Öll úrslit glímukeppninnar á Unglingalandsmótinu

Unglingalandsmót UMFÍ

2012
Unglingalandsmót Ungmennafélags Íslands var haldið á Selfossi 3. til 5. ágúst 2012. Glímukeppni landsmótsins fór fram á laugardeginum 4. júlí og hófst kl. 15. Keppt var á tveimur völlum og var glímt á grasi á frjálsíþróttarvellinum. Veður var mjög gott, sól og 29 stiga hiti. 36 keppendur mættu til leiks og fjöldi áhorfenda fylgdist með keppninni og skemmti sér hið besta. Sérgreinastjóri glímunnar var Kjartan Lárusson.

Góður árangur í Skotlandi og Englandi

Góður árangur í Skotlandi og Englandi

Dagana 23.ágúst til 4. September hélt Ólafur Oddur Sigurðsson til Skotlands til Þess að keppa í backhold á hálandaleikum í þar í landi og einnig til þess að funda með William Baxter forseta FILC um komandi Evrópumeistaramót í glímu og keltnsku fangi 24.-28.apríl 2013.

Það má með sanni segja að formaður Glímusambandsins hafi komið stekur til keppni á Skosku hálandaleikunum því Ólafur sigraði opna flokkinn á stærstu hálandaleikum Skotlands þetta árið ( Cowal highland gathering ) en keppnin fór fram þann 25.ágúst.

Mótadagskrá GLÍ fyrir keppnistímabilið 2012-2013 liggur fyrir.

Mótadagskrá fyrir komandi keppnistímabil liggur nú fyrir og má lesa allt um það hérna.

Sigur á Sardiníu

Sigur á Sardiníu

9.ágúst síðastliðinn kepptu þeir Ólafur Oddur Sigurðsson og Pétur Eyþórsson í Sa strumpa í þorpinu Villagrande Strasili á Sardiníu. Þetta er alþjóðlegt mót sem heimamenn halda ár hvert og koma sterkir þátttakendur frá mörgum löndumeins og frá Englandi, Skotlandi, Frakklandi, Spáni, Senegal, Brasilíu, Íslandi og svo frá Sardiníu. Fangið svipar mjög til Back-hold sem við Íslendingar höfum stundað um nokkurt skeið. Árangur okkar manna var með góður og sigraði Ólafur Oddur + 100kg flokkinn og náði Pétur 3. sæti í – 90 kg flokki.

Ólafur og Pétur sýndu svo glímuna og hlutu þeir lof í lófa frá á annað þúsund áhorfenda sem mættir voru til að fylgjast með mótinu.

Meðfylgjandi mynd sýnir þá Ólaf og Pétur með Enska liðinu.

Íslandsglíman endursýnd í dag

Íslandsglíman verður endursýnd í dag kl 16:35 í Ríkissjónvarpinu.

Glíma á unglingalandsmótinu

Nú styttist í unglingalandsmót UMFÍ sem fer fram á Selfossi um verslunarmannahelgina.

Glímusambandið hvetur sem flesta til að skrá sig til keppni.

Glíma
Sérgreinastjóri: Kjartan Lárusson 8988902 austurey@simnet.is
Staðsetning: Selfossvöllur
Laugardagur Keppni hefst kl. 15:00
Keppni lýkur um kl. 18:00
Keppnissvæði: Selfossvöllur. Til vara Iða/Baula.

Smári og Rúnar sýndu glímu á Geysi 21.júní

21. júní sýndu þeir Smári Þorsteinsson og Rúnar Björn Guðmundsson glímu við opnun nýs veitingastaðar á Geysi í Haukadal.

Um 500 mann mættu á opnunina og sýndu þeir félagar glímuna og fengu lof fyrir hjá viðstöddum.

Íslandsglíman sýnd 17.júní

Þáttur um Íslandsglímuna sem fram fór á Ísafirði 14.apríl síðastliðinn verður sýndur á RUV þann 17. júní næstkomandi kl. 18:25.

Þrastarglíman 2012

Þrastarglíman var haldin í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 15. apríl 2012. Mótið er kennt við gamlan félaga og velunnara Harðar, Þröst Guðjónsson. Þröstur gefur verðlaun mótsins en þau eru bikarar fyrir fyrstu sætin í hverjum flokki og verðlaunapeningar fyrir annað og þriðja sæti, einnig eru þátttökuverðlaun fyrir þá sem lenda utan verðlaunasæta. 18 keppendur tóku þátt í mótinu. Mótinu fylgir farandbikar sem Samúel Þórir Grétarsson hlaut.

Minningarmót um Guðna kóngabana

Minningarmótið um Guðna Albert Guðnason frá Suðureyri eða Guðna kóngabana eins og hann var nefndur, var haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi Ísafirði sunnudaginn 15. apríl 2012. Þetta er opið mót og kom einn keppandi utan Vestfjarða til leiks en alls voru 6 keppendur í tveimur þyngdarflokkum. Fegurðarverðlaunin voru áletraðaður silfurdiskur og þau hlaut nýkrýndur Glímukóngur Íslands, Pétur Eyþórsson, en hann var einnig í fyrsta sæti í opnum flokki mótsins og í þyngdarflokknum +85 kg. Í þyngdarflokknum -85 kg sigraði Birkir Örn Stefánsson, fengu þeir hvor um sig eignabikar. Að lokum var öllum keppendum og starfsmönnum mótsins gefinn kassi af lausfrystum þorskhnökkum og steinbítskinnum. Styrktaraðilar mótsins eru Guðni Einarsson og fjölskylda og Klofningur ehf. á Suðureyri.