Stefán og Marín Sigruðu í Skajldarglímunni

Stefán Geirsson sigraði í Skjaldarglímu Skarphéðins sem frram fór í gæri í íþrottahúsinu að Laugalandi. Var þetta í 10. skipti sem Stefán sigrar í glímunni. Marín Laufey Davíðsdóttir hampaði fimmta sigrinum í glímunni um Bergþóruskjöldinn en hún hefur unnið keppnina allar götur síðan 2010 þegar hún vann í fyrsta sinn.

Héraðsglíma HSK í dag

Héraðsglíma HSK verður haldin á Laugalandi í dag, fimmtudag og hefst kl. 17:00. Flokkaskipting er svohljóðandi: Drengir og stúlkur 11, 12, 13, 14, 15 og 16 ára, unglingaflokkur drengja 17 – 20 ára og fullorðinsflokkar karla og kvenna.

Úrslit í Landsfokkaglímunni

Landsflokkaglíman 2014

Landsflokkaglíman fór fram í íþróttahúsi Kennaraháskólans 1. mars. Mótsstjóri var Ólafur Oddur Sigurðsson og eftirlitsdómari Hörður Gunnarsson. Hérna má sjá úrslit mótsins.

Ársþing GLÍ

Glímuþing 2014
50. ársþing Glímusambands Íslands var haldið laugardaginn 1.mars 2014 í Íþróttamiðstöð Íslands í Laugardal. Ársþingið gekk vel fyrir sig og var mæting ágæt en um 25 manns sóttu þingið. Þingforseti var Sigmunndur Stefánsson og þingritari var Jón M. Ívarsson. Ólafur Oddur Sigurðsson var endurkjörinn formaður Glímusambandsins og ný inn í stjórn voru kjörin þau Sindri Freyr Jónsson og Eva Dögg Jóhannsdóttir en Hugrún Geirsdóttir gaf ekki lengur kost á sér í stjórn GLÍ. Atli Már Sigmarsson gekk niður í varastjórn. Friðrik Einarsson sem situr í framkvæmdastjórn ÍSÍ og Helga Guðrún Guðjónsdóttir formaður UMFÍ voru gestir þingsins og fluttu þau glímumönnum góðar kveðjur. Umræður á þinginu voru góðar og mikill hugur í glímufólki fyrir komandi verkefnum.

Landsflokkaglíma Íslands

Landsflokkaglíman fer fram í dag í íþróttahúsi kennaraháskólans í dag og hefst keppni kl 12:00

Grunnskólamót HSK 2014

Grunnskólamót HSK í glímu fór fram í íþróttahúsinu í Reykholti miðvikudaginn 5. febrúar 2014. Keppni hófst kl. 11:00 og stóð til 12:30. Verðlaunaaafhending fór fram að keppni lokinni. Alls sendu fjórir grunnskólar af sambandssvæði HSK 83 keppendur til leiks. Glímt var á fjórum dýnulögðum völlum samtímis. Mótsstjóri var Engilbert Olgeirsson framkvæmdastjóri HSK og dómarar og annað starfsfólk mótsins komu úr röðum HSK.

Bikarglíma Íslands, skráningar

Hérna má sjá þær skráningar sem borist hafa í Bikarglímu Íslands sem fer fram í íþróttahúsi Kennaraháskólans 25. janúar kl 12:00

Bikarglíma Íslands framundan

Nú styttist í Bikarglímu Íslands en hún fer fram í íþróttahúsi Kennaraháskólans 25.janúar og hefst keppni klukkan 12:00

Fjórðungsglíma Austurlands – keppnin um Aðalsteinsbikarinn

Fjórðungsglíma Austurlands – keppnin um Aðalsteinsbikarinn

fór fram í Íþróttahúsinu á Reyðarfirði 27. desember 2013.

Tuttugu og tveir keppendur kepptu í tveimur flokkum karla og þremur flokkum kvenna. Mótið gekk vel fyrir sig og sjá mátti margar fjörugar glímur um hin veglegu verðlaun, Aðalsteinsbikarinn, sem gefinn er í minningu Aðalsteins Eiríkssonar glímukappa og glímufrömuðar á Reyðarfirði. Eftir margar skemmtilegar glímur stóðu eftirtaldir uppi sem sigurvegarar og hömpuðu því Aðalsteinsbikarnum árið 2013

Styrkleikalisti 2013

Hér má sjá nýja Styrkleikalista GLÍ fyrir árið 2013 en þar ber helst að Pétr Eyþórsson og Marín Laufey Davíðsdóttir eru í efstu sætum karla og kvenna