Stefán og Marín sigruðu aftur tvöfalt

Önnur umferð í meistaramótaröð GLÍ fór fram í gær í Dalabúð í Búðardal.

Hérna má sjá úrslit mótsins.

Góð þátttaka í 2.umferð Meistaramótsins

Góð þátttaka er í 2.umferð Meistaramótsins sem fer fram í Búðardal um næstu helgi. Keppni fer fram í Dalabúð og hefst kl 13:00

Hérna má sjá skráninguna .

Meistaramót Íslands 16 ára og eldri 2.umferð

Glímusýning 4. október 2012

Sunnudaginn 4. október 2012 sýndu ísfirsku glímumennirnir Stígur Berg Sophusson og Auðunn Jóhann Elvarsson glímu fyrir norsku sjónvarpsstöðina TV Norge max sem var að taka upp þátt um glímu í samstarfi við þýsku sjónvarpsstöðina ProSieben. Þátturinn mun bera nafnið: „Folk som slåss“ og er liður í þáttagerð um þjóðlegt fang um víða veröld. Sýningin fór fram utan dyra fyrir sunnan Perluna í frábæru veðri með útsýni yfir Álftanes. Jón M. Ívarsson stjórnaði glímunni og sagði frá þúsund ára þróun og sögu glímunnar í íslensku þjóðlífi.

Sveitaglíma Íslands 15 ára og yngri úrslit

Sveitaglíma Íslands 15 ára og yngri

Sveitaglíma Íslands 15 ára og yngri fór fram í íþróttahúsinu á Reyðarfirði 27.október 2012. Mótsstjóri var Þóroddur Helgason og var þátttaka góð og keppnin spennandi.

Íslandsmeistarar:

Telpur 12-13 ára HSK

Meyjar 14-15 ára HSK – A

Strákar 10-11 ára HSK – A

Sveinar 12-13 ára UÍA

Drengir 14-15 ára UÍA

HSK Íslandsmeistari félaga í 15 ára og yngri

Stigakeppni félaga:

1. HSK 84,5 stig

2. Hörður 39,5 stig

3. UÍA 25 stig

4. Ármann 5 stig

Úrslit í Íslandsmeistaramóti 15 ára og yngri

Íslandsmeistaramót 15 ára og yngri

Íslandsmeistaramót 15 ára og yngri fór fram í íþróttahúsinu á Reyðarfirði 27. október 2012. Ágæt þátttaka var í mótinu og skemmtu krakkarnir sér vel í glímunni. Hérna má svo sjá öll úrslit mótsins…

Stefán og Marín sigruðu tvöfalt

Fyrsta umferð í meistaramótaröð Glímusambandsins fór fram á Reyðarfirði í dag og voru helstu úrslit þau að Stefán Geirsson og Marín Laufey Davíðsdóttir sigruðu tvöfalt í karla og kvennaflokkum en þau keppa bæði fyrir HSK.

Hérna má svo sjá öll úrslitin…

Ármenninga vantaði í skráninguna

Ármenninga vantaði í skráninguna sem birt var hér á síðunni í gær. Tveir Ármennigar eru skráðir til keppni og eru nöfn þeirra nú hérna á listanum

Hérna má sjá rétta skráninguna á glímumótunum sem fara fram á Reyðarfirði um næstu helgi.

Meistaramót 15 ára og yngri

2012

27.október haldið á Reyðarfirði

Mikið framundan og landsliðshópur

Það er mikið framundan í glímunni á næstunni.

Meistaramót Íslands 1.umferð á Reyðarfirði 27.okt næstkomandi . Keppnin byrjar kl 12:00 hjá 16 ára og eldri og svo í framhaldinu meistarmót Íslands 15 ára og yngri og sveitaglíma hjá þeim einnig.

Þeir sem hafa áhuga á að keppa á Evrópumeistaramótinu í glímu og keltnesku fangi ( backhold og gouren 25.-27.apríl næstkomandi eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við Glímusambandið á netfangið gli@isisport.is .

Glímukynning í Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit.

Síðastliðinn fimmtudag fór fram glímukynning í Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit. um 50 krakkar í 5.-10.bekk fengu kynningu að þessu sinni og voru þau afar áhugasöm og glímdu af miklum áhuga.