Vestfirðingabeltið 2012

Keppnin um Vestfirðingabeltið 2012 var haldin í íþróttahúsinu á Torfnesi Ísafirði sunnudaginn 15. apríl. Fimm keppendur mættu til leiks og fengu áhorfendur að sjá fallegar glímur. Einungis þeir sem hafa heimilisfesti á Vestfjörðum geta keppt um beltið. Sigurvegari mótsins, Stígur Berg Sophusson, fékk veglegan farandbikar og eignabikar en hann var að vinna beltið í sjötta skipti. Fegurðarglímuna vann að þessu sinni Birkir Örn Stefánsson og fékk hann að launum áletraðan silfurdisk.

Sveitaglímu Íslands frestað til haustsins.

Sveitaglímu Íslands hefur verið frestað til haustsins.

Úrslit í Sveitaglímu 16 ára og yngri bikarkeppni

Úrslit í Sveitaglímu 16 ára og yngri bikarkeppni

Úrslit í Grunnskólamóti GLÍ

Grunnskólamót Glímusambandsins fór fram á Ísafirði laugardaginn 14.apríl 2012 í íþróttahúsinu á Torfnesi. Krakkarnir skemmtu sér vel og voru ánægð í mótslok. Glímt var á fjórum völlum samtímis og gekk keppnin vel fyrir sig.

Myndband frá Íslandsglímunni á vestur.is

Á síðunni vestur .is má sjá skemmtilegt myndband frá Íslandsglímunni sem fram fór um síðustu helgi.

Úrslit á Grunnskólamót GLÍ

Hérna má sjá öll úrslit á Grunnskólamóti GLÍ sem fram fór á laugardaginn á Ísafirði

Pétur og Marín Glímukóngur og Glímudrottning 2012

Íslandsglíman fór fram á Ísafirði í dag og tókst Glímukóng og Glímudrottningu ársins 2011 að verja titla sína, en þau Pétur Eyþórsson Glímufélaginu Ármanni og Marín Laufey Davíðsdóttir HSK höfðu yfirburði yfir keppinauta sína í dag og sigruðu allar sínar viðureignir.

Skráning í Sveitaglímubikarkeppni.

Góð þátttaka er í sveitaglímubikarkeppni 16 ára og yngri sem fer fram næstkomandi laugardag á Ísafirði.

Skráning í sveitaglímu 16 ára og yngri

Skráningin í Grunnskólamót Íslands

Hérna má sjá skráninguna í Grunnskólamót Íslands sem fer fram á Ísafirði næstkomandi laugardag. Mótið hefst kl 10:00 í íþróttahúsinu á Torfunesi.

Jón Smári meiddur og keppir ekki í Íslandsglímunni

Jón Smári Eyþórsson er meiddur og getur því ekki keppt í Íslandsglímunni sem fram fer á Ísafirði 14.apríl næstkomandi.

Hérna má því sjá nýja niðurröðun keppenda