Úrslit á Landsmót UMFÍ 2013

Landsmót UMFÍ 2013

Landsmót ungmennafélags Íslands fór fram á Selfossi dagana 4.-7. júlí 2013.

Glímukeppnin fór fram 7. júlí í Baulu íþróttahúsi Sunnulækjarskóla. Sérgreinastjóri var Kjartan Lárusson og eftirlitsdómarar voru þeir Hörður Gunnarsson og Þorvaldur Þorsteinsson.

Úrslit í glímukeppninni á Unglingalandsmótinu

2013
Unglingalandsmót Ungmennafélags Íslands var haldið á Höfn 2. til 4. ágúst 2013. Glímukeppni landsmótsins fór fram á laugardeginum 3. júlí og hófst kl. 15. Keppt var á einum velli og var glímt á gervigrasi í knattspyrnuhöllinni Bárunni. 49 keppendur mættu til leiks og fjöldi áhorfenda fylgdist með keppninni og skemmti sér hið besta. Sérgreinastjóri glímunnar var Ólafur Oddur Sigurðsson. Dómari var Jóhannes Sveinbjörnsson nema í flokki 15-16 ára stráka þar var dómari Ólafur Oddur Sigurðsson. Glímustjóri var Jóhann Gunnar Friðgeirsson.

Skundum á Landsmót

Dagana 4. til 7. júlí nk. verður 27. Landsmót UMFÍ haldið á Selfossi. Í fyrrasumar var Unglingalandsmót UMFÍ haldið í bænum og var það í alla staði mjög vel heppnað. Mótshaldarar horfa því með björtum augum til landsmótsins sem senn gengur í garð og leggja sig fram um að undirbúningur allur verði sem bestur, þannig að allt gangi upp þegar gestir mæta.

Glímukeppnin fer fram í Baulu íþróttahúsi Sunnulækjarskóla kl 10:00 sunnudaginn 7.júní.

Vestfirðingamót í glímu 2013

Vestfirðingamótið í glímu var haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi Ísafirði laugardaginn 18. maí. Keppt var um Vestfirðingabeltið í karlaflokki og í fyrsta sinn var keppt um Vestfirðingamenið í kvennaflokki. Fimm keppendur kepptu um beltið en einungis tveir um menið. Áhorfendur fengu að sjá margar fallegar glímur. Einungis þeir sem hafa heimilisfesti á Vestfjörðum geta keppt á þessu móti. Sigurvegarar mótsins voru Margrét Rún Rúnarsdóttir og Sigurður Óli Rúnarsson. Fegurðarglímuna unnu þau einnig og fengu að launum áletraðan silfurdisk.

Glímukynning í Borgarnesi

Í gær fór fram glímukynningin í grunnskólanum í Borgarnesi. Fjöldi krakka fékk kynningu á glímunni og glímud þau af miklu kappi.

Kepnnin um Vestfirðingabeltið og minningarmót um “Guðna Kóngabana” fer fram 18.maí næstkomandi á Ísafirði.

Kepnnin um Vestfirðingabeltið og minningarmót um "Guðna Kóngabana" fer fram 18.maí næstkomandi á Ísafirði.

Kepnnin um Vestfirðingabeltið og minningarmót um “Guðna Kóngabana” fer fram 18.maí næstkomandi á Ísafirði.

Nú verður keppt í fyrsta sinn í kvennaflokki en þar verður keppt um forláta men sem verið er að útbúa. Sýnir þetta vel hve vel er staðið að glímumálum á Ísafirði og staðfestir þetta sókn kvennaglímunnar þar.

Ólafur Oddur Sigurðsson 1.varaforseti IFCW

Ólafur Oddur Sigurðsson 1.varaforseti IFCW

Ólafur Oddur Sigurðsson var kjörin fyrsti varaforseti IFCW (International Federation of Celtic Wrestling ) á ársþingi sambandsins sem fram fór í Reykjavík 25.apríl síðasliðinn.

Það er óhætt að segja að með þessu kjöri Ólafs aukist möguleikar Íslands til frekari áhrifa innan IFCW sem eykur möguleika Íslensk glímufólks til þátttöku á mótum erlendis.

Þess má einnig geta að þetta er í fyrsta sinn í 28 ára sögu IFCW að varaforseti kemur frá Íslandi.

Yfirlýsing frá Glímusambandi Íslands.

Yfirlýsing frá Glímusambandi Íslands.

„Í kjölfar greinarinnar „Þöggun er versti óvinurinn“ sem birtist á Austurfrétt 29. apríl og Pressunni 6.maí síðastliðinn vill Glímusamband Íslands koma með eftirfarandi yfirlýsingu:

„Glímusamband Íslands harmar þann atburð sem greinin fjallar um. Farið hefur verið yfir verkferla innan Glímusambandsins og þeim breytt til að stuðla að virkari forvörnum.

Glímusambandið styður þá stefnumótunarvinnu sem er í gangi innan ÍSÍ og UMFÍ hvað varðar kynferðisbrotamál innan íþróttahreyfingarinnar.“

Atvikin áttu sér stað árin 2007 og 2008. Fararstjóranum, sem var starfsmaður Glímusambandsins á þeim tíma, var sagt upp eftir að stúlkan sagði frá atvikunum árið 2008. Dómur féll í málinu árið 2011.

Erlendu gestirnir ánægðir með Íslandsdvölina

Erlendu gestir okkar á Evrópumeistaramótinu voru afar ánægðir með móttökurnar á Íslandi hlakkar þeim til þess að koma aftur.

Hérna má svo sjá nokkur þakkarskrif sem þeir hafa sent Glímusambandinu:

I would just like to say that all of the Scottish team really enjoyed the tournament it was fantastic also I would like to congratulate you on what a great job you did organising it well done.

Frazer Hirsh

Scottish Wrestling Bond

Just a quick email to thank you for your brilliant hospitality last week. The Hotel, venue and food were all great. The whole event was a great success and appeared to me to run like clockwork, well done!

Darren Whitfield

England Team manager

Úrslit á Evrópumeistaramótinu

FILC_2013_ICELAND_producation_Day_SATURDAY