Skráningin í Grunnskólamót Íslands

Hérna má sjá skráninguna í Grunnskólamót Íslands sem fer fram á Ísafirði næstkomandi laugardag. Mótið hefst kl 10:00 í íþróttahúsinu á Torfunesi.

Jón Smári meiddur og keppir ekki í Íslandsglímunni

Jón Smári Eyþórsson er meiddur og getur því ekki keppt í Íslandsglímunni sem fram fer á Ísafirði 14.apríl næstkomandi.

Hérna má því sjá nýja niðurröðun keppenda

Úrslit í Páskeggjamóti Harðar

Páskamót glímudeildar Harðar á Ísafirði var haldið í íþróttahúsinu við Austurveg mánudaginn 2. apríl. Keppendur voru samtals 18 og fengu allir páskaegg í þátttökuverðlaun.

Aðalfundur Glímudómarafélags Íslands

Aðalfundur Glímudómarafélags Íslands fer fram á Suðureyri 13.apríl næstkomandi kl 20:30

Aprílgabb á glima.is

Aprílgabbið á glima .is var fréttin um að IGA væri að leita að þátttakendum í glímusýningarflokk fyrir sumarið. Glímusambandið þakkar þeim aðilum sem höfðu samband og vildu komast í sýningarflokkinn og minnir á að hláturinn lengir lífið.

Íslandsglíman 2012 röðun viðureigna

Í dag var dregin keppnisröð manna og kvenna fyrir Íslandsglímuna sem fer fram á Ísafirði 14.apríl næstkomandi.
Smella hérna til að lesa meira…

Langar þig að vinna við glímu í sumar á góðum launum?

Langar þig að vinna við glímu í sumar á góðum launum?

IGA leitar nú að þátttakendum í glímusýningarflokk sem á að fara til Þýskalands, Danmerkur, Svíþjóðar og Hollands 25.júní -18.júlí nú í sumar. IGA hefur fengið styrk úr menningarsjóði evrópu til þess að kynna glímuna sem menningararfleið og er hér um samstarfsverkefni þessara þjóða að ræða.

Gert er ráð fyrir að 6 sýnendum auk farastjóra og þjálfara og munu allir þátttakendur fá greidd laun á meðan ferðinni stendur að upphæð 3000 EUR.

Mikilvægt er að þátttakendur séu af báðum kynjum og hvetjum við alla sem áhuga hafa að sækja um sem fyrst með því að senda tölvupóst á netfangið gli@isisport.is.

Þórður Hjartarson látinn

Þórður Hjartarson fyrrverandi formaður GGÁ lést á landspítalanum við Hringbraut 28. mars síðastliðinn. Útförin fer fram frá Neskirkju, miðvikudaginn 11. apríl kl. 15.00.

Ólafur Oddur og Marín Laufey Skjaldarhafar 2012

Skjaldarglíma Skarphéðins

2012

Héraðsmót Skarphéðins í glímu fór fram í íþróttahúsinu á Hvolsvelli laugardaginn 24. Mars 2012. Hápunktur þess var keppni um silfurskjöldinn Skarphéðin sem fór nú fram í 88. sinn frá árinu 1910. Konur kepptu um Bergþóruskjöldinn í ellefta sinn og einnig var keppt í fjölmörgum yngri flokkum. Keppendur voru 34 talsins frá fimm félögum sem voru Þjótandi, Dímon, Laugdæla, Biskupstungna og Garpur.

Ólafur Oddur Sigurðsson varð skjaldarhafi Skarphéðins í fjórða sinn. Hann sigraði áttfaldan skjaldarhafa Stefán Geirsson í spennandi úrslitaglímu. Marín Laufey Davíðsdóttir sigraði í keppninni um Bergþóruskjöldinn í þriðja sinn.

Guðmundur Guðmundsson lést 7. mars 2012

Guðmundur Guðmundsson var fæddur á Núpi undir Eyjafjöllum 9. september 1923. Hann ólst þar upp við störf til sjávar og sveita en fór ungur til náms í Íþróttaskólann í Haukadal og náði góðum tökum á glímuíþróttinni. Guðmundur var sigursæll í glímukeppni Fjallamótanna svokölluðu og vann Skjaldarglímu Skarphéðins árið 1945.