Glímukynning á Vopnafirði

Glímukynning á Vopnafirði

Þann 15.júní fóru Marín Laufey Davíðsdóttir og Ásmundur Hálfdán Ásmunssson á Vopnafjörð og kynntu glímu fyrir krökkum þar á aldrinum 6-13 ára. Krakkarnir voru afar áhugasamir og tóku allir þátt þegar glímubeltið voru dregin fram. Alls voru 20 krakkar á kynningunni.

Glímukynning á Djúpavogi

Þann 27.maí síðastliðinn var haldin glímukynning á Djúpavogi fyrir börn og unglinga sem þar búa. Þau Ásmundu Hálfdán Ásmundsson , Marín Laufey Davíðsdóttir, Bylgja Rún Ólafsdóttir og Bryndís Steinþórsdóttir stóðu fyrir kynningunni. Alls voru 19 krakkar sem tóku þátt.

Keppnisferð í ágústlok

Glímusambandið hefur skipulagt keppnisferð til Skotlands og Englands í ágústlok þar sem keppt verður á mörgum mjög sterkum mótum. Farið verður út með Easyjet fimmtudagskvöldið 18. Ágúst og munu Íslandirgar hefja keppni á Bute hálandaleikum þann 20. Svo verður keppt í Englandi 21. 24. 25. svo aftur Skotlandi 27 Cowall hálandaleikum og svo Grasmere í Englandi 28. Haldið verður heim mánudaginn 29.ágúst.
Þeir sem eru að fara í þessa ferð eru:

Ólafur Oddur Sigurðsson Fararstjóri

Ásmundur Hálfdán Ásmundssson
Marín Laufey Davíðsdóttir
Hjörtur Elí Steindórsson
Jón Gunnþór Þorsteinsson
Gunnar Gustav Logason
Margrét Rún Rúnarsdóttir
Guðrún Inga Helgadóttir
Bylgja Rún Ólafsdóttir
Einar Eyþórsson

Skotlandsferð í ágúst byrjun

4.-8.ágúst næstkomandi mun Glímusambandið haldi til Skotlands með ungmenni 15-18 ára. Æft verður með Skotum og Frökkum bæði glíma og backhold og svo verður keppt á Hálandaleikunum Bridge of Allan sunnudaginn 7. ágúst.
Bylgja Rún Ólafsdóttir
Nikólína Bóel Ólafsdóttir
Kristín Embla Guðjónsdóttir
Rebbekka Rut Svansdóttir
Bryndís Steinþórsdóttir
Jana Lind Ellertsdóttir
Bjarni Darri Sigfússon
Ægir Már Baldvinsson
Halldór Matthías Ingvarsson
Heiðrún Fjóla Pálsdóttir
Catarina Chainho Costa
Gunnar Örn Guðmundsson
Ásmundur Hálfdán Ásmundssson Þjálfari
Marín Laufey Davíðsdóttir Þjálfari
Guðmundur Stefán Gunnarsson Fararstjóri
Ólafur Oddur Sigurðsson Fararstjóri

Glímukynning í Fjölbrautaskóla Suðurnesja

“Þann 28. apríl var haldin glímukynning í Fjölbrautaskóla Suðurnesja fyrir nemendur á Starfsbraut. Þau Marín Laufey Davíðsdóttir og Ásmundur Hálfdán Ásmundsson fóru yfir helstu undirstöðuatriði íþróttarinnar og svöruðu spurningum nemenda og kennara. Í lokin fengu þeir sem höfðu áhuga að máta belti og spreyta sig í glímu. Kynningin gekk vel og voru margir áhugasamir um íþróttina. Alls voru 28 sem sátu kynninguna.”

úrslit

Íslandsglíman
2016

Hundraðasta og sjötta Íslandsglíman fór fram í íþróttahúsinu í Frostaskjóli 2.apríl 2016. Keppnin var afar jöfn og skemmtileg og áhorfendur urðu vitni að spennandi keppni frá upphafi til enda. Heiðursgestir mótsins voru Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir sem situr í framkvæmdastjórn ÍSÍ og Gylfi Dalmann Aðalsteinsson formaður KR og sáu þau um að afhenda keppendum verðlaun í mótslok.

Í glímunni um Grettisbeltið sigraði Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, UÍA og hlaut þar með sæmdarheitið glímukóngur Íslands í fyrsta sinn. Í glímunni um Freyjumenið sigraði Marín Laufey Davíðsdóttir og hlaut sæmdarheitið glímudrottning Íslands í fjórða sinn.

