Glímukynning í Grunnskólanum á Þingeyri .

3. október fór fram glímukynning í Grunnskólanum á Þingeyri . Um 30 börn í 3.-10. bekk fengu kynningu að þessu sinni.

Mikið var glímt og skemmtu krakkarnir sér vel.

Glímukynning í Grunnskóla Önundarfjarðar.

3. október fór fram glímukynning í Grunnskóla Önundarfjarðar. Um 20 börn í 1.-10. bekk fengu kynningu að þessu sinni.

Mikið var glímt og skemmtu krakkarnir sér vel.

Glímukynning í Grunnskólanum á Suðureyri.

3. október fór fram glímukynning í Grunnskólanum á Suðureyri. Um 30 börn í 4.-10 bekk fengu kynningu að þessu sinni.

Mikið var glímt og er mikill áhugi hjá krökkunum til frekari glímuiðkunar.

Glímukynning í Súðavíkurskóla

3. október fór fram glímukynning í Súðavíkurskóla og fengu um 20 börn í 3.-10 bekk kynningu að þessu sinni.

Allir höfðu gamaan af og glímdu vel og lengi.

Glímukynning í Flensborgarskóla

Í dag fór fram glímukynning í Flensborgarskóla í Hafnarfirði. um 40 krakkar fengu kynningu sem var liður í íþróttakynningardegi hjá krökkunum.

Danskur íþróttaskóli í glímukynningu

Danskur Íþrótta skóli var í heimsókn hér á landi í vikunni og endaði ferð sína með því að taka þátt í glímuæfingu hjá Ármenningum.

Þetta voru 30 nemendur og tveir kennarar en nemendurnir voru á aldrinum 17-19 ára. Tóku allir vel á því og spurðu mikið um sögu glímunnar og voru þau mjög hrifin af þessari gömlu íþrótt.

Glímukynning í Vík í Mýrdal

Mánudaginn 19.sept fór fram glímukynning í Grunnskólanum í Vík.

Var það 5.-10.bekkur sem fékk kynningu að þessu sinni og var mikil ánægja hjá krökkunum.

Glímukynning í Hraunvallaskóla

Í gær fór fram glímukynning í Hraunvallaskóla og voru það nemendur 5.bekkjar sem fengu kynningu að þessu sinni. Óhætt er að segja að krökkunum hafi líkað glíman vel enda glímu þau af keppi eins lengi og þau gátu.

Glímukynning í Akurskóla

Glímukynning í Akurskóla

Í gær fór fram glímukynning í Akurskóla. Það voru nemendur í 6.og7.bekk sem fengu glímukynningu að þessu sinni. Tókust krakkarnir vel á og fannst þeim skemmtilegt að fá tækifæri til þess að spreyta sig í þjóðaríþróttinni.

Fleiri einstaklings stuðningsaðilar bætast í hópinn

Það hafa nokkrir einstaklingar bæst í hóp stuðningsaðila fyrir Evrópumeistaramótið í glímu og evrópskum þjóðarfangbröðum sem fer fram á Íslandi 24.-28.apríl 2013.

Nýjasti stuðningsaðilin er jafnframt fyrsta konan í hópnum en það er Ísfirðingurinn Berglind Árnadóttir.

Glímusambandið þakkar öllum stuðningsaðilum kærlega fyrir veittan stuðning og býður að sjálfsögðu nýja stuðningsaðila velkomna.