Ólafur Kristjánsson sigraði flokkaglímu Reykjavíkur

Flokkaglíma Reykjavíkur (þyngdarflokkar) haldin í Skelli þann 13.
desember 2011

Glímt var í þremur þyngdarflokkum; -90 kg. fl., +90 kg. fl. og opnum flokki.

Fjórðungsglíma Austurlands Aðalsteinsbikarinn 2011

Fjórðungsglíma Austurlands – keppnin um Aðalsteinsbikarinn fór fram í Íþróttahúsinu á Reyðarfirði 27. desember 2011.

18 keppendur kepptu í þremur flokkum karla og þremur flokkum kvenna. Mikil og skemmtileg stemming var í íþróttahúsinu á Reyðarfirði en um 70 áhorfendur mættu til að fylgjast með mótinu. Mikið var klappað fyrir keppendum og þeir ákaft hvattir áfram.

Baráttan var mikil um hin veglegu verðlaun, Aðalsteinsbikarinn, en hann er gefinn í minningu Aðalsteins Eiríkssonar glímukappa og glímufrömuðar á Reyðarfirði. Eftir margar fjörugar og skemmtilegar glímur stóðu eftirtaldir uppi sem sigurvegarar og hömpuðu því Aðalsteinsbikarnum árið 2011

Úrslit í Bikarglímu Bisk

Bikarglíma Umf. Bisk. fór fram í Íþróttamiðstöðinni í Reykholti 5. desember. Keppendur voru ellefu. Í flokki 12 ára og yngri kepptu allir við alla en engin úrslit voru tilkynnt. Í flokkum 13 ára og eldri sigruðu Smári Þorsteinsson og Brynhildur Hrönn Sigurjónsdóttir. Dómari var Helgi Kjartansson, glímustjóri og ritari Freydís Örlygsdóttir og tímaverðir voru Sigríður Magnea Kjartansdóttir og Egill Björn Guðmundsson.

Stjórn Glímudeildar Ármanns hefur útnefnt Pétur Eyþórsson glímukóng sem glímumann ársins 2011 hjá Glímufélaginu Ármanni.

Stjórn Glímudeildar Ármanns hefur útnefnt Pétur Eyþórsson glímukóng sem
glímumann ársins 2011 hjá Glímufélaginu Ármanni. Pétur hefur verið einn
besti glímumaður landsins og verið svo til ósigrandi á glímuvellinum um
árabil. Það sem Pétur hefur afrekað á árinu á glímunni er eftirfarandi:

Útnefning stjórnar GGÁ á efnilegasta glímumanni ársins hjá Ármanni 2011.

Útnefning stjórnar GGÁ á efnilegasta glímumanni ársins hjá
Ármanni 2011.

Stjórn Glímudeildar Ármanns hefur útnefnt hinn 14 ára gamla Snorra
Egholm Þórsson sem efnilegasta glímumann ársins 2011 hjá Glímufélaginu
Ármanni

Úrslit í flokkaglímu Reykjavíkur

Flokkaglíma Reykjavíkur fór fram í tvennu lagi. Fyrst glímdu börn og
unglingar þann 6. desember og þyngdarflokkarnir voru glímdir 13. desember.

Í 11-12 ára flokki drengja mættu til leiks 7. keppendur. Úrslit urðu
eftirfarandi:

Myndir frá flokkaglímu Reykjavíkur

Myndir frá flokkaglímu Reykjavíkur

https://picasaweb.google.com/pjeturghjaltason/Flokkaglima2011?authuser=0&authkey=Gv1sRgCJGb9sjj8NKGGg&feat=directlink

Pétur Eyþórsson skjaldarhafi Ármanns 2011

99. Skjaldarglíma Ármanns (111. Ármannsglíman) fór fram sunnudaginn 11.
desember 2011 í Skelli, Ármannsheimilinu. Snorri Þorvaldsson formaður
Ármanns setti mótið og heiðursfélagi Ármanns, Hörður Gunnarsson, flutti
minningarorð um, nýlátinn félaga og fyrrum formann GGÁ, Ólafur
Óskarsson. Að loknum minnigarorðum var Ólafs minnst með einnar mínútu
þögn allra viðstaddra.

Glímukynningar gengu vel í Danmörku

Í síðustu viku fóru fram glímukynningar í Danmörku. Voru bæði íþróttalýðháskólar heimsóttir sem og háskólinn í Odinsø þar sem verðandi íþróttafræðingar fengu kynningu á glímunni.

Ef smellt er á fréttina má sjá skemmtilegt myndband sem nemendur íþróttalýðháskólans í Gerlev gerðu eftir skemmtilega glímukynningu sem fór fram þar síðastliðinn föstudagsmorgun.

http://www.youtube.com/watch?v=eqZrhXQPS54

Skrifstofa GLÍ lokuð fram yfir helgi!

Skrifstofa GLÍ lokuð fram yfir helgi!

Skrifstofa GLÍ verður lokuð fram yfir næstu helgi þar sem framkvæmdastjórinn verður við kennslu í Danmörku.