Pétur og Marín Glímukóngur og Glímudrottning 2011

Pétur og Marín Glímukóngur og Glímudrottning 2011

Hundraðasta og fyrsta Íslandsglíman fór fram í dag í íþróttahúsinu á Reyðarfirði . Keppnin var skemmtileg og fjölmargir áhorfendur urðu vitni að spennandi keppni frá upphafi til enda. Heiðursgestir mótsins voru Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar sem afhenti Grettisbeltið og Janne Sigurðsson, framkvæmdastjóri Alcoa Fjarðaál og afhenti hún Freyjumenið í mótslok. Í glímunni um Grettisbeltið sigraði Pétur Eyþórsson, Glímufélaginu Ármanni og hlaut þar með sæmdarheitið glímukóngur Íslands í sjötta sinn. Í glímunni um Freyjumenið sigraði Marín Laufey Davíðsdóttir, HSK og hlaut sæmdarheitið glímudrottning Íslands í fyrsta sinn. Pétur og Marín hlutu einnig Hjálmshornið og Rósina fyrir fagra glímu.

Aprílgabb Glímusambandsins

Aprílgabb Glímusambandsins

Tilboð á ódýru flugi til Egilsstaða í tilefni Íslandsglímunnar var aprílgabb Glímusambandsins 2011. Nokkrir höfðu samband og langaði að sjá Íslandsglímuna en urðu fyrir vonbrigðum þegar í ljós kom að um aprílgabb var að ræða.

Glímusambandið Þakkar góð viðbrögð og óskar öllum góðrar helgar.

Tilboð á flugi til Egilsstaða í tilefni Íslandsglímunnar.

Tilboð á flugi til Egilsstaða í tilefni Íslandsglímunnar.

Glímusamband Íslands hefur náð samkomulagi við flugfélag Íslands um tilboðsflug í tengslum við Íslandsglímuna sem fer fram á morgun. Um er að ræða 30 flugsæti fram og til baka frá Reykjavík á aðeins kr.5.000- . Í tilkynningu frá flugfélagi Íslands segir ” það er samfélagsleg skylda okkar að styðja við bakið á þjóðaríþróttinni og stuðla að auknum sýnileika hennar”.

Þeir sem áhuga hafa á að skella sér austur á morgun og sjá Íslandsglímuna er bent á að hafa samband við skrifstofu Glímusambandsins í síma 514-4064 eða 893-3707. fyrstur kemur fyrstur fær.

Reykjavík- Egilsstaðir 2.apríl 14:00 lent 15:00

Egilstaðir- Reykjavík 2.apríl 20:00 lent 21:00

Íslandsglíman fer frá á laugardaginn kl 16:00

Íslandsglíman fer frá á laugardaginn kl 16:00

Íslandsglíman fer frá á laugardaginn kl 16:00 í íþróttahúsinu á Reyðarfirði og eru 19 keppendur skráðir til keppni.

Skráning í sveitaglímu 16 ára og yngri 2011

Skráning í sveitaglímu 16 ára og yngri 2011

Sveitaglíma 16 ára og yngri
Skráning….

Skráning á Grunnskólamót GLÍ 2011

Skráning á Grunnskólamót GLÍ 2011

Grunnskólamót GLÍ
2011
Grunnskólamót Glímusambandsins fer fram laugardaginn 2.apríl 2011 í íþróttahúsinu á Reyðarfirði. Glímt verður á þremur völlum samtímis.

Ný niðurröðun fyrir karlaflokk á Íslandsglímunni

Þar sem Snær Seljan Þóroddsson getur ekki tekið þátt í Íslandsglímunni vegna meiðsla færðust aðrir keppendur upp um eitt núnmer og er því komin ný niðurröðun….

Frábær árangur á Evrópumeistaramótinu í keltneskum fangbrögðum!

Frábær árangur á Evrópumeistaramótinu í keltneskum fangbrögðum!

Frábær árangur á Evrópumeistaramótinu í keltneskum fangbrögðum!

Fjögur silfur og eitt brons!

Íslendingar keppa á Evrópumeistaramóti

Íslendingar keppa á Evrópumeistaramóti í keltneskum fangbrögðum á Tenerife um næstu helgi. 3 glímumenn munu taka þátt og einnig mun íslenskur glímudómari dæma á mótinu.

Þeir sem keppa fyrir Íslands hönd eru:

Keppnisröð í karla og kvennaflokki á Íslandsglímunni

Keppnisröð í karla og kvennaflokki á Íslandsglímunni