Glímuæfingar Ármanns hefjast 6. september

Glímuæfingar Ármanns hefjast 6. september

Þá er komið að því glímuæfingar Ármanns munu hefjast í næstu viku. Vonandi hafa allir notið sumarsins til hins ýtrasta. Vetur fer brátt að ganga í garð og mun þá vera komin tími til að glíma. Okkur hér í Ármanni hlakkar mikið til að taka á móti kunnuglegum og nýjum andlitum sem og að takast á við nýja og skemmtilega tíma.

Mótaskrá fyrir komandi keppnistímabil liggur fyrir

Mótaskrá fyrir komandi keppnistímabil liggur fyrir

Mótaskrá fyrir keppnistímabilið 2011-2012 var samþykkt á stjórnarfundi í gærkvöldi.

Mótaskrána má sjá hérna

Söfnun í fullum gangi fyrir Evrópumeistaramótið

Söfnun í fullum gangi fyrir Evrópumeistaramótið

Söfnun er nú í fullum gangi fyrir Evrópumeistaramótið í glímu sem fer fram hérna á Íslandi 24.-28.apríl 2013

Nú hefur silfur stuðningsaðili bæst í hóp gull og brons stuðningsaðila og má sjá nöfn þessara stuðningsaðila hérna á heimasíðu GLÍ undir liðnum: Stuðningsaðilar Evrópumeistaramótsins í glímu.

Glímusambandið skorar nú á sem flesta að slást í hóp þessara ágætu stuðningsaðila.

Tvöfaldur sigur á Sardiníu

Ólafur á efsta palli á Sardiníu

Þeir Pétur Eyþórsson, Ármanni og Ólafur Oddur Sigurðsson, HSK kepptu á alþjóðlegu fangbraðamóti á Sardiníu 11.ágúst síðastliðinn.

Keppt var í fangi Sa strumpa sem er fang heimamanna en því svipar mjög til Keltneska fangsins BAck-hold sem Íslendingar hafa stundað árum saman.

Skemmtileg keppni á Unglingalandsmóti UMFÍ

Unglingalandsmót UMFÍ
2011

Unglingalandsmót Ungmennafélags Íslands fór fram á Egilsstöðum 29. júlí til 31. júlí 2011. Glímukeppni landsmótsins fór fram á sunnudeginum 31. júlí og hófst kl. 13. Keppt var á einum velli og var keppt á grasi við hlið Vilhjálmsvallar. Ágætis veður var, skýjað og svolítill gustur. Fjöldi áhorfenda fylgdist með keppninni og skemmti sér hið besta. Skráðir keppendur voru 39. Alls mættu 33 keppendur til leiks.

Vormót GFD 2011

Vormót GFD 2011

Vormót GFD var haldið í félagsheimilinu Dalabúð í Búðardal þann 17. Júní. 17 keppendur mættu til leiks og stóðu allir sig með prýði.

Glímumenn stóðu sig vel í Sviss

Glímumenn stóðu sig vel í Sviss

Nokkrir landsliðsmenn í glímu kepptu í þjóðarfangi Sviss um síðustu helgi í bænum Martigny og stóðu þeir sig vel.

Betur verður sagt frá mótinu síðar en þeir sem kepptu fyrir Íslands hönd voru Ólafur Oddur Sigurðsson, Ingibergur Jón Sigurðsson, Sindri Freyr Jónsson og Pétur Þórir Gunnarsson.

Glímusýning á Geysi

Ólafur Oddur Sigurðsson og Snær Seljan Þóroddsson sýndu glímu á Geysissvæðinu 18.júní fyrir hóp Bandaríkjamanna sem kom fljúgandi á tveimur þyrlum og áttu stutt stopp þar til þess að sjá Íslensku glímuna og smakka hverabrauð hjá hótel-kokkinum. Sýningin tókst vel og óhætt að segja að glíman hafi komið Bandaríkjamönnunum skemmtilega á óvart.

Glímusýning á Þingvöllum 17.júní

Glímusýning á Þingvöllum 17.júní

Glímusýning fór fram í Almannagjá á Þingvöllum á 17.júní. Það voru glímukapparnir Ólafur Oddur Sigurðsson, Snær Seljan Þóroddsson, Hreinn Heiðar Jóhannsson og Jóhannes Sveinbjörnsson sem glímdu fyrir nokkur hundruð manns sem voru saman komin til að halda upp á þjóðhátíðardag Íslendinga og minnast þess að 200 ár eru liðin frá fæðingu Jóns Sigurðssonar. Glímusýningin gekk afar vel og sýndu glímukapparnir bæði glímu og hryggspennu. Nokkrir áhorfendur fengu svo að reyna sig við glímukappana og sýndu þeir þeim réttu glímutökin.

Glímusýning í Hljómskálagarði.

Glímusýning í Hljómskálagarði.

Glímusýning á þjóðhátíðardegi fór fram í hljómskálagarði. Voru það glímumenn frá KR og Ármanni.Fjöldi áhorfenda fylgdust með köppunum sýna listir sínar. Sýningarmenn voru þeir Ottar Ottósson, Agnar Sigurðsson, Ásgeir Víglundsson, Þórður Jónsson. Hjörleifur Pálsson sá um fána, áhöld og aðstöðu. Þulir voru þeir Tryggvi og Kristófer. Þeir sögðu frá sögu glímunnar og Þróunn. Einnig sögðu frá öðrum fangbrögðum. Lýstu upphafi glímu, glímutökum,byltu,bræðrabyltu og leikslokum með að menn takist í hendur.Höfuðbrögð glímunnar eru átta. Upphafi fánakveðja, kynna sýnendur, bragðasýning, lágbrögð og hábrögð.Sýna handvarnir.Glíma frjálst.Keppnisglíma.Buxnatök,beltistök.Axlatök 3 viðureignir á mann.Fánakveðja í lokin. Áhorfendur fengu að reyna sig við glímumenn og tókst skemmtilega til með það og vakti kátínu hjá áhorfendum.