Glímt um Grettisbeltið:
Nafn Félag 1 2 3 4 5 Vinn.
1. Ásmundur Hálfdán Ásmundsson UÍA x 1 1 0 1 3+1
2. Pétur Þórir Gunnarsson Mývetningi 0 x 1 1 1 3+0
3. Snær Seljan Þóroddsson KR 0 0 x 1 1 2+1
4. Einar Eyþórsson Mývetningi 1 0 0 x 1 2+0
5. Hjörtur Elí Steindórsson UÍA 0 0 0 0 x 0

Glímustjóri: Þórður Vilberg Guðmundsson
Ritari: Óttar Ottósson
Tímavörður: Hjörleifur Pálsson
Yfirdómari: Kjartan Lárusson
Meðdómarar: Stefán Geirsson og Atli Már Sigmarsson

Glímt um Freyjumenið:
Nafn Félag 1 2 3 4 5 6 7 Vinn.
1. Marín Laufey Davíðsdóttir HSK x 1 0 1 1 1 1 5+1
2. Margrét Rún Rúnarsdóttir Herði 0 x 1 1 1 1 1 5+0
3. Jana Lind Ellertsdóttir HSK 1 0 x ½ 1 ½ 1 4
4. Kristín Embla Guðjónsdóttir UÍA 0 0 ½ x ½ ½ 1 2,5
5. Bylgja Rún Ólafsdóttir UÍA 0 0 0 ½ x 1 ½ 2
6. Bryndís Steinþórsdóttir UÍA 0 0 ½ 0 ½ x ½ 1,5
7. Nikólína Bóel Ólafsdóttir UÍA 0 0 0 0 ½ ½ x 1

Glímustjóri: Þórður Vilberg Guðmundsson
Ritari: Óttar Ottósson
Tímavörður: Hjörleifur Pálsson
Yfirdómari: Atli Már Sigmarsson
Meðdómarar: Rögnvaldur Ólafsson og Kjartan Lárusson

Ásmundur og Marín sigruðu

Íslandsglíman fór fram fyrr í dag og má segja að keppnin hafi verið sérstaklega spennandi þar sem glíma þurfti til úrslita bæði í karla- og kvennaflokki.
Ásmundur Hálfdán Ásmundsson og Marín Laufey Davíðsdóttir stóðu uppi sem sigurvegarar eftir spennandi viðureignir en mörg glæsileg glímubrögð sáust á vellinum í dag.
Karlaflokkur.
1 sæti – Ásmundur Hálfdán Ásmundsson ÚÍA 3+1 vinn
2 sæti – Pétur Þórir Gunnarsson Mývetningi 3+0 vinn
3 sæti – Snær Seljan Þóroddsson KR 2+1 vinn
Kvennaflokkur
1 sæti – Marín Laufey Davíðsdóttir HSK 5+1 vinn
2 sæti – Margrét Rún Rúnarsdóttir Hörður 5+0 vinn
3 sæti – Jana Lind Ellertsdóttir HSK 4 vinn

Íslandsglíman

Íslandsglíman fer fram á morgun laugardag í íþróttahúsinu Frostaskjól og hefst keppni kl 13:00

Sindri Freyr Jónsson Glímukóngur neyðist til að draga sig úr keppni í Íslandsglímunni

Því miður hefur Sindri Freyr Jónsson Glímukóngur neyðst til að draga sig út úr keppni í Íslandsglímunni sökum meiðsla á hné og því ljóst að hann mun ekki verja titilinn sem hann hlaut í fyrra.

Karlar:
Hjörtur Elí Steindórsson UÍA
Pétur Þórir Gunnarsson Mývetningi
Snær Seljan Þóroddsson KR
Einar Eyþórsson Mývetningi
Ásmundur Hálfdán Ásmundsson UÍA

Karlar:
1. Hjörtur – Pétur Þórir
2. Snær – Einar
3. Ásmundur – Hjörtur
4. Pétur Þórir – Snær
5. Einar – Ásmundur
6. Hjörtur – Snær
7. Pétur Þórir – Einar
8. Ásmundur – Snær
9. Hjörtur – Einar
10. Pétur Þórir – Ásmundur

Íslandsglíman 2016 Röð viðureigna:

Íslandsglíman 2016
Röð viðureigna:

Karlar:

1. Pétur Þórir – Hjörtur
2. Ásmundur – Snær
3. Sindri – Einar
4. Pétur Þórir – Ásmundur
5. Hjörtur – Sindri
6. Snær – Einar
7. Pétur Þórir – Sindri
8. Ásmundur – Einar
9. Hjörtur – Snær
10. Pétur Þórir – Einar
11. Sindri – Snær
12. Ásmundur – Hjörtur
13. Pétur Þórir – Snær
14. Einar – Hjörtur
15. Sindri – Ásmundur

Konur:
1. Jana – Margrét
2. Bylgja – Rebekka
3. Bryndís – Kristín
4. Nikólína – Marín
5. Jana – Bylgja
6. Margrét – Rebekka
7. Bryndís – Nikólína
8. Kristín – Marín
9. Jana – Rebekka
10. Bylgja – Margrét
11. Bryndís – Marín
12. Nikólína – Kristín
13. Jana – Bryndís
14. Rebekka – Marín
15. Bylgja – Nikólína
16. Margrét – Kristín
17. Jana – Marín
18. Rebekka – Bryndís
19. Bylgja – Kristín
20. Margrét – Nikólína
21. Jana – Kristín
22. Bylgja – Marín
23. Rebekka – Nikólína
24. Bryndís – Margrét
25. Jana – Nikólína
26. Kristín – Rebekka
27. Bylgja – Bryndís
28. Marín – Margrét