Vallarskipting fyrir helgina

Hérna má sjá vallarskiptinguna á Bikarglímunni um næstu helgi.

Bikarglíma Íslands

28.jan 2012

3 Glímukóngar og 3 Glímudrottningar mæta til leiks.

3 Glímukóngar og 3 Glímudrottningar mæta til leiks.

3 Glímukóngar og 3 Glímudrottningar mæta til leiks um næstu helgi í Bikarglímunni þannig að ljóst má vera á öllu að um mjög sterkt mót er að ræða.

29 skráðir í Bikarglímu Íslands um næstu helgi

29 eru skráðir til keppni í Bikarglímu Íslands sem fer fram um næstu helgi (28.jan ) í íþróttahúsi Kennaraháskólans.

Fjölmennast er í opnum flokki kvenna en þar eru skráðar 10 konur til keppni.

Hérna má svo sjá allar skráningar:

Bikarglíma Íslands 28. jan kl 12:00

Bikarglíma Íslands fer fram um næstu helgi í íþróttahúsi Kennaraháskólans og hefst keppni kl 12:00

Svana og Sólveig mæta til keppni á Bikarglímu Íslands.

Svana og Sólveig mæta til keppni á Bikarglímu Íslands.

Systurnar og glímudrotttningarnar Svana Hrönn og Sólveig Rós munu mætta til keppni í Bikarglímu Íslands sem fram fer 28. janúar næstkomandi í íþróttahúsi Kennaraháskólans. Það verður gaman að sjá hvernig stúlkunum kemur til með að ganga á móti þessum fræknu glímusystrum sem voru nánast ósigrandi hér á árum áður.

Glímukynning í Sunnulækjarskóla

Í gær, dag og á fimmtudaginn verða glímukynningar í Sunulækjarskóla á Selfossi. 24o nemendur í 5.-10. bekk fá glímukyningu að þessu sinni.

Glímuþing 3.mars

Ársþing Glímusambands Íslands fer fram þann 3.mars næstkomandi kl.17:30 í íþróttamiðstöð Íslands.

39.fulltrúar frá 8 saambandsaðilium eiga rétt á setu á þinginu.

Ólafur Kristjánsson sigraði flokkaglímu Reykjavíkur

Flokkaglíma Reykjavíkur (þyngdarflokkar) haldin í Skelli þann 13.
desember 2011

Glímt var í þremur þyngdarflokkum; -90 kg. fl., +90 kg. fl. og opnum flokki.

Fjórðungsglíma Austurlands Aðalsteinsbikarinn 2011

Fjórðungsglíma Austurlands – keppnin um Aðalsteinsbikarinn fór fram í Íþróttahúsinu á Reyðarfirði 27. desember 2011.

18 keppendur kepptu í þremur flokkum karla og þremur flokkum kvenna. Mikil og skemmtileg stemming var í íþróttahúsinu á Reyðarfirði en um 70 áhorfendur mættu til að fylgjast með mótinu. Mikið var klappað fyrir keppendum og þeir ákaft hvattir áfram.

Baráttan var mikil um hin veglegu verðlaun, Aðalsteinsbikarinn, en hann er gefinn í minningu Aðalsteins Eiríkssonar glímukappa og glímufrömuðar á Reyðarfirði. Eftir margar fjörugar og skemmtilegar glímur stóðu eftirtaldir uppi sem sigurvegarar og hömpuðu því Aðalsteinsbikarnum árið 2011

Úrslit í Bikarglímu Bisk

Bikarglíma Umf. Bisk. fór fram í Íþróttamiðstöðinni í Reykholti 5. desember. Keppendur voru ellefu. Í flokki 12 ára og yngri kepptu allir við alla en engin úrslit voru tilkynnt. Í flokkum 13 ára og eldri sigruðu Smári Þorsteinsson og Brynhildur Hrönn Sigurjónsdóttir. Dómari var Helgi Kjartansson, glímustjóri og ritari Freydís Örlygsdóttir og tímaverðir voru Sigríður Magnea Kjartansdóttir og Egill Björn Guðmundsson.