Glímufólk ársins 2011

Glímufólk ársins 2011

Pétur Eyþórsson, Glímufélaginu Ármann og Marín Laufey Davíðsdóttir, Héraðssambandinu Skarphéðni voru valin glímufólk ársins 2011 en stjórn Glímusambandsins ákvað það á stjórnarfundi 28.nóvember 2011.

Ný reglugerð um styrkleikalista Glímusambandsins

Ný reglugerð um styrkleikalista Glímusambandsins

Á stjórnarfundi í gærkvöldi var samþykkt breyting á reglugerð um styrkleikalista Glímusambandsins.

Helstu breytingarnar eru þær að núna verður birtur sér unglingalisti og einnig hafa ýmis mót sem áður töldu til stykleikalistans verið tekin út af honum.

Á næstu dögum verður svo birtur stykleikalistinn eins og hann lítur út í dag en þar hafa orðið töluverðar breytingar.

Hérna er hægt að lesa reglugerðina eins og hún var samþykkt í gærkvöldi.

Einstök úrslit frá Fjórðungsglímu Suðurlands

Fjórðungsglíma Suðurlands fór fram í íþróttahúsinu í Reykholti fimmtudaginn 17. nóvember 2011. Keppt var í flokkum 11 ára og yngri, 12 til 13 ára, 14 til 15 ára og 16 ára og eldri hjá báðum kynjum.

Til leiks mætttu 53 keppendur frá fjórum félögum á sambandssvæði HSK auk keppenda frá UMF Njarðvík og náðu einstaklingar frá öllum félögunum að vinna til verðlauna á mótinu. Rúnar Björn Gupmundsson sigraði í karlaflokki og Marín Laufey Davíðsdóttir í kvennaflokki.

Rúnar og Marín Fjórðungsmeistarar Suðurlands 2011

Rúnar Björn Guðmundsson og Marín Laufey Davíðsdóttir sigruðu í karla og kvenna flokki í Fjórðungsglímu Suðurlands sem fram fór 17. nóv síðastliðinn. Nánari úrslit af mótinu verða sett inn á heimasíðu GLÍ á mánudaginn.

Guðbjört Lóa Þorgrímsdóttir

Þau mistök hafa verið gerð of oft undanfarið að ekki hefur verið farið rétt með nafn Guðbjartar Lóu Þorgrímsdóttur.

Hefur hún oft verið kölluð Guðbjörg Lóa og sem er að sjálfsögðu rangt og er Lóa beðin afstökunar á þessum leiðu mistökum.

Einstök úrslit frá Laugum

Einstök úrslit frá Laugum

Hérna má sjá hvernig glímur fóru á milli keppenda í annari umferð Meistaramótsins sem fram fór að Laugum um síðustu helgi……

Mývetningar með nýjan glímubúning

Mývetningar með nýjan glímubúning

Mývetningar eru komnir með nýjan glímubúning og er óhætt að segja að hann sé afar vel heppnaður. Hérna má sjá Pétur Þóri Gunnarsson í nýja glímubúningnum.

Staðan í stigakeppninni í Meistaramóti Íslands

Staðan í stigakeppninni eftir tvær umferðir í Meistaramóti Íslands er afar spennandi og má því búast við fjörugri keppni í lokamótinu sem fer fram í Reykjavík 3. mars 2012…….

Skemmtilegt mót að Laugum

Önnur umferð í Meistaramóti Íslands fór fram í gær að Laugum. Óhætt er að segja að mótið hafi verið bæði fjörugt og skemmtilegt og mörg mjög svo skemmtileg tilþrif sáust oft á glímuvellinum.

Úrslit í Meistaramóti Íslands 15 ára og yngri og Sveitaglímu

Íslandsmeistaramót 15 ára og yngri

Íslandsmeistaramót 15 ára og yngri fór fram í íþróttahúsinu á Hvolsvelli 29.október 2011. Góð þátttaka var í mótinu og skemmtu krakkarnir sér vel í glímunni. Mótsstjóri var Ingveldur Geirsdóttir og eftirlitsdómari Hörður Gunnarsson.