glímur stóðu eftirtaldir uppi sem sigurvegarar og hömpuðu því Aðalsteinsbikarnum árið 2013

Styrkleikalisti 2013

Hér má sjá nýja Styrkleikalista GLÍ fyrir árið 2013 en þar ber helst að Pétr Eyþórsson og Marín Laufey Davíðsdóttir eru í efstu sætum karla og kvenna

Bikarglíma Biskupstungna 2013

Bikarglíma Biskupstungna fór fram í íþróttamiðstöðinni í Reykholti 16. desember. Keppendur voru fjórtán en keppt var í fjórum flokkum. Í flokki 10 ára og yngri kepptu allir við alla en engin úrslit voru tilkynnt. Dómari í flokkum 13 ára og yngri var Smári Þorsteinsson og Helgi Kjartansson var glímustjóri, ritari og tímavörður. Í karlaflokki 15 ára og eldri var Helgi Kjartansson dómari og Brynhildur Sigurjónsdóttir glímustjóri, ritari og tímavörður. Brynhildur Sigurjónsdóttir afhenti verðlaun.

Skjaldarglíma Ármanns 2013

Skjaldarglíma Ármanns fer fram sunnudaginn 15.desember í Ármannsheimilinu og hefst keppni kl 13:00

Efnilegasta glímufólkið 2013

Efnilegasta glímufólkið 2013

Efnilegasta glímufólkið 2013

Stjórn Glímusambands Íslands ákvað þann 27. nóvember 2013 að útnefna Þorgils Kára Sigurðsson, HSK og Guðrúnu Ingu Helgadóttir, HSK efnilegasta glímufólkið fyrir árið 2013.

Þorgils Kári Sigurðsson, HSK

Þorgils Kári er 15 ára og hefur verið duglegur að keppa á mótum Glímusambandsins undanfarin ár. Þorgils Kári er jafnvígur á sókn og vörn í glímu og hefur gengið vel í keppni á undanförnum árum. Þorgils Kári er mikill keppnismaður sem virðir gildi glímunnar og er til fyrirmyndar jafnt innan vallar sem utan.

Guðrún Inga Helgadóttir, HSK

Guðrún Innga hefur tekið þátt í flestöllum glímumótum sem GLÍ hefur staðið fyrir undanfarin ár og staðið sig með sóma. Guðrún Inga var meðal annars í veðlauna sætum á Evrópumeistaramótinu í glímu og keltneskum fangbröðgum sem fram fór á Íslandi í vor. Guðrún Inga stundar glímuna samviskusamlega og hefur æft vel undanfarin ár og veit að það er vænlegast til árangurs. Guðrún Inga er til fyrirmyndar jafnt innan vallar sem utan.

Fjórðungsglíma Suðurlands 2013

Fjórðungsglíma Suðurlands fór fram í íþróttahúsinu í Reykholti í Biskupstungum fimmtudaginn 28. nóvember. Keppni í barna- og unglingaflokkum hófst kl. 17:00 en keppni í fullorðinsflokkum kl. 19:00. Alls sendu sex félög 55 keppendur til leiks en rétt til þátttöku eiga allir félagar íþrótta- og ungmennafélagar á svæðinu frá Skeiðará að Hvalfjarðarbotni að Reykjavík undanskilinni. Keppnin fór fram á þremur dýnulögðum völlum í yngri flokkunum en á einum gólfvelli í fullorðinsflokkum.