Vel heppnuð æfingarferð til Danmerkur

Vel heppnuð æfingarferð til Danmerkur

Stór unglingahópur í glímuferð til Danmerkur

Laugardaginn 4.júní næstkomandi heldur 16 mannahópur til Danmerkur í æfingaferð í glímu. Krakkarnir koma frá 5 glímufélögum og verður æft í íþróttalýðháskólanum í Bosei.

Ólafur Oddur sigraði minningarmótið

Minningarmótið um Guðna Albert Guðnason frá Suðureyri eða Guðna kóngabana eins og hann var kallaður, var haldið í íþróttahúsinu á Ísafirði 15. maí 2011. Sjö keppendur mættu til keppni að þessu sinni, fimm Harðverjar og tveir Skarphéðinsmenn. Ólafur Oddur Sigurðsson var sigurvegari mótsins að þessu sinni en hann lagði alla andstæðinga sína nokkuð örugglega og hlaut hann einnig verðlaun fyrir fagra glímu í mótslok.

Vestfirðingabeltið 2011

Keppni um Vestfirðingabeltið 2011 var haldið í íþróttahúsinu á Ísafirði 15. maí 2011. Fimmr keppendur mættu til leiks og fengu áhorfendur að sjá fallegar glímur. Einungis þeir sem hafa heimilisfesti á Vestfjörðum geta keppt um beltið.Stígur Berg Sophusson sigraði eftir úrslitaglímu við Brynjólf Örn Rúnarsson og vann þar með beltið góða í fimmta sinn. Ólafur Oddur Sigurðsson sá um dómgæslu í fegurðarverðlaunum en þau hlaut Stígur Berg Sophusson.

Skrifstofan lokuð í maí

Skrifstofa GLÍ verður lokuð í maí vegna sumarleyfis framkvæmdastjóra.

Þeir sem þurfa að ná í Glímusambandið er bent á að hafa samband við formann Glímusambandsins í síma 893-3707

Glímu- og leikjanámskeið í sumar

Glímu- og leikjanámskeið í sumar

Glímudeild Ármanns kynnir með stolti glímu- og leikjanámskeið sem fer fram í sumar. Námskeiðið hefst 14.júní og lýkur 7.júlí. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á glímu, lyftingar, ketilbjöllur, ýmsa leiki, sund, útiveru (ef veður leyfir) og fleira. Taka skal fram að eingöngu unglingar fá að taka þátt í lyftingum og ketilbjöllum sem verða fyrir byrjendur. Bækistöðvar námskeiðsins verða í Ármannsheimilinu í Laugardalnum.
Verð námskeiðsins er aðeins 10.000 kr. per. einstakling. Það þýðir ca. 300 kr. á klukkustund.

Skráning skal sendast á Snæ eða á póstinn hans (gsm: 866-6665, mail: snaer69@simnet.is).

Grein og myndir frá Íslandsglímunni eftir Gunnar Gunnarsson

Grein og myndir frá Íslandsglímunni eftir Gunnar Gunnarsson

Hérna má lesa grein um Íslandsglímuna 2011 eftir Gunnar Gunnarsson og einnig má sjá hérna frábærar myndir sem hann tók á mótinu.

Íslandsglíman 2011 í sjónvarpinu á annan í páskum

Íslandsglíman 2011 í sjónvarpinu á annan í páskum

Þáttur um Íslandsglímuna 2011 sem fram fór á Reyðarfirði 2.apríl síðastliðinn verður sýndur í sjónvarpinu á annan í páskum og hefst þátturinn kl 17:20

Lokahófi frestað

Lokahófi frestað

Lokahófi GLÍ sem fyrirhugað var að halda 16.apríl næstkomandi hefur verið frestað um óákveðin tíma. Lokahófsmótinu sem einnig átti að fara fram hefur líka verið frestað.

Glímukynning í Lágafellsskóla

Í gær fór fram glímukynning í Lágafellsskóla og voru tæplega 30 nemendur sem fengu kynningu á glímunni. Fyrst var farið yfir reglur og sögu glímunnar og svo voru kennd nokkur glímubrögð eftir það var sett upp bændaglíma þar sem fjögur lið kepptu og er óhætt að segja að vel hafi verið tekist á.