Skráning í 1.umferð Meistaramótsins

Hérna má sjá skráninguna í 1.umferð Meistaramótsins sem fram fer um helgina á Hvolsvelli en keppni hefst kl 10:00

Meistaramót Íslands 1.umferð

29.október Hvolsvöllur kl 10:00

Skráning:

Góð skráning á Meistaramót 15 ára og yngri

Góð skráning er á meistaramót 15 ára og yngri sem fer fram um 29.okt á Hvolsvelli.

Keppni hefst hjá krökkunum kl 12:30

Hérna má sjá skráninguna

Meistaramót 15 ára og yngri

Sterkasta glímufólk landsins skráð til leiks

Sterkasta glímufólk landsins skráð til leiks

Skráning fyrir 1.umferð Meistaramóts Íslands sem fram fer á Hvolsvelli 29.okt líkur kl 12:00 á morgun og hafa tveir efstu frá síðustu Íslandsglímu í karlaflokki þegar skráð sig til keppni og handhafi Freyjumensins hefur einnig skráð sig til keppni svo það er ljóst að besta glímufólk landsins verður á mótinu á Hvolsvelli.

Nýjar fundargerðir komnar á Heimasíðuna

Nýjar fundargerðir eru nú komnar inn á heimasíðuna og verða framvegis settar inn um leið og þær hafa verið samþykktar af stjórn GLÍ

Skemmtileg myndasería frá keppninni í Sviss í sumar

Skemmtileg myndasería frá keppninni í Sviss í sumar

Það getur verið erfitt þegar menn reyna sig í fangbrögðum sem þeir hafa ekki reynt áður. Í sumar kepptu nokkrir Íslenskir glímukappar í Swhingen í bænum Martigny í Sviss og náðust þessar skemmtilegu myndir af Ingiberi J Sigurðsyni landsliðþjálfara þegar hann var að reyna sig í keppni við heimamennina.

Grunnskólamót Vestfjarða í glímu

Grunnskólamót Vestfjarða í glímu

5. – 10. bekkur

íþróttahúsið á Torfnesi

fimmtudagur 6.október 2011

101 nemandi tók þátt í mótinu, allt nemendur frá Grunnskólanum á Ísafirði

Glímuæfingar eru að hefjast hjá Val á Reyðarfirði

Glímuæfingar hefjast í dag hjá Val á Reyðarfirði. Æft verður tvisvar í viku þ.e. á þriðjudögum kl 18:00 og föstudögum kl 16:00

Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta enda ávalt mikið fjör á glímuæfingum á Reyðarfirði.

Glímukynning í Grunnskóla Ísafjarðar

Í dag fór fram Glímukynning í Grunnskóla Ísafjarðar og voru það um 100 nemendur í 5.6. og 7. bekk sem fengu kynningu. Krakkarnir glímudu mikið og má búast við því að það fjölgi verulega á glímuæfingum Harðar á næstunni.

Glímukynning í Grunnskólanum á Þingeyri .

3. október fór fram glímukynning í Grunnskólanum á Þingeyri . Um 30 börn í 3.-10. bekk fengu kynningu að þessu sinni.

Mikið var glímt og skemmtu krakkarnir sér vel.

Glímukynning í Grunnskóla Önundarfjarðar.

3. október fór fram glímukynning í Grunnskóla Önundarfjarðar. Um 20 börn í 1.-10. bekk fengu kynningu að þessu sinni.

Mikið var glímt og skemmtu krakkarnir sér vel.