Glímufólk ársins 2013

Glímufólk ársins 2013

Pétur Eyþórsson, Glímufélaginu Ármanni og Marín Laufey Davíðsdóttir, Héraðssambandinu Skarphéðni voru valin glímufólk ársins 2013 en stjórn Glímusambandsins ákvað þetta á stjórnarfundi 27. nóvember 2013.

Pétur Eyþórsson, Glímufélaginu Ármanni

Pétur er 35 ára gamall og hefur stundað glímu í yfir tuttugu ár. Pétur varð Evrópumeistari í glímu í -81 kg flokki sigraði tvöfalt í Bikarglímu Íslands og svo vann svo Grettisbeltinu í áttunda sinn sem gerir hann að einum sigursælasta glímukappa Íslands frá upphafi. Pétur hefur ótvírætt verið fremsti glímumaður Íslands undanfarin ár. Hann glímir vel og er góð fyrirmynd jafnt innan vallar sem utan.

Marín Laufey Davíðsdóttir, HSK

Marín Laufey er 18 ára gömul og átti frábæru gengi að fagna á glímuvellinum árið 2013. Marín varð Evrópumeistari í glímu í -90 kg flokki, sigraði tvöfalt í Bikarglímu Íslands varð töfaldur Íslandsmeistari og sigraði í Íslandsglímunni og hlaut þar með Freyjumenið í þriðja sinn. Marín er fyrirmyndar íþróttakona jafnt innan vallar sem utan.

Úrslit á Haustmóti GLÍ

Haustmót GLÍ fór fram í gær í íþróttahúsinu að Laugum í Reykjadal. Mótsstjóri var Jóhanna Kristjánsdóttir og gekk mótið vel í alla staði. Glímukynnir var Eyþór Pétursson og fór hann oft á kostum í lýsingum sínum á glímunum.

Skráning á Haustmót GLÍ

Haustmót GLÍ

Konur -65 kg

Guðrún Inga Helgadóttir HSK
Dagbjört Henný Ívarsdóttir HSK

Konur +65 kg

Sólveig Rós Jóhannsdóttir GFD

Eva Dögg Jóhannsdóttir UÍA

Hanna Kristín Ólafsdóttir HSK

Konur opinn flokkur

Sólveig Rós Jóhannsdóttir GFD

Eva Dögg Jóhannsdóttir UÍA

Hanna Kristín Ólafsdóttir HSK

Guðrún Inga Helgadóttir HSK
Dagbjört Henný Ívarsdóttir HSK

Unglingar

Ásmundur H. Ásmundsson UÍA

Hjörtur Elí Steindórsson UÍA

Einar Eyþórsson Mývetningi

Karlar opinn flokkur

Magnús Karl Ásmundsson UÍA

Ásmundur H. Ásmundsson UÍA

Hjörtur Elí Steindórsson UÍA

Einar Eyþórsson Mývetningi

Úrslit í Sveitaglímu Íslands 15 ára og yngri

Sveitaglíma Íslands 15 ára og yngri fór fram í íþróttahúsinu á Hvolsvelli í gær 2.nóvember . Mótsstjóri var Ólafur Oddur Sigurðsson og var þátttaka góð og keppnin spennandi.

Úrslit í Meistaramóti Íslands 15 ára og yngri

Í dag fór fram Meistaramót Íslands 15 ára og yngri í íþróttahúsinu á Hvolsvelli og í kjölfarið var líka glímt í Sveitaglímu Íslands.

Úrslit urðu sem hér segir:

Góð skráning í Meistaramót Íslands 15 ára og yngri

Meistaramót Ísland 15 ára og yngri fer fram næstkomandi laugardag ( 2. nóv ) í íþróttahúsinu á Hvolsvelli og hefst keppni kl 10:30.

Hérna má svo sjá keppendalistann….

Dómaratal í glímu 2013

Dómaratalið í glímu hefur nú verið uppfært á heimasíðunni enda fimm nýjir glímudómarar komnir með D- réttindi

Nýtt keppnistímabil í glímunni

Jæja þá er nýtt keppnistímabil í glímunni að hefjast og ýmsar breytingar á mótafyrirkomulagi átt sér stað. Helsta breytingin er trúlega sú að taka aftur upp Landsflokkaglímuna og leggja niður Meistaramótaröðina eins og hún hefur verið undan farin ár. Einnig hefur verið ákveðið að endurvekja Úrvalshóp GL’I en hann er hugsaður fyrir ungt glímufólk á aldrinum 15-20 ára. Gert er ráð fyrir að hópurinn hittist eina helgi í febrúar á þessu tímabili og er mikil ánægja innan stjórnar GLÍ að Úrlvalshópurinn sé nú aftur komin á dagskrá. Einnig eru fyrirhugaðar tvær landsliðsferðir næsta sumar til Skotlands, annars vegar með ungmenni fædd 1996-1999 og hinsvegar þá sem eru fæddir 1995 og fyrr. Eru þetta spennandi verkefni þar sem keppt verður bæði í glímu og backhold.

Glímuæfingar eru nú þegar hafnar hjá flestum félögum og má því segja að allt sé að komast á gott skrið.

Ég vil svo minna á að mótaskrá Glímusambandsins er komin á heimasíðuna þar sem allir geta kynnt sér dagskrá vetrarins.

Mótaskrá fyrir keppnistímabilið 2013-2014

Mótaskrá fyrir keppnistímabilið 2013-2014 liggur fyrir, sjá hér

Glæstur árangur náðist í Englandi og Skotlandi

Glæsilegur árangur náðist í keppnisferð glímumanna sem héldu til Skotlands og Englands í ágústlok.
Hérna má lesa ferðasöguna og sjá úrslit….