Glímukynning á Kleppjárnsreykjum

Í gær fór fram glímukynning á Kleppjárnsreykjum í Borgarfirði. Tókst kynningin vel og skettu krakkarnir sér vel er þau tóku glímutökin.

Pétur og Marín Bikarmeistarar í opnum flokki

Pétur og Marín Bikarmeistarar í opnum flokki

Bikarglíma Íslands fór fram í dag og er óhætt að segja að keppnin hafi verið jöfn og spennandi í flestum flokkum.

Í opnum flokki karla sigraði Pétur Eyþórsson Glímufélaginu Ármanni eftir spennandi úrslitarglímur við frænda sinn Bjarna Þór Gunnarsson Mývetningi en þess má geta að þeir eru í 1.og2.sæti styrkleikalista glímumanna.

Í opnum flokki kvenna var ekki síður jöfn og spennandi keppnin en þar sigraði Marín Laufey Davíðsdóttir HSK eftir bráðfjöruga úrslitaviðureignir við Guðbjörtu Lóu Þorgrímsdóttur GFD en þær stöllur eru einmitt í 1.og 2.sæti á styrkleikalista kvenna.

Öll önnur úrslit má svo sjá hérna:

Vallarskipting fyrir helgina

Hérna má sjá vallarskiptinguna á Bikarglímunni um næstu helgi.

Bikarglíma Íslands

28.jan 2012

3 Glímukóngar og 3 Glímudrottningar mæta til leiks.

3 Glímukóngar og 3 Glímudrottningar mæta til leiks.

3 Glímukóngar og 3 Glímudrottningar mæta til leiks um næstu helgi í Bikarglímunni þannig að ljóst má vera á öllu að um mjög sterkt mót er að ræða.

29 skráðir í Bikarglímu Íslands um næstu helgi

29 eru skráðir til keppni í Bikarglímu Íslands sem fer fram um næstu helgi (28.jan ) í íþróttahúsi Kennaraháskólans.

Fjölmennast er í opnum flokki kvenna en þar eru skráðar 10 konur til keppni.

Hérna má svo sjá allar skráningar:

Bikarglíma Íslands 28. jan kl 12:00

Bikarglíma Íslands fer fram um næstu helgi í íþróttahúsi Kennaraháskólans og hefst keppni kl 12:00

Svana og Sólveig mæta til keppni á Bikarglímu Íslands.

Svana og Sólveig mæta til keppni á Bikarglímu Íslands.

Systurnar og glímudrotttningarnar Svana Hrönn og Sólveig Rós munu mætta til keppni í Bikarglímu Íslands sem fram fer 28. janúar næstkomandi í íþróttahúsi Kennaraháskólans. Það verður gaman að sjá hvernig stúlkunum kemur til með að ganga á móti þessum fræknu glímusystrum sem voru nánast ósigrandi hér á árum áður.

Glímukynning í Sunnulækjarskóla

Í gær, dag og á fimmtudaginn verða glímukynningar í Sunulækjarskóla á Selfossi. 24o nemendur í 5.-10. bekk fá glímukyningu að þessu sinni.

Glímuþing 3.mars

Ársþing Glímusambands Íslands fer fram þann 3.mars næstkomandi kl.17:30 í íþróttamiðstöð Íslands.

39.fulltrúar frá 8 saambandsaðilium eiga rétt á setu á þinginu.

Ólafur Kristjánsson sigraði flokkaglímu Reykjavíkur

Flokkaglíma Reykjavíkur (þyngdarflokkar) haldin í Skelli þann 13.
desember 2011

Glímt var í þremur þyngdarflokkum; -90 kg. fl., +90 kg. fl. og opnum flokki.