Ármann J. Lárusson 80 ára í dag

Ármann J. Lárusson 80 ára í dag

Ármann J. Lárusson er 80 ára í dag 12. mars. Ármann sigraði keppnina um Grettisbeltið 15 sinnum á glæsilegum ferli sínum en hann var ósigrandi um árabil. Glímusambandið óskar Ármanni til hamingju með daginn.

Snær Seljan sæmdur bronsmerki GLÍ

Snær Seljan sæmdur bronsmerki GLÍ

Snær Seljan Þóroddsson sæmdur bronsmerki Glímusambands Íslands 3.mars 2012

Snær hefur þrátt fyrir ungan aldur verið öflugur í starfi fyrir glímuna. Hann sat í varastjórn GLÍ frá árinu 2005 og aðalstjórn frá árinu 2009. Hann hefur verið yfirþjálfar barna og unglinga hjá Glímufélaginu Ármann síðan 2010. Snær hefur tekið þátt í fjölda glímusýninga bæði hérlendi og erlendis og syndic meðal annars fyrir Pútín þáverandi Rússlandsforseta árið 2007.

Einstök úrslit síðustu helgar

Meistaramót Íslands 3. umferð 2011 – 2012

Þriðja umferð í Meistaramóti Íslands var haldið í íþróttahúsi Kennaraháskólans 3.mars. Mótsstjóri var Jón Birgir Valsson og eftirlitsdómari Hörður Gunnarsson.
Sjá öll úrslit…..

Jóhann Pálmason sæmdur gullmerki GLÍ

Jóhann Pálmason sæmdur gullmerki GLÍ

Jóhann Pálmason sæmdur gullmerki Glímusambands Íslands 3.mars 2012

Jóhann hefur komið ötullega að glímustarfi í dölunum í hart nær tvo áratugi. Árið 1999 stofnaði hann Glímufélag Dalamanna og hefur hann haldið utan um það síðan þá. Jóhann hefur hefur verið óþreytandi við að koma með keppendur á mót. Komið með þá á sínum fjallabíl landshorna á milli, staðið yfir þeim á öllum mótum og tekið öll þeirra mót upp á myndbönd. Stöðugt til staðar, hávaðalaus, tryggur og traustur. Það hefur ekki lítið að segja fyrir krakkana í hans liði.

Sigurjón Leifsson sæmdur Gullmerki GLÍ

Sigurjón Leifsson sæmdur Gullmerki GLÍ

Sigurjón Leifsson hefur verið afar duglegur að starfa fyrir glímuna allan sinn glímuferil. Á meðan og eftir að keppnisferli lauk tók Sigurjón þátt í fjölda glímusýninga bæði fyrir sitt glímufélag og einnig GLÍ. Hann sat í stjórn GLÍ um árabil og hefur síðustu tvo áratugi verið einn farsælasti glímudómari landsins.

Sigmundur Stefánsson hlaut gullmerki ÍSÍ

Sigmundur Stefánsson hlaut gullmerki ÍSÍ

Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ sæmdi Sigmund Stefánsson gullmerki ÍSÍ fyrir mikið og gott starf í þágu íþróttahreyfingarinnar.

Sigmundur starfaði í yfir áratug í stjórn Glímusambandsins og verið mjög farsæll í starfi. fyrir glímuhreyfinguna.

Ólafur endurkjörinn formaður GLÍ

Ólafur Oddur Sigurðsson var endurkjörinn formaður Glímusambands Íslands með lófaklappi á ársþingi sambandisns sem fram fórum síðustu helgi.

Umræður á þinginu voru góðar og vorur allir stjórnarmenn í aðalstjórn endurkjörnir. Sabína Steinunn Halldórsdóttir gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu í varastjórn og var Guðmundur Stefán Gunnarsson kjörin nýr inn í varastjórn.

Íslandsmeistara í glímu 2012

Íslandsmeistara í glímu 2012

Í dag fór fram 3. og síðasta umferð í meistaramótaröð Glímusambands Íslands. Góð tilþrif sáust á glímuvellinum og ljóst að það stefnir í spennandi Íslandsglímu í vor.

Guðbjört Lóa Þorgrímsdóttir GFD og Bjarni Þór Gunnarsson Mývetningi sigruðu í opnum flokkum karla og kvenna en lokaniðurstöðu má sjá hérna….

Aðalfundur glímuráðs HSK

Aðalfundur glímuráðs HSK

Aðalfundur glímuráðs HSK fór fram síðastliðið þriðjudagskvöld 21.febrúar. Gekk fundurinn vel og voru góðar umræður á honum. Kristinn Guðnason lét af formennsku í ráðinu en þar hefur hann verið frá stofnun ráðsins og þar áður í glímunefnd HSK eða samtals um 20 ár. Nýr formaður var kjörin Stefán Geirsson en þar er á ferðinni mikill glímukappi og félagsmálamaður.

Skráning á lokaumferð Meistaramótsins

Skráning á lokaumferð Meistaramótsins

Skáning liggur fyrir í lokaumferð Meistaramóts Íslands sem fer fram í íþróttahúsi Kennaraháskólans næsta laugardag 3.mars kl 12:30.

Skráning:……